Skip to main content

Safnafræði - Viðbótardiplóma

Safnafræði - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Safnafræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Viðbótardiplómanám í safnafræði er stutt en gagnlegt nám sem veitir nemendum hagnýta þekkingu á safnastarfi. Safnafræði er fræðigrein sem tekur til allra þátta safnastarfs og er bæði fjölbreytt og yfirgripsmikil. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Faglegt starf: Tilvik og álitamál (SAF011F)

Í námskeiðinu verða tilvik tengd safnastarfi á Íslandi rædd út frá faglegum álitamálum, með tilvísun í þverfræðilegt lesefni og umræður. Námskeiðið hentar því nemendum úr greinum eins og safnafræði,  fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, mannfræði, þjóðfræði og fleiri. Tilvikin tengjast fjölbreyttu starfi safna, svo sem stjórnun, skipulagi, söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun. 

 

Einnig verður í námskeiðinu fjallað um mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi. Umræðuefni álitamála eru mjög fjölbreytileg, svo sem STJÓRNSÝSLA, kynjamál, aðgengismál, varðveisla fornleifa, rannsóknir á sjónrænum menningararfi, tjáningarfrelsi, húsnæðismál, gjafir til safna og grisjun.

 

Námskeiðið er unnið í samvinnu við helstu safnastofnanir í landinu sem hafa yfir að ráða fjölda sérfræðinga um aðskiljanlegustu þætti í safnastarfi. Í staðlotum námskeiðsins munu sérfræðingar miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.

 

Nemendur velja einn dag yfir önnina til þess að mæta í starfsdag hjá safni á höfuðborgarsvæðinu (tveir og tveir nemendur í einu). Starfsmaður mun taka á móti þeim, fræða um starfsemi safnsins og veita þeim grunnþjálfun í skráningu. Nemendur vinna svo með starfsmanni það sem eftir er af degi.

 

Námskeiðið skiptist í fimm fyrirlestralotur; í hverri þeirra verða aðgengilegar upptökur á Canvas örfyrirlestrar og stuttar kynningar á lesefni frá kennara og gestafyrirlesara. Þrjár staðlotur/Zoomlotur (eftir aðstæðum) verða yfir misserið, þar sem hlustað er á gestafyrirlesara, sérfræðingar innan safna sem miðla af reynslu sinni, og/eða sem farið verður í vettvangsferðir á söfn í Reykjavík. Skyldumæting er í stað- og zoomlotur. Námsmat byggist á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í stað/zoomlotur og starfsdegi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum.  Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi.  Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina

X

Faglegt starf: Tilvik og álitamál (SAF011F)

Í námskeiðinu verða tilvik tengd safnastarfi á Íslandi rædd út frá faglegum álitamálum, með tilvísun í þverfræðilegt lesefni og umræður. Námskeiðið hentar því nemendum úr greinum eins og safnafræði,  fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, mannfræði, þjóðfræði og fleiri. Tilvikin tengjast fjölbreyttu starfi safna, svo sem stjórnun, skipulagi, söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun. 

 

Einnig verður í námskeiðinu fjallað um mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi. Umræðuefni álitamála eru mjög fjölbreytileg, svo sem STJÓRNSÝSLA, kynjamál, aðgengismál, varðveisla fornleifa, rannsóknir á sjónrænum menningararfi, tjáningarfrelsi, húsnæðismál, gjafir til safna og grisjun.

 

Námskeiðið er unnið í samvinnu við helstu safnastofnanir í landinu sem hafa yfir að ráða fjölda sérfræðinga um aðskiljanlegustu þætti í safnastarfi. Í staðlotum námskeiðsins munu sérfræðingar miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.

 

Nemendur velja einn dag yfir önnina til þess að mæta í starfsdag hjá safni á höfuðborgarsvæðinu (tveir og tveir nemendur í einu). Starfsmaður mun taka á móti þeim, fræða um starfsemi safnsins og veita þeim grunnþjálfun í skráningu. Nemendur vinna svo með starfsmanni það sem eftir er af degi.

 

Námskeiðið skiptist í fimm fyrirlestralotur; í hverri þeirra verða aðgengilegar upptökur á Canvas örfyrirlestrar og stuttar kynningar á lesefni frá kennara og gestafyrirlesara. Þrjár staðlotur/Zoomlotur (eftir aðstæðum) verða yfir misserið, þar sem hlustað er á gestafyrirlesara, sérfræðingar innan safna sem miðla af reynslu sinni, og/eða sem farið verður í vettvangsferðir á söfn í Reykjavík. Skyldumæting er í stað- og zoomlotur. Námsmat byggist á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í stað/zoomlotur og starfsdegi.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum.  Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi.  Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)

Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Safnafræði á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.