Skip to main content

Ritlist

Ritlist

Hugvísindasvið

Ritlist

MA gráða – 120 einingar

Í ritlist gefst áhugafólki um ritsmíðar færi á að þroska hæfileika sína undir handleiðslu reyndra höfunda. Lögð er áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í listrænum texta af ýmsu tagi. Meðfram eru lesnar bókmenntir hvaðanæva úr heiminum.

Skipulag náms

X

Smiðja: InnRitun (RIT701F)

Þetta er inngangsnámskeið í ritlist sem ætlast er til að allir nýnemar sitji á fyrsta misseri námsins. Rætt verður um möguleika skáldskaparins almennt og sértækt, ritunarferlið og úrvinnslu. Fjallað verður um byggingu frásagna, málfar, prófarkalestur, umbrot, höfundarrétt og tjáningarfrelsi. Þá fá nemendur grunnþjálfun í ritstjórn og hópvinnu. Höfundar koma í heimsókn sem og fulltrúar frá hagsmuna- og þjónustustofnunum rithöfunda. Þátttakendur skila frumsömdum textum vikulega. Ætlast er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Námskeiðið er skyldunámskeið.

X

Smiðja: Hamfarir og vistkreppa (RIT504F)

Í inngangi að bók sinni um endalokakvikmyndir, Visions of the Apocalypse, varpar Wheeler Winston Dixon fram þeirri spurningu hvort okkur „þyrsti í endalokin“, hvort einhvers konar hugfró búi í hugmyndum um algjöra útþurrkun, um yfirvofandi endi alls. Þá yrði loks fullkomnu jafnvægi komið á í hreyfingarleysi dauðans. Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun þar sem sérstök áhersla verður lögð á að greina áhrif hitafarsbreytinga á lífsskilyrði á jörðinni næstu aldir og m.a. annars horft til þeirra fimm heildrænu sviðsmynda sem Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gengur út frá (Brautir félags og hagrænnar þróunar – SSP). Þessi hluti námskeiðsins verður unninn í samvinnu við Halldór Björnsson loftslagsfræðing og Helenu Óladóttur umhverfisfræðing.
Verkefni námskeiðsins verður að skrifa upp ljóð og smásögur sem taka mið af þeim brautum félagslegrar og hagrænnar þróunar sem Milliríkjanefndin gengur út frá en þær skilgreina vistræn og félagsleg áhrif hitafars á jörðinni frá 1,5°C og fram yfir 5°C. Nemendur eiga að gera sér í hugarlund þann veruleika sem hver braut hefur í för með sér með hliðsjón af fræðilegum gögnum námskeiðsins og skila afurðinni í formi ljóða og smásagna sem unnar verða til útgáfu. Sótt verður um útgáfustyrki og mun Lesstofan halda utan um framleiðslu og ritstjórn á bókinni ef styrkir hljótast.
Meðal skáldverka og kvikmynda sem greind verða eru: skáldsögurnar: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Invasion of the Body Snatchers (1958), Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), Deep Impact (1998) The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011) og Don‘t Look Up (2021). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.
Námskeiðið verður sambland af fyrirlestrum og ritsmiðju. Í ritsmiðjunni nýta nemendur sér fyrirlagt lesefni til þess að semja smásögur og yrkja ljóð. Lagðar verða fram kveikjur og gerðar stuttar æfingar í tímum. Skáldverk nemenda verða rædd af hópnum með það fyrir augum að bæta þau, jafnt hugmyndalega sem fagurfræðilega. Námskeiðið grundvallast á virkri viðveru, þ.e. að nemendur mæti lesnir í tíma og séu tilbúnir til þess að taka þátt í sköpunarferlinu öllu.
Námskeiðið er boðið á tveimur númerum og takmarkast skráning við 15 nemendur ritlistarmegin. Ritlistarnemar sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu á námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: SviðsSetningar (RIT826F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sérstöðu leikritsformsins og sviðstextans innan ritlistarinnar, stefnur og strauma í leikritun bæði fyrr og nú. Í því sambandi verða rifjaðar upp helstu kenningar um byggingu leikverka (dramaturgia), allt frá formreglum Aristótelesar um dramatíska framvindu til upplausnar þeirra á tuttugustu öld.

Lögð verður áhersla á margvíslega frásagnartækni leikritsins, persónusköpun, uppbyggingu og samtöl. Hugað verður að formbreytingum sem orðið hafa í leikhúsi og sviðslistum, einkum eftir 1960 með tilkomu póstdramatíska leikhússins, gjörningsins og samsköpunarleikhússins.

Námskeiðið er fyrst og fremst ritsmiðja, í aðalhlutverki er sköpun sviðstexta með hliðsjón af sviðslistum nútímans. Nemendur skrifa nokkra sviðstexta sem ætlaðir eru til flutnings af sviðslistamönnum á leiksviði og/eða í óhefðbundnu leikrými. Allur sviðstexti nemenda verður leiklesinn og ræddur í tímum.

Ætlast er til að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt í öllu sköpunarferlinu. Einnig er ætlast til að nemendur sæki leiksýningar í tengslum við námið og lesi ákveðinn fjölda leikrita.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Ískalt og heitt úr prentvélinni (RIT012F)

Skrifað um samtímabókmenntir af norðurslóðum

Á undanförnum áratugum hefur mikið af hafísnum á norðurheimskautinu bráðnað af völdum loftslagsbreytinga – og leitt til nýs menningarlegs landslags á svæðinu. Í þessari sex vikna smiðju verður sjónum beint að samtímaverkum sem fjalla um menningu og náttúru á norðurslóðum. Skoðuð verða gjörólík verk á borð við glæpasögur, loftslagsbókmenntir og sannsögur með það fyrir augum að skrifa gagnrýni (ekki akademíska þó) um þau fyrir dagblöð, tímarit, blogg og aðra miðla. Í lokin verður lesið óprentað handrit að skáldsögu, skrifuð gagnrýni um hana og reyna að fá hana birta.

 

Hvers vegna gagnrýni?

Miklu fleiri lesa bókmenntagagnrýni í New York Times (10 milljónir áskrifenda) en nokkra bók. Bandarískir útgefendur fagna ef skáldsaga úr fagurbókmenntageiranum selst í tugþúsundum eintaka. Þýddar bækur, og frá minni mörkuðum, fengju sennilega aldrei mikinn lestur ef ekki væri fyrir bókmenntagagnrýni.

Þetta gerir bókmenntagagnrýni að þýðingarmiklum farvegi fyrir hugmyndir og fagurfræði og gerir gagnrýnendur að þýðingarmiklum hátölurum menningar. Hvað þarf til að geta skrifað frambærilega gagnrýni? Þrennt: Þekkingu á forminu, að tileinka sér að lesa glænýjar bækur og stíl til að miðla samhengi til lesenda.

Í þessari smiðju munum við rækta þetta þrennt. Með því að lesa nýlegar skáldsögur og gagnrýni um loftslagsbókmenntir munum við koma okkur upp viðmiðum og læra að orða innsýn okkar í það sem við lesum. Í krafti stílæfinga munum við einnig öðlast færni í að skrifa bókmenntagagnrýni.

 

Kennarinn

Gregory A. Harris hefur kennt ritlist við Harvard Kennedy School í Cambridge í 19 ár. Hann var einn stofnenda tímaritsins Pangyrus Literary Magazine og stofnandi og stjórnandi bókmenntahátíðarinnar Harvard LITfest. Esseyjur hans, bókmenntagagnrýni og sögur hafa birst eða eru væntanleg í Washington Post, Boston Globe, The Chronicle of Higher Education, Harvard Review, Earth Island Journal og víðar. Þá hefur hann einnig þýtt bókina Jazz, Perfume, and the Incident eftir indónesíska höfundinn Seno Gemira Ajidarma. Greg hefur MFA gráðu í ritlist og kemur hingað sem Fulbright styrkþegi.

 

Kennslan

Kennt verður í þriggja tíma lotum á fimmtudögum, einu sinni í viku í sex vikur, frá kl. 13:20. Fyrsti tími verður í áttundu viku. Kennt verður á ensku.

X

ART in TIME: Samtal ritlistar og myndlistar (Ekphrastic ljóðagerð) (RIT721M)

Kennari: Biswamit Dwibedy 

 1. -15. okt, 2023

Í námskeiðinu vinna nemendur með sjónræna ljóðlist (Ekphrastic Poetry) eða ljóðagerð sem er í samtali við myndlist. Við munum kynna okkur myndlist og gjörninga á Sequences XI en hátíðin í ár fer fram í Nýló, Kling & Bang, Norræna húsinu og Listasafni Íslands. Hvaða hugrænu áhrifum nær ljóðagerð fram þegar hún gengur í samband við önnur listform? Hvernig getur ritlist falið í sér gagnrýna hugsun? Getur samruni hins myndræna og hins bókmenntalega búið til nýja tegund hugsunar? Nemendur glíma við þessar spurningar og lesa höfunda eins og Anne Carson, Claudia Rankine, Leslie Scalapino og Cole Swensen. Námskeiðinu lýkur á samlestri nemenda. 

X

Smiðja: Bygging kvikmyndahandrita (RIT716F)

Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita, persónusköpun og samtöl. Einnig er stuðst við svokallaða fasatækni (sequense) og kvikmyndir skoðaðar og greindar út frá þeirri aðferðarfræði. Notast verður við fræðilegt ítarefni til stuðnings eftir því sem við á. Aðaláhersla er þó lögð á verk nemenda enda námskeiðið ritsmiðja þar sem byrjað er með hugmynd sem er svo þróuð og útfærð í lengri sögu og stærri strúktúr. Leitast verður við að skapa gagnrýnar og uppbyggilegar samræður um þau verk sem liggja til grundvallar hverju sinni. Að loknu námskeiði standa nemendur uppi með um 20 blaðsíðna sögulýsingu (treatment) fyrir kvikmynd í fullri lengd. Mikilvægt er að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma, taki virkan þátt í umræðum og veiti gagnlega endurgjöf á verkefni annarra. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.

 

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Persónulegar esseyjur (RIT503F)

Hugtakið esseyja er komið af franska orðinu „essayer“, sem þýðir reyna eða sannprófa. Það var Michel de Montaigne, einn af frumkvöðlunum í esseyjuritun, sem valdi henni þetta heiti til að leggja áherslu á þá tilraun til að tjá persónulegar hugsanir og reynslu sem í slíkum skrifum fólst. Esseyjan eins og hún hefur þróast er stutt óskálduð ritsmíð um ákveðið viðfangsefni.

Einn undirflokkur esseyjunnar er persónulega esseyjan. Hún greinir sig frá hefðbundinni esseyju að því leyti að þar stígur höfundurinn einarðlegar fram. Hann gengst við sjálfum sér og huglægni sinni þótt hann reyni að segja satt og rétt frá. Um leið nýtir hann sjálfan sig og rödd sína til þess að skoða viðfangsefnið og fjalla um það. Viðfangsefnið getur verið hann sjálfur eða hinn ytri heimur en frásagnartónninn er persónulegur, gjarnan spjallkenndur.

Persónulegar esseyjur eru af ýmsu tagi, allt frá háðsádeilum og reynslusögum til pistla, játninga og ferðasagna. Esseyjur af þessu tagi eru bókmenntaform sem er ætlað að höfða til hins almenna lesanda. Til þess að koma til móts við lesandann nýta höfundar sér gjarnan aðferðir sem sagnalistin hefur þróað, s.s. sviðsetningar og samtöl. Ekki er skáldað inn í til að brúa bil. Þrátt fyrir þessa sannleikskröfu má vinna á mjög frjóan og skapandi hátt með formið.

Við munum skoða sögu persónulegra esseyja og lesa valdar esseyjur, innlendar og erlendar, til að fá tilfinningu fyrir þessu bókmenntaformi og möguleikum þess. Einnig ræðum við álitamál sem iðulega koma upp þegar um ritun esseyja er að ræða, s.s. hvað megi segja um annað fólk.

Námskeiðið er kennt í smiðjuformi þar sem esseyjur nemenda verða „smiðjaðar“, þ.e. þær verða ræddar í tímum með það fyrir augum að ýta þeim sem lengst, bæði hvað inntak og framsetningu varðar. Undirstaða vel heppnaðrar smiðju er að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt í umræðum.

Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Ritlistarnemar sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu á námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Sagnagleði síungra (RIT823F)

Smiðjan er leikvöllur þar sem þátttakendur fá þjálfun í að skrifa fyrir marglaga lesendahóp. Farið verður í könnunarleiðangur um hugarheima barna- og ungmennabókmennta, kíkt á strauma og stefnur og litið á samspil texta og mynda, auk þess sem tæknileg útfærsluatriði verða skoðuð með hliðsjón af skrifum af þessu tagi. Hugvekjandi ritæfingar verða gerðar á leiðinni, rýnt í textabrot úr barna- og ungmennabókum og lesnar fræðigreinar. Vinnulag þekktra barna- og ungmennabókahöfunda verður einnig skoðað. Samhliða vinna þátttakendur að eigin sögu. Ætlast er til að nemendur haldi lestrardagbók, mæti vel undirbúnir í tíma, taki virkan þátt í umræðum og veiti uppbyggilega endurgjöf á texta annarra. Eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Ljóðtextar (dulrúnir & dada) (RIT806F)

Ljóðaleiðangur þar sem farið verður yfir sögu tveggja mjög ólíkra ljóðahefða; annars vegar dulræna og heimspekilega ljóðagerð og hins vegar tæknilega og leikræna. Gerðar verða metnaðarfullar æfingar á báðum sviðum og leitað eftir ljóðrænni rödd hvers og eins í gegnum samræðu, upplestur, ítrekaðar æfingar og endurgjöf. Smiðjan er allt í senn fræðileg, ófræðileg, tæknileg, tilraunakennd, formgerð, sálfræðileg, sjálfsævisöguleg, dulfræðileg, ódulfræðileg, pólitísk, ópólitísk, létt og leikandi og alvöru áskorun. Mikil áhersla er á endurskrif og úrvinnslu og sýnileika tilrauna. Krafist er góðrar mætingar og þátttöku í æfingum og samræðu.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Eins og í sögu (RIT702F)

Smiðja um ritun skáldaðra lausamálstexta, s.s. smásagna, örsagna, nóvella og stuttra prósa. Farið verður í ýmis tæknileg atriði er varða sagnalist og leitað svara við spurningum um eðli og möguleika stuttra texta. Þátttakendur gera uppkast að sögum sem lagðar verða fram fyrir hópinn og ræddar í þaula með það fyrir augum að bæta þær. Einnig skila þátttakendur stílæfingum, lesa birtar sögur af ýmsu tagi og halda lestrardagbók. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Smiðjan er ætluð fyrsta og annars árs nemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Meistaraverkefni í ritlist (RIT441L)

MA-verkefni er frumsamin ritsmíð af listrænum toga, unnin á námstímanum. Hún getur t.d. verið safn sagna eða annarra lausamálstexta, ljóðasafn, ritgerðasafn, leikrit, kvikmyndahandrit, þýðing eða skáldsaga. Verkinu skal fylgja greinargerð um vinnslu þess. Meistaraverkefninu má skipta upp, t.d. þannig að 10 einingar séu teknar á haustmisseri og 20 á vormisseri. Einnig má skrifa í fleiri en einu bókmenntaformi en þó er ekki æskilegt að hafa fleiri en tvö form undir í verkefninu.

X

Smiðja: Hamfarir og vistkreppa (RIT504F)

Í inngangi að bók sinni um endalokakvikmyndir, Visions of the Apocalypse, varpar Wheeler Winston Dixon fram þeirri spurningu hvort okkur „þyrsti í endalokin“, hvort einhvers konar hugfró búi í hugmyndum um algjöra útþurrkun, um yfirvofandi endi alls. Þá yrði loks fullkomnu jafnvægi komið á í hreyfingarleysi dauðans. Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun þar sem sérstök áhersla verður lögð á að greina áhrif hitafarsbreytinga á lífsskilyrði á jörðinni næstu aldir og m.a. annars horft til þeirra fimm heildrænu sviðsmynda sem Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gengur út frá (Brautir félags og hagrænnar þróunar – SSP). Þessi hluti námskeiðsins verður unninn í samvinnu við Halldór Björnsson loftslagsfræðing og Helenu Óladóttur umhverfisfræðing.
Verkefni námskeiðsins verður að skrifa upp ljóð og smásögur sem taka mið af þeim brautum félagslegrar og hagrænnar þróunar sem Milliríkjanefndin gengur út frá en þær skilgreina vistræn og félagsleg áhrif hitafars á jörðinni frá 1,5°C og fram yfir 5°C. Nemendur eiga að gera sér í hugarlund þann veruleika sem hver braut hefur í för með sér með hliðsjón af fræðilegum gögnum námskeiðsins og skila afurðinni í formi ljóða og smásagna sem unnar verða til útgáfu. Sótt verður um útgáfustyrki og mun Lesstofan halda utan um framleiðslu og ritstjórn á bókinni ef styrkir hljótast.
Meðal skáldverka og kvikmynda sem greind verða eru: skáldsögurnar: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Invasion of the Body Snatchers (1958), Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), Deep Impact (1998) The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011) og Don‘t Look Up (2021). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.
Námskeiðið verður sambland af fyrirlestrum og ritsmiðju. Í ritsmiðjunni nýta nemendur sér fyrirlagt lesefni til þess að semja smásögur og yrkja ljóð. Lagðar verða fram kveikjur og gerðar stuttar æfingar í tímum. Skáldverk nemenda verða rædd af hópnum með það fyrir augum að bæta þau, jafnt hugmyndalega sem fagurfræðilega. Námskeiðið grundvallast á virkri viðveru, þ.e. að nemendur mæti lesnir í tíma og séu tilbúnir til þess að taka þátt í sköpunarferlinu öllu.
Námskeiðið er boðið á tveimur númerum og takmarkast skráning við 15 nemendur ritlistarmegin. Ritlistarnemar sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu á námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: SviðsSetningar (RIT826F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sérstöðu leikritsformsins og sviðstextans innan ritlistarinnar, stefnur og strauma í leikritun bæði fyrr og nú. Í því sambandi verða rifjaðar upp helstu kenningar um byggingu leikverka (dramaturgia), allt frá formreglum Aristótelesar um dramatíska framvindu til upplausnar þeirra á tuttugustu öld.

Lögð verður áhersla á margvíslega frásagnartækni leikritsins, persónusköpun, uppbyggingu og samtöl. Hugað verður að formbreytingum sem orðið hafa í leikhúsi og sviðslistum, einkum eftir 1960 með tilkomu póstdramatíska leikhússins, gjörningsins og samsköpunarleikhússins.

Námskeiðið er fyrst og fremst ritsmiðja, í aðalhlutverki er sköpun sviðstexta með hliðsjón af sviðslistum nútímans. Nemendur skrifa nokkra sviðstexta sem ætlaðir eru til flutnings af sviðslistamönnum á leiksviði og/eða í óhefðbundnu leikrými. Allur sviðstexti nemenda verður leiklesinn og ræddur í tímum.

Ætlast er til að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt í öllu sköpunarferlinu. Einnig er ætlast til að nemendur sæki leiksýningar í tengslum við námið og lesi ákveðinn fjölda leikrita.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Ískalt og heitt úr prentvélinni (RIT012F)

Skrifað um samtímabókmenntir af norðurslóðum

Á undanförnum áratugum hefur mikið af hafísnum á norðurheimskautinu bráðnað af völdum loftslagsbreytinga – og leitt til nýs menningarlegs landslags á svæðinu. Í þessari sex vikna smiðju verður sjónum beint að samtímaverkum sem fjalla um menningu og náttúru á norðurslóðum. Skoðuð verða gjörólík verk á borð við glæpasögur, loftslagsbókmenntir og sannsögur með það fyrir augum að skrifa gagnrýni (ekki akademíska þó) um þau fyrir dagblöð, tímarit, blogg og aðra miðla. Í lokin verður lesið óprentað handrit að skáldsögu, skrifuð gagnrýni um hana og reyna að fá hana birta.

 

Hvers vegna gagnrýni?

Miklu fleiri lesa bókmenntagagnrýni í New York Times (10 milljónir áskrifenda) en nokkra bók. Bandarískir útgefendur fagna ef skáldsaga úr fagurbókmenntageiranum selst í tugþúsundum eintaka. Þýddar bækur, og frá minni mörkuðum, fengju sennilega aldrei mikinn lestur ef ekki væri fyrir bókmenntagagnrýni.

Þetta gerir bókmenntagagnrýni að þýðingarmiklum farvegi fyrir hugmyndir og fagurfræði og gerir gagnrýnendur að þýðingarmiklum hátölurum menningar. Hvað þarf til að geta skrifað frambærilega gagnrýni? Þrennt: Þekkingu á forminu, að tileinka sér að lesa glænýjar bækur og stíl til að miðla samhengi til lesenda.

Í þessari smiðju munum við rækta þetta þrennt. Með því að lesa nýlegar skáldsögur og gagnrýni um loftslagsbókmenntir munum við koma okkur upp viðmiðum og læra að orða innsýn okkar í það sem við lesum. Í krafti stílæfinga munum við einnig öðlast færni í að skrifa bókmenntagagnrýni.

 

Kennarinn

Gregory A. Harris hefur kennt ritlist við Harvard Kennedy School í Cambridge í 19 ár. Hann var einn stofnenda tímaritsins Pangyrus Literary Magazine og stofnandi og stjórnandi bókmenntahátíðarinnar Harvard LITfest. Esseyjur hans, bókmenntagagnrýni og sögur hafa birst eða eru væntanleg í Washington Post, Boston Globe, The Chronicle of Higher Education, Harvard Review, Earth Island Journal og víðar. Þá hefur hann einnig þýtt bókina Jazz, Perfume, and the Incident eftir indónesíska höfundinn Seno Gemira Ajidarma. Greg hefur MFA gráðu í ritlist og kemur hingað sem Fulbright styrkþegi.

 

Kennslan

Kennt verður í þriggja tíma lotum á fimmtudögum, einu sinni í viku í sex vikur, frá kl. 13:20. Fyrsti tími verður í áttundu viku. Kennt verður á ensku.

X

ART in TIME: Samtal ritlistar og myndlistar (Ekphrastic ljóðagerð) (RIT721M)

Kennari: Biswamit Dwibedy 

 1. -15. okt, 2023

Í námskeiðinu vinna nemendur með sjónræna ljóðlist (Ekphrastic Poetry) eða ljóðagerð sem er í samtali við myndlist. Við munum kynna okkur myndlist og gjörninga á Sequences XI en hátíðin í ár fer fram í Nýló, Kling & Bang, Norræna húsinu og Listasafni Íslands. Hvaða hugrænu áhrifum nær ljóðagerð fram þegar hún gengur í samband við önnur listform? Hvernig getur ritlist falið í sér gagnrýna hugsun? Getur samruni hins myndræna og hins bókmenntalega búið til nýja tegund hugsunar? Nemendur glíma við þessar spurningar og lesa höfunda eins og Anne Carson, Claudia Rankine, Leslie Scalapino og Cole Swensen. Námskeiðinu lýkur á samlestri nemenda. 

X

Smiðja: Bygging kvikmyndahandrita (RIT716F)

Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallarhugmyndir og hugtök sem varða dramatíska uppbyggingu kvikmyndahandrita, persónusköpun og samtöl. Einnig er stuðst við svokallaða fasatækni (sequense) og kvikmyndir skoðaðar og greindar út frá þeirri aðferðarfræði. Notast verður við fræðilegt ítarefni til stuðnings eftir því sem við á. Aðaláhersla er þó lögð á verk nemenda enda námskeiðið ritsmiðja þar sem byrjað er með hugmynd sem er svo þróuð og útfærð í lengri sögu og stærri strúktúr. Leitast verður við að skapa gagnrýnar og uppbyggilegar samræður um þau verk sem liggja til grundvallar hverju sinni. Að loknu námskeiði standa nemendur uppi með um 20 blaðsíðna sögulýsingu (treatment) fyrir kvikmynd í fullri lengd. Mikilvægt er að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma, taki virkan þátt í umræðum og veiti gagnlega endurgjöf á verkefni annarra. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.

 

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Persónulegar esseyjur (RIT503F)

Hugtakið esseyja er komið af franska orðinu „essayer“, sem þýðir reyna eða sannprófa. Það var Michel de Montaigne, einn af frumkvöðlunum í esseyjuritun, sem valdi henni þetta heiti til að leggja áherslu á þá tilraun til að tjá persónulegar hugsanir og reynslu sem í slíkum skrifum fólst. Esseyjan eins og hún hefur þróast er stutt óskálduð ritsmíð um ákveðið viðfangsefni.

Einn undirflokkur esseyjunnar er persónulega esseyjan. Hún greinir sig frá hefðbundinni esseyju að því leyti að þar stígur höfundurinn einarðlegar fram. Hann gengst við sjálfum sér og huglægni sinni þótt hann reyni að segja satt og rétt frá. Um leið nýtir hann sjálfan sig og rödd sína til þess að skoða viðfangsefnið og fjalla um það. Viðfangsefnið getur verið hann sjálfur eða hinn ytri heimur en frásagnartónninn er persónulegur, gjarnan spjallkenndur.

Persónulegar esseyjur eru af ýmsu tagi, allt frá háðsádeilum og reynslusögum til pistla, játninga og ferðasagna. Esseyjur af þessu tagi eru bókmenntaform sem er ætlað að höfða til hins almenna lesanda. Til þess að koma til móts við lesandann nýta höfundar sér gjarnan aðferðir sem sagnalistin hefur þróað, s.s. sviðsetningar og samtöl. Ekki er skáldað inn í til að brúa bil. Þrátt fyrir þessa sannleikskröfu má vinna á mjög frjóan og skapandi hátt með formið.

Við munum skoða sögu persónulegra esseyja og lesa valdar esseyjur, innlendar og erlendar, til að fá tilfinningu fyrir þessu bókmenntaformi og möguleikum þess. Einnig ræðum við álitamál sem iðulega koma upp þegar um ritun esseyja er að ræða, s.s. hvað megi segja um annað fólk.

Námskeiðið er kennt í smiðjuformi þar sem esseyjur nemenda verða „smiðjaðar“, þ.e. þær verða ræddar í tímum með það fyrir augum að ýta þeim sem lengst, bæði hvað inntak og framsetningu varðar. Undirstaða vel heppnaðrar smiðju er að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt í umræðum.

Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Ritlistarnemar sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu á námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Meistaraverkefni í ritlist (RIT441L)

MA-verkefni er frumsamin ritsmíð af listrænum toga, unnin á námstímanum. Hún getur t.d. verið safn sagna eða annarra lausamálstexta, ljóðasafn, ritgerðasafn, leikrit, kvikmyndahandrit, þýðing eða skáldsaga. Verkinu skal fylgja greinargerð um vinnslu þess. Meistaraverkefninu má skipta upp, t.d. þannig að 10 einingar séu teknar á haustmisseri og 20 á vormisseri. Einnig má skrifa í fleiri en einu bókmenntaformi en þó er ekki æskilegt að hafa fleiri en tvö form undir í verkefninu.

X

Smiðja: Sagnagleði síungra (RIT823F)

Smiðjan er leikvöllur þar sem þátttakendur fá þjálfun í að skrifa fyrir marglaga lesendahóp. Farið verður í könnunarleiðangur um hugarheima barna- og ungmennabókmennta, kíkt á strauma og stefnur og litið á samspil texta og mynda, auk þess sem tæknileg útfærsluatriði verða skoðuð með hliðsjón af skrifum af þessu tagi. Hugvekjandi ritæfingar verða gerðar á leiðinni, rýnt í textabrot úr barna- og ungmennabókum og lesnar fræðigreinar. Vinnulag þekktra barna- og ungmennabókahöfunda verður einnig skoðað. Samhliða vinna þátttakendur að eigin sögu. Ætlast er til að nemendur haldi lestrardagbók, mæti vel undirbúnir í tíma, taki virkan þátt í umræðum og veiti uppbyggilega endurgjöf á texta annarra. Eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Ljóðtextar (dulrúnir & dada) (RIT806F)

Ljóðaleiðangur þar sem farið verður yfir sögu tveggja mjög ólíkra ljóðahefða; annars vegar dulræna og heimspekilega ljóðagerð og hins vegar tæknilega og leikræna. Gerðar verða metnaðarfullar æfingar á báðum sviðum og leitað eftir ljóðrænni rödd hvers og eins í gegnum samræðu, upplestur, ítrekaðar æfingar og endurgjöf. Smiðjan er allt í senn fræðileg, ófræðileg, tæknileg, tilraunakennd, formgerð, sálfræðileg, sjálfsævisöguleg, dulfræðileg, ódulfræðileg, pólitísk, ópólitísk, létt og leikandi og alvöru áskorun. Mikil áhersla er á endurskrif og úrvinnslu og sýnileika tilrauna. Krafist er góðrar mætingar og þátttöku í æfingum og samræðu.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Eins og í sögu (RIT702F)

Smiðja um ritun skáldaðra lausamálstexta, s.s. smásagna, örsagna, nóvella og stuttra prósa. Farið verður í ýmis tæknileg atriði er varða sagnalist og leitað svara við spurningum um eðli og möguleika stuttra texta. Þátttakendur gera uppkast að sögum sem lagðar verða fram fyrir hópinn og ræddar í þaula með það fyrir augum að bæta þær. Einnig skila þátttakendur stílæfingum, lesa birtar sögur af ýmsu tagi og halda lestrardagbók. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Smiðjan er ætluð fyrsta og annars árs nemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Á þrykk (RIT805F)

Á þessu námskeiði munu nemar í hagnýtri ritstjórn og útgáfu vinna með ritlistarnemum að því að búa frumsamið efni til útgáfu. Farið verður í gegnum útgáfuferlið, jafnt fyrir prentuð rit sem rafbækur; ritstjórn, prófarkalestur, umbrot og annað sem tilheyrir. Miðað er við að afrakstur námskeiðsins verði rit sem er tilbúið til prentunar.

Námskeiðið er ætlað 2. árs nemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

 1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
 2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

 1. Greiningar á textum og myndum
 2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
 3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)

Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.

Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.

Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Verkefni:

 • Stutt myndband, 1-3 mínútur.
 • Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
 • Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
 • Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.

Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.

X

Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)

Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á  sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð. 

X

Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrif (BLF110F)

Grundvallarnámskeið í blaðamennsku. Markmið þess er að nemendur öðlist skilning á störfum blaðamanna og færni í fréttaöflun og skrifum og framsetningu frétta fyrir  mismunandi miðla. Helstu hugtök og aðferðir við fréttaskrif eru kynnt; hvað er frétt, á hverju byggja fjölmiðlar fréttamat, hvernig er frétta aflað og hvernig þær eru uppbyggðar o.s.frv. Nemendur verða þjálfaðir í að skrifa markvissa fréttatexta og greinar á góðri íslensku og að nota orðbækur og önnur slík hjálpartæki. Jafnfram verður lögð áhersla á að kenna nemendum að nota samfélagsmiðla, bæði til þess að afla upplýsinga og miðla fréttum.

Námsmatið byggir alfarið á verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur afla og skrifa fréttir sem birtar verða á fréttavef námsins og eftir atvikum í öðrum fjölmiðlum.  Helstu fjölmiðlar landsins verða heimsóttir og nemendum fara í stutta starfskynningu.


 

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Skapandi heimildamyndir (HMM220F)

Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.

Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.

Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.

Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.

Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.

Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.