Skip to main content

Ritlist

Ritlist

Hugvísindasvið

Ritlist

MA gráða – 120 einingar

Í ritlist gefst áhugafólki um ritsmíðar færi á að þroska hæfileika sína undir handleiðslu reyndra höfunda. Lögð er áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í listrænum texta af ýmsu tagi. Meðfram eru lesnar bókmenntir hvaðanæva úr heiminum.

Skipulag náms

X

Smiðja: InnRitun (RIT701F)

Þetta er inngangsnámskeið í ritlist sem ætlast er til að allir nýnemar sitji á fyrsta misseri námsins. Rætt verður um möguleika skáldskaparins almennt og sértækt, ritunarferlið og úrvinnslu. Fjallað verður um byggingu frásagna, málfar, prófarkalestur, umbrot, höfundarrétt og tjáningarfrelsi. Þá fá nemendur grunnþjálfun í ritstjórn og hópvinnu. Höfundar koma í heimsókn sem og fulltrúar frá hagsmuna- og þjónustustofnunum rithöfunda. Þátttakendur skila frumsömdum textum vikulega. Ætlast er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Námskeiðið er skyldunámskeið.

X

Smiðja: Skáldsagnalandið Ísland – vinnustofa Péturs Gunnarssonar (RIT502F)

Tveggja vikna smiðja Péturs Gunnarssonar þar sem nemendur vinna stutt verkefni útfrá þeim þemum og umræðuefnum sem eru á borðinu hverju sinni. Ýmislegt verður brotið til mergjar en kafað verður sérstaklega í skáldsöguna og upphöf ýmiskonar:

1. Sköpunarholskeflan sem reið yfir þjóðina á 12. og 13. öld og skilaði fjölda sagna, fræðirita og þýðinga.

2. En hvernig stóð á því að við misstum af skáldsagnalestinni sem lagði upp í Evrópu á sautjándu öld og var komin á fulla ferð á þeirri átjándu og tókst hreinlega á loft á þeirri nítjándu. En Ísland sat eftir ritstola!

3. „Af öllum verkfærum mannsins er skáldsagan án efa það furðulegasta“ (Jorge Luis Borges). Hvernig verður skáldsaga til? Í því ljósi verða skoðaðar tvær skáldsögur, ein fornsaga (Njála) og ein nútímaskáldsaga (Kristnihald undir jökli).

4. Sköpunarmáttur upphafsins. Hvernig allt byrjaði er ótrúlega snar þáttur frásagna og ljóða, en líka vísinda, samanber Miklahvell (The Big Bang). Fæðing einstaklings, upphaf ástarsambands. Hér hefur Ísland mögulega sérstöðu, Íslendingar eru hugsanlega eina fólkið á jörðinni sem hefur hlotnast að nema ónumið land, þ.e. hér voru engir fyrir. Flestar þjóðir eiga sér forsögu sem nær lengra aftur en augað eygir. Íslendingar aftur á móti voru svo að segja vitni að eigin fæðingu. Hvernig þetta hefur mögulega mótað okkur og sköpunarsögur okkar.

Pétur Gunnarsson er einn af okkar fremstu rithöfundum og þýðendum. Hér miðlar hann eftir langan og farsælan feril.

Eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Sitja verður alla tímana til að fá einingar fyrir smiðjuna.

Kennt á mán og mið. kl. 13:20 - 14:50 frá og með 7. nóv. til 16. nóv

X

Smiðja: Ritun kvikmyndahandrita (RIT719F)

Á námskeiðinu verður skrifað kvikmyndahandrit í fullri lengd. Lagt verður upp með sögulýsingu (treatment), sem þróuð er yfir önnina í fullskrifað handrit. Verkefni þátttakenda eru í öndvegi og mestum tíma verður varið í að skoða þau. Um leið verður fjallað um t.d. byggingu, myndræna frásögn, persónusköpun og samtöl í kvikmyndahandritum. Námskeiðið er þó fyrst og fremst hugsað sem gagnlegur stuðningur og endurgjöf við þátttakendur á meðan þeir vinna að sínum eigin verkefnum og ljúka við þau.

Mælst er til þess að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Námskeiðið er einungis ætlað meistaranemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Flétta og persónusköpun (RIT501F)

Tveggja vikna tvískipt námskeið, fyrrihlutinn snýst um fléttur (plot) í handritum en sá síðari hverfist um persónusköpun. Kennt verður á ensku og einkum í formi fyrirlestra sem studdir verða með myndbrotum. Lokaverkefni má skila á íslensku.

Í fyrri hlutanum er horft til fléttunnar. Sögur raðast gjarnan í fasa (sequense) og það getur verið gagnlegt að vinna með þá til að styrkja fléttuna. En hvað um óvenjulegar sögur eða sögur sem falla ekki vel í fasa? Hvernig stýrir formið fléttunni? Hvernig virkar fléttan mismunandi í annarsvegar sögum sem hafa aðalhetju og hinsvegar sögum þar sem ekki er aðalpersóna (multi-character)? Hver er munurinn á sjönrufléttu og dramafléttu? Það er gott að vera með fléttuna á hreinu en hvernig er hægt að nýta sér það til að laga einstaka senur eða fasa? Hvað þarf höfundurinn að vita um fléttuna áður en hann byrjar að skrifa senur?

 Síðari hluti námskeiðsins snýst um persónusköpun. Stundum er talað um að bygging og flétta séu fyrst og fremst tæknileg kunnátta í sagnagerð en tilfinningaleg miðja hverrar sögu liggi í persónusköpun. Hér verður skoðuð ný nálgun á persónur og hvernig þær hreyfast í gegnum sögur. Könnuð verða persónumynstur sem finna má í öllum sögum og hvernig persónur sem virðast gerólíkar í fyrstu byggja á sömu mynstrum. Eins verða persónur skoðaðar frá ýmsum hliðum og því velt upp hvort að karlkyns og kvenkyns persónur virki með ólíkum hætti. Samsama áhorfendur sig persónum eða aðstæðunum sem þær eru í? Eru persónur í sjónvarpsseríum ólíkar persónum í kvikmyndum?

Aðalkennari í smiðjunni verður Stephen Cleary.

Dagsetningar: 18. –  21. okt. // 25. – 28. okt.

X

Smiðja: Lengri sögur (RIT718F)

Í þessari smiðju verður lögð áhersla á ritun lengri sagna. Þá er átt við sögur sem eru lengri en smásögur, s.s. nóvellur, sagnasveiga og skáldsögur. Stefnt er að því að þátttakendur geri beinagrind að lengra verki en skrifi jafnframt út hluta þess. Rætt verður um ýmsar leiðir til þess að byggja upp lengri verk, um upphaf, miðju og niðurlag, um að búa til sagnaheim og sannfærandi persónur sem eitthvað brennur á, um tón og frásagnarhraða, og annað sem að sagnagerð lýtur. Í boði verður að skrifa alls konar sögur, s.s. raunsæjar sögur, sögulegar skáldsögur, furðusögur, háðsádeilur, ástarsögur, skvísusögur, erótískar sögur, sálfræðitrylla og hrollvekjur. Lesið verður efni sem tengist ritun lengri sagna sem og vel valin skáldverk.

Námskeiðið er ætlað meistaranemum í ritlist sem vilja sérhæfa sig í sagnagerð. Ætlast er til þess að nemendur sæki alla tíma og taki virkan þátt í umræðum.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Stefnumót menningar og stafrænna miðla (RIT820F)

Á þessu námskeiði verður stefnt saman menningu og miðlun í þeim tilgangi að kanna gagnvirk áhrif þessara þátta. Sjónum verður sérstaklega beint að því hvort finna megi nýjar leiðir til að laga menningarframleiðslu að snjallmiðlum og stafrænni tækni samtímans. Hvar búa tækifærin fyrir þá sem starfa við framleiðslu menningarefnis? Hvaða miðlar henta hvaða efni best? Hvernig má nýta stafræna umhverfið til að koma verkum sínum á framfæri?

Farið verður í saumana á alls kyns miðlum og miðlunarleiðum og nemendur hvattir til að reyna þanþol þeirra, bæði hvað varðar sköpun efnis og tæknina sjálfa. Til hliðsjónar verða höfð ýmis dæmi um stafræna miðlun efnis einstakra listamanna, menningarstofnana, blaðamanna og fleiri. 

Gert er ráð fyrir að nemendur semji ýmist nýtt efni eða nýti sér efni sem þau hafa þegar unnið, s.s. bókmenntatexta, fræðigreinar, ritgerðir, stuttmyndir, tónlist eða annað efni, og kanni ólíkar leiðir til þess að kynna það og/eða miðla því á helstu stafrænu miðlunum. Nemendur öðlast markvissa þjálfun í að undirbúa menningarefni fyrir ólíka miðla, sem lifandi myndir, tal eða texta, með það í huga að þess verði einkum „neytt“ með snjalltækni. Þá læra þeir að meta hvaða áhrif ólík miðlun hefur á innihald og skilaboð efnisins. 

Markmið áfangans:
Nemendur læra að koma sér og verkum sínum á framfæri með því að nota stafræna miðla. Nemendur öðlast yfirgripsmikla þekkingu í stafrænu miðlunarumhverfi samtímans og glöggva sig á kostum og göllum ólíkra miðlunarleiða.

Námskeiðið er því allt í senn: Fræðilegt þar sem rætt verður um kosti og galla þess að setja efni sem varðar menningu og fræði fram á stafrænan hátt; aðferðafræðilegt þar sem helstu aðferðir í þessu samhengi verða kynntar; hagnýtt þar sem farið verður yfir úrvinnslu og miðlun menningarefnis; og skapandi þar sem þátttakendur skapa efni fyrir miðlana og vinna með þá á skapandi hátt.

Bygging námskeiðs og kennsluhættir:
Í námskeiðinu verða stuttar málstofur, með áherslu á virka samræðu milli kennara og nemenda, fléttaðar saman við skapandi smiðjur þar sem nemendur fara saman yfir bæði einstaklings- og hópverkefni. Þá munu gestafyrirlesarar úr menningarlífi landsins deila reynslu sinni með hópnum.

Námskeiðið er samstarfsverkefni hagnýtrar menningarmiðlunar og ritlistar og er eingöngu ætlað meistaranemum í þessum greinum. Viðveru og virkrar þátttöku er krafist.

X

Smiðja: SviðsSetningar (RIT826F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sérstöðu leikritsformsins og sviðstextans innan ritlistarinnar, stefnur og strauma í leikritun bæði fyrr og nú. Í því sambandi verða rifjaðar upp helstu kenningar um byggingu leikverka (dramaturgia), allt frá formreglum Aristótelesar um dramatíska framvindu til upplausnar þeirra á tuttugustu öld.

Lögð verður áhersla á margvíslega frásagnartækni leikritsins, persónusköpun, uppbyggingu og samtöl. Hugað verður að formbreytingum sem orðið hafa í leikhúsi og sviðslistum, einkum eftir 1960 með tilkomu póstdramatíska leikhússins, gjörningsins og samsköpunarleikhússins.

Námskeiðið er fyrst og fremst ritsmiðja, í aðalhlutverki er sköpun sviðstexta með hliðsjón af sviðslistum nútímans. Nemendur skrifa nokkra sviðstexta sem ætlaðir eru til flutnings af sviðslistamönnum á leiksviði og/eða í óhefðbundnu leikrými. Allur sviðstexti nemenda verður leiklesinn og ræddur í tímum.

Ætlast er til að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt í öllu sköpunarferlinu. Einnig er ætlast til að nemendur sæki leiksýningar í tengslum við námið og lesi ákveðinn fjölda leikrita.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Sjálfsævisagan og skjalasafnið (RIT602F)

Tíu eininga smiðja þar sem farið verður í vettvangs- og óvissuferðir á vit gamalla einkaskjalasafna og grúskað í gleymskunni undir leiðsögn. Grafin verða upp skuggasjálf úr einkaskjalasöfnum annarra og þau boðin upp í samræðu. Síðan er snúið til baka inn í rit-tilraunasmiðjuna og þar blandað saman skuggum og nýjum sjónarhornum, upplýsingu og öllu hinu…

Sjálfsævisagan var lengi í skugga bókmenntaheimsins og þótt hún hafi orðið vinsælt form á síðustu árum, og sumir segi að hún sé aftur dottin úr tísku, má segja að umbylting frásagnarmáta samtímans sé rétt að byrja og sjálfsævisagan spili stórt hlutverk í því umbreytingaferli.

Í smiðjunni er ritlistarnemendum fylgt eftir í ferli sjálfsævisögulegra skrifa, frá hugmyndavinnu til fullbúins ritverks og hugsanlegs hlaðvarps. Könnuð eru einkaskjalasöfn og leitast við að finna þar persónulegan tón og tjáningarmáta sem getur kallast á við eigin tóna. Í óvissuferð um myrkar kompur og víðerni annars konar frásagnarmáta er leitað að tjáningu sem hefur óvænta merkingu fyrir okkur og getur lýst upp okkar eigin sögu, tengsl okkar við aðra og umheiminn í okkur sjálfum.

Í bókmenntum samtímans er enn þörf fyrir tilraunir sprottnar úr reynslu- og hugarheimi hvers og eins. Sjálfsævisaga eða sannsaga er sjónarhorn á heiminn og saga frá því sjónarhorni þarf alls ekki að vera sjálfhverf eða sjálfmiðuð, síður en svo. Sjálfsævisöguleg skrif byggja oft á leit að dýpri skilningi á sjálfinu og á nýrri tengingu við aðra og umheiminn. Varpað verður ljósi á tengsl sjálfsævisögunnar við samræðuna sem myndast í trausti, nánd og leikgleði.  Einnig verður varpað ljósi á hina róttæku sjálfsævisögulegu afstöðu til bókmenntalegrar tjáningar: Hvernig sjálfsævisöguleg eða sannsöguleg skrif eru oft ögrun við bókmenntastofnanir og tengjast jafnvel náið tilraunum með frásagnarhátt og áhættusama sjálfsskoðun sem umbyltir tengslum við umheiminn.

Ritsmíðar nemenda verða lagðar fram og ræddar af hópnum.  Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. 

Smiðjan er eingöngu ætluð meistaranemum í ritlist. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

Oddný Eir Ævarsdóttir er rithöfundur og hefur getið sér orð fyrir bækur eins og þær sem hér verða til umfjöllunar.

X

Smiðja: Tilraun um innblástur: Blandað á staðnum (RIT010F)

Í þessari smiðju, sem fer að jafnaði fram utan Reykjavíkur síðla vors, verður gerð tilraun um innblástur. Er eitthvað til í því að staðir veiti höfundum innblástur? Ef svo er verður honum blandað saman við ritsmíðar sem verða til á staðnum. Í leiðinni verða gerðar tilraunir með myndmál og skoðað hvort hugmyndir þroskist hraðar í nánu samneyti og samtali. Ætlað meistaranemum í ritlist.

X

Smiðja: Staðir og ljóð (RIT828F)

Hefur sérstakur staður einhvern tíma seitt þig til sín svo að þig hefur langað til að fara þangað eða vitja hans aftur, og sterkar tilfinningar sem þú gast ekki almennilega komið orðum að jafnvel verið í spilinu? Hvar við búum og hvert við ferðumst er gjöful uppspretta innblásturs fyrir staðaljóð.
Í þessari smiðju munum við skoða hvaða máli staður skiptir – í höfði manns eða á korti, hvort sem hann er langt í burtu eða næsti garðbekkur – þegar kemur að því að yrkja ljóð. Við lesum ljóð til að fá innblástur, notum kveikjur og yrkjum og deilum ljóðum okkar í uppbyggilegu og afslöppuðu umhverfi.

Helen Mitsios er verðlaunaskáld, rithöfundur og ritstjóri. Hún hefur ritstýrt fjórum safnritum, þar af tveimur með ljóðum og smásögum frá Íslandi, Beneath the Ice og Out of the Blue. Safnrit með japönskum skáldverkum sem hún tók saman var m.a. á lista ritstjóra New York Times yfir áhugaverðar bækur. Hún hefur sent frá sér ljóðabækurnar The Grand Tour og If Black Had a Shadow og er meðhöfundur að sannsögunni Waltzing with the Enemy: A Mother and Daughter Confront the Aftermath of the Holocaust.

Helen er sem stendur ljóðaritstjóri hjá tímaritinu Wonderlust. Hún er dósent við Touro háskóla á Manhattan, auk þess sem hún kennir við New York Writers Workshop. Hún kennir auk þess ritsmiðjur á stöðum á borð við The University of the South og The New York Public Library. Helen er með MFA-gráðu í ritlist frá Columbiaháskóla.
Námskeiðið verður kennt á ensku í síðustu kennsluviku á vormisseri 2023. Sitja þarf alla tíma til að fá einingar fyrir smiðjuna.

X

Smiðja: Ljóðvegir (RIT825F)

Smiðja um ljóðtexta og stundum illflokkanlega texta. Dvalið verður í jöðrum og á mærum og reynt á þanþol texta. Hvað er ljóðtexti? Hvenær breytist hann í eitthvað annað? Lögð er áhersla á skapandi lestur og verkefni þeim tengdum. Annars vegar verða lesnir valdir ljóðtextar, frumsamdir og þýddir. Hins vegar verður áhersla lögð á ritun ljóðtexta út frá ákveðnum forsendum. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Ort og gjört (RIT808F)

Í smiðjunni verða kynntar aðferðir til þess að semja handrit að gjörningi. Sagt verður frá nokkrum helstu skilgreiningum á gjörningum og síðan unnið með æfingar sem miða að því að virkja ímyndunaraflið og samstilla huga og líkama. Grunnurinn að námskeiðinu byggist á hugmyndum Antonins Artauds um leikhús grimmdarinnar og aðferðum Jerzys Grotowskis um textavinnu. Kennslan fer fram í nokkrum lotum í febrúar og mars. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa lokið drögum að handriti að 10 mínútna löngum gjörningi. Smiðjan er eingöngu ætluð meistaranemum í ritlist. Virkni og viðveru er krafist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: MyndMál (RIT804F)

Á þessu námskeiði er efnt til samstarfs milli myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands og ritlistarnema við Háskóla Íslands. Nemendur vinna að gerð texta og mynda af hvaða tagi og toga sem er og snertifletir mynd- og ritmáls kannaðir. Í hverjum tíma verður boðið upp á æfingar sem hreyfa við hugsun og geta nýst sem kveikjur að skrifum og gerð verka, en þar getur verið um að ræða skáldsögu, smá- eða örsögu, textamyndir, gjörning, kvikmyndahandrit, æviminningar, ljóð. Nemendur þurfa að vera tilbúnir að deila verkum sínum með hinum, vinna samvinnuverkefni á milli listgreina og vera virkir í þeim umræðum sem skapast. Námskeiðið er kennt í myndlistardeild LHÍ. Mælst er til að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Einungis ætlað meistaranemum í ritlist við HÍ og myndlistar- og hönnunarnemum við LHÍ. Tekið verður við tíu nemendum frá hvorum skóla; fyrstir skrá, fyrstir fá.

Fjöldi nemenda takmarkast við 10. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Á þrykk (RIT805F)

Á þessu námskeiði munu nemar í hagnýtri ritstjórn og útgáfu vinna með ritlistarnemum að því að búa frumsamið efni til útgáfu. Farið verður í gegnum útgáfuferlið, jafnt fyrir prentuð rit sem rafbækur; ritstjórn, prófarkalestur, umbrot og annað sem tilheyrir. Miðað er við að afrakstur námskeiðsins verði rit sem er tilbúið til prentunar.

Námskeiðið er ætlað 2. árs nemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Meistaraverkefni í ritlist (RIT441L)

MA-verkefni er frumsamin ritsmíð af listrænum toga, unnin á námstímanum. Hún getur t.d. verið safn sagna eða annarra lausamálstexta, ljóðasafn, ritgerðasafn, leikrit, kvikmyndahandrit, þýðing eða skáldsaga. Verkinu skal fylgja greinargerð um vinnslu þess. Meistaraverkefninu má skipta upp, t.d. þannig að 10 einingar séu teknar á haustmisseri og 20 á vormisseri. Einnig má skrifa í fleiri en einu bókmenntaformi en þó er ekki æskilegt að hafa fleiri en tvö form undir í verkefninu.

X

Smiðja: Skáldsagnalandið Ísland – vinnustofa Péturs Gunnarssonar (RIT502F)

Tveggja vikna smiðja Péturs Gunnarssonar þar sem nemendur vinna stutt verkefni útfrá þeim þemum og umræðuefnum sem eru á borðinu hverju sinni. Ýmislegt verður brotið til mergjar en kafað verður sérstaklega í skáldsöguna og upphöf ýmiskonar:

1. Sköpunarholskeflan sem reið yfir þjóðina á 12. og 13. öld og skilaði fjölda sagna, fræðirita og þýðinga.

2. En hvernig stóð á því að við misstum af skáldsagnalestinni sem lagði upp í Evrópu á sautjándu öld og var komin á fulla ferð á þeirri átjándu og tókst hreinlega á loft á þeirri nítjándu. En Ísland sat eftir ritstola!

3. „Af öllum verkfærum mannsins er skáldsagan án efa það furðulegasta“ (Jorge Luis Borges). Hvernig verður skáldsaga til? Í því ljósi verða skoðaðar tvær skáldsögur, ein fornsaga (Njála) og ein nútímaskáldsaga (Kristnihald undir jökli).

4. Sköpunarmáttur upphafsins. Hvernig allt byrjaði er ótrúlega snar þáttur frásagna og ljóða, en líka vísinda, samanber Miklahvell (The Big Bang). Fæðing einstaklings, upphaf ástarsambands. Hér hefur Ísland mögulega sérstöðu, Íslendingar eru hugsanlega eina fólkið á jörðinni sem hefur hlotnast að nema ónumið land, þ.e. hér voru engir fyrir. Flestar þjóðir eiga sér forsögu sem nær lengra aftur en augað eygir. Íslendingar aftur á móti voru svo að segja vitni að eigin fæðingu. Hvernig þetta hefur mögulega mótað okkur og sköpunarsögur okkar.

Pétur Gunnarsson er einn af okkar fremstu rithöfundum og þýðendum. Hér miðlar hann eftir langan og farsælan feril.

Eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Sitja verður alla tímana til að fá einingar fyrir smiðjuna.

Kennt á mán og mið. kl. 13:20 - 14:50 frá og með 7. nóv. til 16. nóv

X

Smiðja: Ritun kvikmyndahandrita (RIT719F)

Á námskeiðinu verður skrifað kvikmyndahandrit í fullri lengd. Lagt verður upp með sögulýsingu (treatment), sem þróuð er yfir önnina í fullskrifað handrit. Verkefni þátttakenda eru í öndvegi og mestum tíma verður varið í að skoða þau. Um leið verður fjallað um t.d. byggingu, myndræna frásögn, persónusköpun og samtöl í kvikmyndahandritum. Námskeiðið er þó fyrst og fremst hugsað sem gagnlegur stuðningur og endurgjöf við þátttakendur á meðan þeir vinna að sínum eigin verkefnum og ljúka við þau.

Mælst er til þess að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Námskeiðið er einungis ætlað meistaranemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Flétta og persónusköpun (RIT501F)

Tveggja vikna tvískipt námskeið, fyrrihlutinn snýst um fléttur (plot) í handritum en sá síðari hverfist um persónusköpun. Kennt verður á ensku og einkum í formi fyrirlestra sem studdir verða með myndbrotum. Lokaverkefni má skila á íslensku.

Í fyrri hlutanum er horft til fléttunnar. Sögur raðast gjarnan í fasa (sequense) og það getur verið gagnlegt að vinna með þá til að styrkja fléttuna. En hvað um óvenjulegar sögur eða sögur sem falla ekki vel í fasa? Hvernig stýrir formið fléttunni? Hvernig virkar fléttan mismunandi í annarsvegar sögum sem hafa aðalhetju og hinsvegar sögum þar sem ekki er aðalpersóna (multi-character)? Hver er munurinn á sjönrufléttu og dramafléttu? Það er gott að vera með fléttuna á hreinu en hvernig er hægt að nýta sér það til að laga einstaka senur eða fasa? Hvað þarf höfundurinn að vita um fléttuna áður en hann byrjar að skrifa senur?

 Síðari hluti námskeiðsins snýst um persónusköpun. Stundum er talað um að bygging og flétta séu fyrst og fremst tæknileg kunnátta í sagnagerð en tilfinningaleg miðja hverrar sögu liggi í persónusköpun. Hér verður skoðuð ný nálgun á persónur og hvernig þær hreyfast í gegnum sögur. Könnuð verða persónumynstur sem finna má í öllum sögum og hvernig persónur sem virðast gerólíkar í fyrstu byggja á sömu mynstrum. Eins verða persónur skoðaðar frá ýmsum hliðum og því velt upp hvort að karlkyns og kvenkyns persónur virki með ólíkum hætti. Samsama áhorfendur sig persónum eða aðstæðunum sem þær eru í? Eru persónur í sjónvarpsseríum ólíkar persónum í kvikmyndum?

Aðalkennari í smiðjunni verður Stephen Cleary.

Dagsetningar: 18. –  21. okt. // 25. – 28. okt.

X

Smiðja: Lengri sögur (RIT718F)

Í þessari smiðju verður lögð áhersla á ritun lengri sagna. Þá er átt við sögur sem eru lengri en smásögur, s.s. nóvellur, sagnasveiga og skáldsögur. Stefnt er að því að þátttakendur geri beinagrind að lengra verki en skrifi jafnframt út hluta þess. Rætt verður um ýmsar leiðir til þess að byggja upp lengri verk, um upphaf, miðju og niðurlag, um að búa til sagnaheim og sannfærandi persónur sem eitthvað brennur á, um tón og frásagnarhraða, og annað sem að sagnagerð lýtur. Í boði verður að skrifa alls konar sögur, s.s. raunsæjar sögur, sögulegar skáldsögur, furðusögur, háðsádeilur, ástarsögur, skvísusögur, erótískar sögur, sálfræðitrylla og hrollvekjur. Lesið verður efni sem tengist ritun lengri sagna sem og vel valin skáldverk.

Námskeiðið er ætlað meistaranemum í ritlist sem vilja sérhæfa sig í sagnagerð. Ætlast er til þess að nemendur sæki alla tíma og taki virkan þátt í umræðum.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Meistaraverkefni í ritlist (RIT441L)

MA-verkefni er frumsamin ritsmíð af listrænum toga, unnin á námstímanum. Hún getur t.d. verið safn sagna eða annarra lausamálstexta, ljóðasafn, ritgerðasafn, leikrit, kvikmyndahandrit, þýðing eða skáldsaga. Verkinu skal fylgja greinargerð um vinnslu þess. Meistaraverkefninu má skipta upp, t.d. þannig að 10 einingar séu teknar á haustmisseri og 20 á vormisseri. Einnig má skrifa í fleiri en einu bókmenntaformi en þó er ekki æskilegt að hafa fleiri en tvö form undir í verkefninu.

X

Smiðja: Stefnumót menningar og stafrænna miðla (RIT820F)

Á þessu námskeiði verður stefnt saman menningu og miðlun í þeim tilgangi að kanna gagnvirk áhrif þessara þátta. Sjónum verður sérstaklega beint að því hvort finna megi nýjar leiðir til að laga menningarframleiðslu að snjallmiðlum og stafrænni tækni samtímans. Hvar búa tækifærin fyrir þá sem starfa við framleiðslu menningarefnis? Hvaða miðlar henta hvaða efni best? Hvernig má nýta stafræna umhverfið til að koma verkum sínum á framfæri?

Farið verður í saumana á alls kyns miðlum og miðlunarleiðum og nemendur hvattir til að reyna þanþol þeirra, bæði hvað varðar sköpun efnis og tæknina sjálfa. Til hliðsjónar verða höfð ýmis dæmi um stafræna miðlun efnis einstakra listamanna, menningarstofnana, blaðamanna og fleiri. 

Gert er ráð fyrir að nemendur semji ýmist nýtt efni eða nýti sér efni sem þau hafa þegar unnið, s.s. bókmenntatexta, fræðigreinar, ritgerðir, stuttmyndir, tónlist eða annað efni, og kanni ólíkar leiðir til þess að kynna það og/eða miðla því á helstu stafrænu miðlunum. Nemendur öðlast markvissa þjálfun í að undirbúa menningarefni fyrir ólíka miðla, sem lifandi myndir, tal eða texta, með það í huga að þess verði einkum „neytt“ með snjalltækni. Þá læra þeir að meta hvaða áhrif ólík miðlun hefur á innihald og skilaboð efnisins. 

Markmið áfangans:
Nemendur læra að koma sér og verkum sínum á framfæri með því að nota stafræna miðla. Nemendur öðlast yfirgripsmikla þekkingu í stafrænu miðlunarumhverfi samtímans og glöggva sig á kostum og göllum ólíkra miðlunarleiða.

Námskeiðið er því allt í senn: Fræðilegt þar sem rætt verður um kosti og galla þess að setja efni sem varðar menningu og fræði fram á stafrænan hátt; aðferðafræðilegt þar sem helstu aðferðir í þessu samhengi verða kynntar; hagnýtt þar sem farið verður yfir úrvinnslu og miðlun menningarefnis; og skapandi þar sem þátttakendur skapa efni fyrir miðlana og vinna með þá á skapandi hátt.

Bygging námskeiðs og kennsluhættir:
Í námskeiðinu verða stuttar málstofur, með áherslu á virka samræðu milli kennara og nemenda, fléttaðar saman við skapandi smiðjur þar sem nemendur fara saman yfir bæði einstaklings- og hópverkefni. Þá munu gestafyrirlesarar úr menningarlífi landsins deila reynslu sinni með hópnum.

Námskeiðið er samstarfsverkefni hagnýtrar menningarmiðlunar og ritlistar og er eingöngu ætlað meistaranemum í þessum greinum. Viðveru og virkrar þátttöku er krafist.

X

Smiðja: SviðsSetningar (RIT826F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sérstöðu leikritsformsins og sviðstextans innan ritlistarinnar, stefnur og strauma í leikritun bæði fyrr og nú. Í því sambandi verða rifjaðar upp helstu kenningar um byggingu leikverka (dramaturgia), allt frá formreglum Aristótelesar um dramatíska framvindu til upplausnar þeirra á tuttugustu öld.

Lögð verður áhersla á margvíslega frásagnartækni leikritsins, persónusköpun, uppbyggingu og samtöl. Hugað verður að formbreytingum sem orðið hafa í leikhúsi og sviðslistum, einkum eftir 1960 með tilkomu póstdramatíska leikhússins, gjörningsins og samsköpunarleikhússins.

Námskeiðið er fyrst og fremst ritsmiðja, í aðalhlutverki er sköpun sviðstexta með hliðsjón af sviðslistum nútímans. Nemendur skrifa nokkra sviðstexta sem ætlaðir eru til flutnings af sviðslistamönnum á leiksviði og/eða í óhefðbundnu leikrými. Allur sviðstexti nemenda verður leiklesinn og ræddur í tímum.

Ætlast er til að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt í öllu sköpunarferlinu. Einnig er ætlast til að nemendur sæki leiksýningar í tengslum við námið og lesi ákveðinn fjölda leikrita.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Sjálfsævisagan og skjalasafnið (RIT602F)

Tíu eininga smiðja þar sem farið verður í vettvangs- og óvissuferðir á vit gamalla einkaskjalasafna og grúskað í gleymskunni undir leiðsögn. Grafin verða upp skuggasjálf úr einkaskjalasöfnum annarra og þau boðin upp í samræðu. Síðan er snúið til baka inn í rit-tilraunasmiðjuna og þar blandað saman skuggum og nýjum sjónarhornum, upplýsingu og öllu hinu…

Sjálfsævisagan var lengi í skugga bókmenntaheimsins og þótt hún hafi orðið vinsælt form á síðustu árum, og sumir segi að hún sé aftur dottin úr tísku, má segja að umbylting frásagnarmáta samtímans sé rétt að byrja og sjálfsævisagan spili stórt hlutverk í því umbreytingaferli.

Í smiðjunni er ritlistarnemendum fylgt eftir í ferli sjálfsævisögulegra skrifa, frá hugmyndavinnu til fullbúins ritverks og hugsanlegs hlaðvarps. Könnuð eru einkaskjalasöfn og leitast við að finna þar persónulegan tón og tjáningarmáta sem getur kallast á við eigin tóna. Í óvissuferð um myrkar kompur og víðerni annars konar frásagnarmáta er leitað að tjáningu sem hefur óvænta merkingu fyrir okkur og getur lýst upp okkar eigin sögu, tengsl okkar við aðra og umheiminn í okkur sjálfum.

Í bókmenntum samtímans er enn þörf fyrir tilraunir sprottnar úr reynslu- og hugarheimi hvers og eins. Sjálfsævisaga eða sannsaga er sjónarhorn á heiminn og saga frá því sjónarhorni þarf alls ekki að vera sjálfhverf eða sjálfmiðuð, síður en svo. Sjálfsævisöguleg skrif byggja oft á leit að dýpri skilningi á sjálfinu og á nýrri tengingu við aðra og umheiminn. Varpað verður ljósi á tengsl sjálfsævisögunnar við samræðuna sem myndast í trausti, nánd og leikgleði.  Einnig verður varpað ljósi á hina róttæku sjálfsævisögulegu afstöðu til bókmenntalegrar tjáningar: Hvernig sjálfsævisöguleg eða sannsöguleg skrif eru oft ögrun við bókmenntastofnanir og tengjast jafnvel náið tilraunum með frásagnarhátt og áhættusama sjálfsskoðun sem umbyltir tengslum við umheiminn.

Ritsmíðar nemenda verða lagðar fram og ræddar af hópnum.  Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. 

Smiðjan er eingöngu ætluð meistaranemum í ritlist. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

Oddný Eir Ævarsdóttir er rithöfundur og hefur getið sér orð fyrir bækur eins og þær sem hér verða til umfjöllunar.

X

Smiðja: Tilraun um innblástur: Blandað á staðnum (RIT010F)

Í þessari smiðju, sem fer að jafnaði fram utan Reykjavíkur síðla vors, verður gerð tilraun um innblástur. Er eitthvað til í því að staðir veiti höfundum innblástur? Ef svo er verður honum blandað saman við ritsmíðar sem verða til á staðnum. Í leiðinni verða gerðar tilraunir með myndmál og skoðað hvort hugmyndir þroskist hraðar í nánu samneyti og samtali. Ætlað meistaranemum í ritlist.

X

Smiðja: Staðir og ljóð (RIT828F)

Hefur sérstakur staður einhvern tíma seitt þig til sín svo að þig hefur langað til að fara þangað eða vitja hans aftur, og sterkar tilfinningar sem þú gast ekki almennilega komið orðum að jafnvel verið í spilinu? Hvar við búum og hvert við ferðumst er gjöful uppspretta innblásturs fyrir staðaljóð.
Í þessari smiðju munum við skoða hvaða máli staður skiptir – í höfði manns eða á korti, hvort sem hann er langt í burtu eða næsti garðbekkur – þegar kemur að því að yrkja ljóð. Við lesum ljóð til að fá innblástur, notum kveikjur og yrkjum og deilum ljóðum okkar í uppbyggilegu og afslöppuðu umhverfi.

Helen Mitsios er verðlaunaskáld, rithöfundur og ritstjóri. Hún hefur ritstýrt fjórum safnritum, þar af tveimur með ljóðum og smásögum frá Íslandi, Beneath the Ice og Out of the Blue. Safnrit með japönskum skáldverkum sem hún tók saman var m.a. á lista ritstjóra New York Times yfir áhugaverðar bækur. Hún hefur sent frá sér ljóðabækurnar The Grand Tour og If Black Had a Shadow og er meðhöfundur að sannsögunni Waltzing with the Enemy: A Mother and Daughter Confront the Aftermath of the Holocaust.

Helen er sem stendur ljóðaritstjóri hjá tímaritinu Wonderlust. Hún er dósent við Touro háskóla á Manhattan, auk þess sem hún kennir við New York Writers Workshop. Hún kennir auk þess ritsmiðjur á stöðum á borð við The University of the South og The New York Public Library. Helen er með MFA-gráðu í ritlist frá Columbiaháskóla.
Námskeiðið verður kennt á ensku í síðustu kennsluviku á vormisseri 2023. Sitja þarf alla tíma til að fá einingar fyrir smiðjuna.

X

Smiðja: Ljóðvegir (RIT825F)

Smiðja um ljóðtexta og stundum illflokkanlega texta. Dvalið verður í jöðrum og á mærum og reynt á þanþol texta. Hvað er ljóðtexti? Hvenær breytist hann í eitthvað annað? Lögð er áhersla á skapandi lestur og verkefni þeim tengdum. Annars vegar verða lesnir valdir ljóðtextar, frumsamdir og þýddir. Hins vegar verður áhersla lögð á ritun ljóðtexta út frá ákveðnum forsendum. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Ort og gjört (RIT808F)

Í smiðjunni verða kynntar aðferðir til þess að semja handrit að gjörningi. Sagt verður frá nokkrum helstu skilgreiningum á gjörningum og síðan unnið með æfingar sem miða að því að virkja ímyndunaraflið og samstilla huga og líkama. Grunnurinn að námskeiðinu byggist á hugmyndum Antonins Artauds um leikhús grimmdarinnar og aðferðum Jerzys Grotowskis um textavinnu. Kennslan fer fram í nokkrum lotum í febrúar og mars. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa lokið drögum að handriti að 10 mínútna löngum gjörningi. Smiðjan er eingöngu ætluð meistaranemum í ritlist. Virkni og viðveru er krafist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: MyndMál (RIT804F)

Á þessu námskeiði er efnt til samstarfs milli myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands og ritlistarnema við Háskóla Íslands. Nemendur vinna að gerð texta og mynda af hvaða tagi og toga sem er og snertifletir mynd- og ritmáls kannaðir. Í hverjum tíma verður boðið upp á æfingar sem hreyfa við hugsun og geta nýst sem kveikjur að skrifum og gerð verka, en þar getur verið um að ræða skáldsögu, smá- eða örsögu, textamyndir, gjörning, kvikmyndahandrit, æviminningar, ljóð. Nemendur þurfa að vera tilbúnir að deila verkum sínum með hinum, vinna samvinnuverkefni á milli listgreina og vera virkir í þeim umræðum sem skapast. Námskeiðið er kennt í myndlistardeild LHÍ. Mælst er til að nemendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Einungis ætlað meistaranemum í ritlist við HÍ og myndlistar- og hönnunarnemum við LHÍ. Tekið verður við tíu nemendum frá hvorum skóla; fyrstir skrá, fyrstir fá.

Fjöldi nemenda takmarkast við 10. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Á þrykk (RIT805F)

Á þessu námskeiði munu nemar í hagnýtri ritstjórn og útgáfu vinna með ritlistarnemum að því að búa frumsamið efni til útgáfu. Farið verður í gegnum útgáfuferlið, jafnt fyrir prentuð rit sem rafbækur; ritstjórn, prófarkalestur, umbrot og annað sem tilheyrir. Miðað er við að afrakstur námskeiðsins verði rit sem er tilbúið til prentunar.

Námskeiðið er ætlað 2. árs nemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 20. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Skáldsagnaþýðingar (ÞÝÐ704F)

Námskeiðið snýst um þýðingar á skáldsögum og verða þær skoðaðar frá sögulegum sjónarhóli sem og fræðilegum. Lesnar verða greinar rithöfunda og þýðenda og skoðuð dæmi um mismunandi þýðingar; reynt verður að greina hvort þýðendur fylgi tilteknum aðferðum eða hvort afstaða þeirra almennt er breytileg á hverjum tíma. Nemendur skoða einn tiltekinn þýðanda að eigin vali og fjalla um verk hans í fyrirlestri. Auk þess verður farið yfir ýmis atriði í frásagnartækni og fjallað um þau í ritgerð. Loks þýða nemendur stuttan kafla úr áður óþýddri skáldsögu.

X

Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)

Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á  sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð. 

X

Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrif (BLF110F)

Grundvallarnámskeið í blaðamennsku. Markmið þess er að nemendur öðlist skilning á störfum blaðamanna og færni í fréttaöflun og skrifum og framsetningu frétta fyrir  mismunandi miðla. Helstu hugtök og aðferðir við fréttaskrif eru kynnt; hvað er frétt, á hverju byggja fjölmiðlar fréttamat, hvernig er frétta aflað og hvernig þær eru uppbyggðar o.s.frv. Nemendur verða þjálfaðir í að skrifa markvissa fréttatexta og greinar á góðri íslensku og að nota orðbækur og önnur slík hjálpartæki. Jafnfram verður lögð áhersla á að kenna nemendum að nota samfélagsmiðla, bæði til þess að afla upplýsinga og miðla fréttum.

Námsmatið byggir alfarið á verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur afla og skrifa fréttir sem birtar verða á fréttavef námsins og eftir atvikum í öðrum fjölmiðlum.  Helstu fjölmiðlar landsins verða heimsóttir og nemendum fara í stutta starfskynningu.


 

X

Miðlunarleiðir (HMM101F)

Kynntar eru aðferðir við miðlun menningarefnis í hugvísindum og veitt yfirlit um mismunandi miðlunarleiðir. Fjallað er um mismunandi framsetningu menningarefnis og ólíkt inntak efnis eftir miðlunarleiðum og markhópum. Hugað er að því með völdum dæmum, sögulegum og samtímalegum, hvernig unnt er að vinna með kyrrmyndir, lifandi myndir, hljóð, texta, sviðsetningar, vettvangsferðir og munnlega frásögn til að koma menningarefni á framfæri. Fjallað er um samspil ólíkra miðla og mögulega samtvinnun efnis í margmiðlun. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi: A) Heimsókn á safn; nemendur skila greinargerð. B) orðræðugreining á stuttum texta að eigin vali. C) grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð. D) erindi á ráðstefnu um þematengt efni. E) Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem sýnd er í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

 

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Þýðingafræði (ÞÝÐ027F)

Inngangsnámskeið í fræðunum þar sem farið verður yfir helstu kenningar tuttugustu aldar á þessu sviði. Nemendur lesa lykiltexta úr fræðunum (sem sumir eru nú til í íslenskri þýðingu), flytja erindi um einn höfundinn og verk hans, þýða einn slíkan fræðitexta og einn bókmenntatexta að eigin vali.

X

Skapandi heimildamyndir (HMM220F)

Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.

Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.

Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.

Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.

Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.

Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Þýðingasaga (ÞÝÐ030F)

Fjallað um sögu þýðinga, einkum á Vesturlöndum og svo á Íslandi. Farið verður yfir helstu hátinda þýðingasögunnar frá fornöld til nútíma. Litið verður á valda texta sem markað hafa þáttaskil í þýðingasögu eins og reyndar bókmennta- og mannkynssögunni (Cicero, Hóras, Hierónymus, Erasmus, Lúther, Oddur, Dolet o.fl.). Einkum verður litið til röksemda og verka þýðenda á sömu sviðum til samanburðar, t.d. biblíuþýðenda, ljóðaþýðenda o.s.frv. Nemendur taka fyrir einn fræðimann eða stefnu og halda erindi auk þess sem þýddur verður texti á því sviði. Einnig þýða nemendur bókmenntatexta frá því fyrir 1900. Námskeiðinu lýkur síðan með málstofu í þýðingarýni þar sem nemendur rýna í eina þýðingu að eigin vali.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli og þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.