Skip to main content

Almenn bókmenntafræði

Almenn bókmenntafræði

Hugvísindasvið

Almenn bókmenntafræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í almennri bókmenntafræði er leitast við að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi, doktorsnám eða önnur störf.

Skipulag náms

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Málstofa: Minni, sjálf og frásögn (ABF060F)

Námskeiðið mun fjalla um þátt minnisins í menningu og fræðum frá lokum seinni heimsstyrjaldar til okkar daga. Litið verður til kenninga um minnið og sjálfið sem hafa sprottið upp úr rannsóknum á vitnisburðum af ýmsum toga, sjálfsævisögum og minnistextum. Þá verður litið á tengsl minnis, gleymsku, sjálfs og frásagnar með bókmenntatexta og fræði til hliðsjónar. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í semínarformi.

X

Málstofuverkefni: Minni, sjálf og frásögn (ABF061F)

Námskeiðið mun fjalla um þátt minnisins í menningu og fræðum frá lokum seinni heimsstyrjaldar til okkar daga. Litið verður til kenninga um minnið og sjálfið sem hafa sprottið upp úr rannsóknum á vitnisburðum af ýmsum toga, sjálfsævisögum og minnistextum. Þá verður litið á tengsl minnis, gleymsku, sjálfs og frásagnar með bókmenntatexta og fræði til hliðsjónar. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í semínarformi.

X

Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)

Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?

Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.

Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).    

Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.

X

Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)

Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.

X

Dauði og meint endurfæðing harmleiksins (ABF735F)

Á námskeiðinu verður fyrst fjallað ítarlega um harmleikshugtakið og hvernig rekja má ólíkan skilning og skilgreiningu á því á hinum ýmsu tímabilum í sögu Vesturlanda. Í þessum hluta námskeiðsins verða lagðar til grundvallar kenningar Georges Steiner um það hvernig harmleikurinn sem listform hlaut að lúta í lægra haldi fyrir módernismanum. Í síðari hluta námskeiðsins verður einkum horft á hvernig listamenn hafa á undanförnum árum í auknum mæli byggt sýningar sínar og önnur ný verk á fornum harmleikjum og velt upp þeirri spurningu hvort harmleikurinn sem tjáningarform sé í raun og veru sprelllifandi í postmoderniskum og postdramatískum samtíma okkar.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestrar og umræður

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)

Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.

Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.

X

Póstfemínismi og skvísusögur (ABF841F)

Póstfemínismi sem stundum er kallaður þriðju bylgju femínismi er talinn hefjast við upphaf níunda áratugar síðustu aldar. Hugtakið er afar umdeilt í femínískum fjölmiðla- og menningarfræðum og sumir ganga jafnvel svo langt að segja að póstfemínismi hafi enga ákveðna tilvísun; um sé að ræða mótsagnakennda og margræða orðræðu sem aðallega megi finna innan dægurmenningar, afþreyingar og neyslumenningar. Burtséð frá öllum ágreiningi er póstfemínismi hluti af nútímalegu samfélagi nýfrjálshyggju og síðkapítalisma – og tilheyrir sem slíkur neyslumenningu, einstaklingshyggju og póstmódernísku ástandi. Hann einkennist jafnframt af minnkandi áhuga á stofnanabundnum stjórnmálum og aðgerðastefnu.

Hér birtist ákveðin tvíræðni, því um leið og þess er krafist að konan sé frjáls er hún niðurnjörvuð inn í hefðbundin kynhlutverk innan neyslumenningar. Póstfemínistar leggja áherslu á rétt konunnar til að njóta kynlífs og skemmta sér; konur eigi að hafa val og frelsi til þess að vera kynverur. Birtingarmyndir póstfemínismans má finna víða í samtímamenningu, í ýmis konar sjálfshjálparkerfum sem kynnt eru í sjónvarpi og bókum, í vinsælum sjónvarpsþáttum síðasta áratugar á borð við Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Housewives, 2004–2012) og Beðmál í borginni (Sex and the City,1998–2004), í glanstímaritum og skvísusögum höfunda á borð við Candace Bushnell, Helen Fielding og Sophie Kinsella.

Að sama skapi standa þeir gagnrýnendur sem skrifa um póstfemínisma og skvísumenningu frammi fyrir ákveðnu vandamáli; svo virðist sem þeir séu annaðhvort of jákvæðir og sjái ekkert athugavert við það póstfemíníska ástand sem kvenhetjurnar eru mótaðar af, eða þeir eru of gagnrýnir og fullir fordóma og rífa niður höfundinn jafnt sem aðalkvenpersónu bókarinnar, en eitt af viðfangsefnum námskeiðsins verður að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig hægt sé að fjalla um póstfemínískt ástand á gagnrýninn hátt án þess að falla ofan í gryfju vandlætingar og fyrirlitningar.

            Meðal verka sem verða lesin í námskeiðinu eru: Dagbækur Bridget Jones eftir Helen Fielding, Beðmál í borginni eftir Candace Bushnell, Kaupalkabækur Sophie Kinsella, og íslenskar skvísusögur, t.d. eftir Tobbu Marínós og Björgu Magnúsdóttur. Sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir verða skoðaðar, sjálfshjálparrit og sjónvarpsþættir sem beint er að konum. Auk þess verða rætur þessarar menningar skoðaðar hjá klassískum höfundum á borð við Jane Austen, Brontë-systur og Edith Wharton.

 

Úrval fræðigreina og fræðirita verða lesin, m.a.: Stéphanie Genz, Postfemininities in Popular Culture. Houndmills, Basingstoke: Palgrave, Macmillan 2009. Rosalind Gill, Gender and the Media: Cambridge/Malden: Polity Press, 2007. Stephanie Harzewski, Chick Lit and Postfeminism, Charlottesville and London: University of Virgina Press, 2011. Anthea Taylor, Single Women in Popular Culture: The Limits of Postfeminism, London: Palgrave, 2012.

X

Fantasíur (ABF842F)

Í námskeiðinu verður fjallað um ólíkar gerðir fantasíunnar, einkenni og hlutverk til dæmis með hliðsjón af kenningum J. R. R. Tolkien, Tzvetan Todorov, Rosemary Jackson og Mariu Nikolajeva. Þá verður einnig rætt um mismunandi gerðir skáldaðra heima og samspil veruleika og skáldskapar með tilliti til kenninga um ímyndunaraflið, hugsanlega heima (e. possible world theory) og ónáttúrulegar frásagnir (e. unnatural narratives). Auk þess verður gefinn gaumur að blendingsformi fantasíunnar. Verk sem meðal annars verða skoðuð og greind í námskeiðinu eru Lísa í Undralandi (Lewis Carroll), Pétur Pan (James Matthew Barrie), valdar Múmínálfabækur (Tove Jansson), Harry Potter og viskusteinninn (J. K. Rowling), Gyllti áttavitinn (Phillip Pullman) og valdar Gæsahúðabækur (R. L. Stine og Helgi Jónsson).

X

Málstofa: Reiði karlinn í bókmenntum og listum (ABF843F)

Reiðir menn eru áberandi í bókmenntum og listum allt frá upphafi vestrænnar menningarhefðar. Tilvist þeirra er samofin sjálfu eðli frásagnarlistar. Í námskeiðinu skoðum við ýmis dæmi um reiða menn og setjum í samhengi við kenningar tilfinningafræða. Allt frá reiði Akkillesar til Andrésar Andar. Hverjir mega reiðast? Af hverju eru þeir svona reiðir og hvaða tilgangi þjónar reiði þeirra í menningarsögulegu samhengi. Lesin verða úrval verka og fræðitexta sem fjalla um reiða menn og reiði sem fyrirbæri.

X

Málstofuverkefni: Reiði karlinn í bókmenntum og listum (ABF844F)

Reiðir menn eru áberandi í bókmenntum og listum allt frá upphafi vestrænnar menningarhefðar. Tilvist þeirra er samofin sjálfu eðli frásagnarlistar. Í námskeiðinu skoðum við ýmis dæmi um reiða menn og setjum í samhengi við kenningar tilfinningafræða. Allt frá reiði Akkillesar til Andrésar Andar. Hverjir mega reiðast? Af hverju eru þeir svona reiðir og hvaða tilgangi þjónar reiði þeirra í menningarsögulegu samhengi. Lesin verða úrval verka og fræðitexta sem fjalla um reiða menn og reiði sem fyrirbæri.

Nemendur vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni tengdu málstofunni Reiði maðurinn í bókmenntum og listum.

X

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði (ABF441L)

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði

X

Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Málstofa: Minni, sjálf og frásögn (ABF060F)

Námskeiðið mun fjalla um þátt minnisins í menningu og fræðum frá lokum seinni heimsstyrjaldar til okkar daga. Litið verður til kenninga um minnið og sjálfið sem hafa sprottið upp úr rannsóknum á vitnisburðum af ýmsum toga, sjálfsævisögum og minnistextum. Þá verður litið á tengsl minnis, gleymsku, sjálfs og frásagnar með bókmenntatexta og fræði til hliðsjónar. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í semínarformi.

X

Málstofuverkefni: Minni, sjálf og frásögn (ABF061F)

Námskeiðið mun fjalla um þátt minnisins í menningu og fræðum frá lokum seinni heimsstyrjaldar til okkar daga. Litið verður til kenninga um minnið og sjálfið sem hafa sprottið upp úr rannsóknum á vitnisburðum af ýmsum toga, sjálfsævisögum og minnistextum. Þá verður litið á tengsl minnis, gleymsku, sjálfs og frásagnar með bókmenntatexta og fræði til hliðsjónar. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í semínarformi.

X

Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)

Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?

Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.

Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).    

Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.

X

Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)

Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.

X

Dauði og meint endurfæðing harmleiksins (ABF735F)

Á námskeiðinu verður fyrst fjallað ítarlega um harmleikshugtakið og hvernig rekja má ólíkan skilning og skilgreiningu á því á hinum ýmsu tímabilum í sögu Vesturlanda. Í þessum hluta námskeiðsins verða lagðar til grundvallar kenningar Georges Steiner um það hvernig harmleikurinn sem listform hlaut að lúta í lægra haldi fyrir módernismanum. Í síðari hluta námskeiðsins verður einkum horft á hvernig listamenn hafa á undanförnum árum í auknum mæli byggt sýningar sínar og önnur ný verk á fornum harmleikjum og velt upp þeirri spurningu hvort harmleikurinn sem tjáningarform sé í raun og veru sprelllifandi í postmoderniskum og postdramatískum samtíma okkar.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestrar og umræður

X

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði (ABF441L)

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)

Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.

Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.

X

Póstfemínismi og skvísusögur (ABF841F)

Póstfemínismi sem stundum er kallaður þriðju bylgju femínismi er talinn hefjast við upphaf níunda áratugar síðustu aldar. Hugtakið er afar umdeilt í femínískum fjölmiðla- og menningarfræðum og sumir ganga jafnvel svo langt að segja að póstfemínismi hafi enga ákveðna tilvísun; um sé að ræða mótsagnakennda og margræða orðræðu sem aðallega megi finna innan dægurmenningar, afþreyingar og neyslumenningar. Burtséð frá öllum ágreiningi er póstfemínismi hluti af nútímalegu samfélagi nýfrjálshyggju og síðkapítalisma – og tilheyrir sem slíkur neyslumenningu, einstaklingshyggju og póstmódernísku ástandi. Hann einkennist jafnframt af minnkandi áhuga á stofnanabundnum stjórnmálum og aðgerðastefnu.

Hér birtist ákveðin tvíræðni, því um leið og þess er krafist að konan sé frjáls er hún niðurnjörvuð inn í hefðbundin kynhlutverk innan neyslumenningar. Póstfemínistar leggja áherslu á rétt konunnar til að njóta kynlífs og skemmta sér; konur eigi að hafa val og frelsi til þess að vera kynverur. Birtingarmyndir póstfemínismans má finna víða í samtímamenningu, í ýmis konar sjálfshjálparkerfum sem kynnt eru í sjónvarpi og bókum, í vinsælum sjónvarpsþáttum síðasta áratugar á borð við Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Housewives, 2004–2012) og Beðmál í borginni (Sex and the City,1998–2004), í glanstímaritum og skvísusögum höfunda á borð við Candace Bushnell, Helen Fielding og Sophie Kinsella.

Að sama skapi standa þeir gagnrýnendur sem skrifa um póstfemínisma og skvísumenningu frammi fyrir ákveðnu vandamáli; svo virðist sem þeir séu annaðhvort of jákvæðir og sjái ekkert athugavert við það póstfemíníska ástand sem kvenhetjurnar eru mótaðar af, eða þeir eru of gagnrýnir og fullir fordóma og rífa niður höfundinn jafnt sem aðalkvenpersónu bókarinnar, en eitt af viðfangsefnum námskeiðsins verður að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig hægt sé að fjalla um póstfemínískt ástand á gagnrýninn hátt án þess að falla ofan í gryfju vandlætingar og fyrirlitningar.

            Meðal verka sem verða lesin í námskeiðinu eru: Dagbækur Bridget Jones eftir Helen Fielding, Beðmál í borginni eftir Candace Bushnell, Kaupalkabækur Sophie Kinsella, og íslenskar skvísusögur, t.d. eftir Tobbu Marínós og Björgu Magnúsdóttur. Sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir verða skoðaðar, sjálfshjálparrit og sjónvarpsþættir sem beint er að konum. Auk þess verða rætur þessarar menningar skoðaðar hjá klassískum höfundum á borð við Jane Austen, Brontë-systur og Edith Wharton.

 

Úrval fræðigreina og fræðirita verða lesin, m.a.: Stéphanie Genz, Postfemininities in Popular Culture. Houndmills, Basingstoke: Palgrave, Macmillan 2009. Rosalind Gill, Gender and the Media: Cambridge/Malden: Polity Press, 2007. Stephanie Harzewski, Chick Lit and Postfeminism, Charlottesville and London: University of Virgina Press, 2011. Anthea Taylor, Single Women in Popular Culture: The Limits of Postfeminism, London: Palgrave, 2012.

X

Fantasíur (ABF842F)

Í námskeiðinu verður fjallað um ólíkar gerðir fantasíunnar, einkenni og hlutverk til dæmis með hliðsjón af kenningum J. R. R. Tolkien, Tzvetan Todorov, Rosemary Jackson og Mariu Nikolajeva. Þá verður einnig rætt um mismunandi gerðir skáldaðra heima og samspil veruleika og skáldskapar með tilliti til kenninga um ímyndunaraflið, hugsanlega heima (e. possible world theory) og ónáttúrulegar frásagnir (e. unnatural narratives). Auk þess verður gefinn gaumur að blendingsformi fantasíunnar. Verk sem meðal annars verða skoðuð og greind í námskeiðinu eru Lísa í Undralandi (Lewis Carroll), Pétur Pan (James Matthew Barrie), valdar Múmínálfabækur (Tove Jansson), Harry Potter og viskusteinninn (J. K. Rowling), Gyllti áttavitinn (Phillip Pullman) og valdar Gæsahúðabækur (R. L. Stine og Helgi Jónsson).

X

Málstofa: Reiði karlinn í bókmenntum og listum (ABF843F)

Reiðir menn eru áberandi í bókmenntum og listum allt frá upphafi vestrænnar menningarhefðar. Tilvist þeirra er samofin sjálfu eðli frásagnarlistar. Í námskeiðinu skoðum við ýmis dæmi um reiða menn og setjum í samhengi við kenningar tilfinningafræða. Allt frá reiði Akkillesar til Andrésar Andar. Hverjir mega reiðast? Af hverju eru þeir svona reiðir og hvaða tilgangi þjónar reiði þeirra í menningarsögulegu samhengi. Lesin verða úrval verka og fræðitexta sem fjalla um reiða menn og reiði sem fyrirbæri.

X

Málstofuverkefni: Reiði karlinn í bókmenntum og listum (ABF844F)

Reiðir menn eru áberandi í bókmenntum og listum allt frá upphafi vestrænnar menningarhefðar. Tilvist þeirra er samofin sjálfu eðli frásagnarlistar. Í námskeiðinu skoðum við ýmis dæmi um reiða menn og setjum í samhengi við kenningar tilfinningafræða. Allt frá reiði Akkillesar til Andrésar Andar. Hverjir mega reiðast? Af hverju eru þeir svona reiðir og hvaða tilgangi þjónar reiði þeirra í menningarsögulegu samhengi. Lesin verða úrval verka og fræðitexta sem fjalla um reiða menn og reiði sem fyrirbæri.

Nemendur vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni tengdu málstofunni Reiði maðurinn í bókmenntum og listum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kjartan Már Ómarsson
Kjartan Már Ómarsson
Almenn bókmenntafræði

Þegar ég byrjaði í almennri bókmenntafræði hafði ég myndað mér þá skoðun að námið snerist um að lesa fagurbókmenntir allan daginn alla daga, sem maður fær sannarlega möguleika á að gera. Nema í ofanálag lærir maður að lesa upp á nýjan leik, sem gerir að verkum að skrifaður texti opnast manni á nýja og merkingarþrungna vegu sem hefði verið ómögulegt að hugsa sér að óreyndu. Í almennri bókmenntafræði lærir maður jafnframt gagnrýna hugsun og fær í hendurnar hugtaksleg verkfæri sem hafa jafnt notagildi í daglegu lífi og við greiningu bókmenntaverka, því það að sjálfsögðu ekkert utan textans.  Almenna bókmenntafræðin kenndi mér ekki aðeins að lesa bækur heldur alla miðla, allar gjörðir, alla menningu, tilveruna í heild sinni.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.