Skip to main content

Almenn bókmenntafræði

Almenn bókmenntafræði

Hugvísindasvið

Almenn bókmenntafræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í almennri bókmenntafræði er leitast við að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi, doktorsnám eða önnur störf.

Skipulag náms

X

Vitundarlíf og sállækningar í bókmenntum (ABF734F)

Þrátt fyrir nýjar uppgötvanir í hugrænum fræðum og taugalíffræði ríkir ekki sátt um hvernig skýra eigi vitund mannsins. Homo sapiens sker sig úr meðal lífvera fyrir flókna táknanotkun og tungumál sem eru endalaus uppspretta yfirfærðrar merkingar. Með innhverfri íhugun má hægja á síflæði hinnar lifandi vitundar en straumurinn stöðvast aldrei alveg. Hugsanir kvikna ósjálfrátt, jafnvel sofandi kallar vitundin fram draumsýnir í litum með tali. Vitund mannsins er háð sögunni (fr. histoire des mentalités), hún setur sig af áráttu í spor annarra (e. theory of mind), greinir (gr. analysis), blekkir (gr. mimesis) og þekkir (gr. anagnorisis) í sífellu. Þetta starf mannshugans er grundvöllur bæði skáldskapar og vísinda. Svo friðlaus vitund getur verið byrði og maðurinn þráir afþreyingu sína. Baudelaire ráðleggur okkur að ölvast í prósaljóðinu „Enivrez-Vous“ (1869), „með víni, skáldskap eða dygðum“ (vertu). Áhrif vímugjafa (þ. á m. geðlyfja) á vitundina eru gamalkunnugt efni í sögum og skáldskap, sem hér er skilinn forngrískum skilningi sem „sálleiðsla“ (ψυχαγωγία; af ψυχή „sál“ og ἄγω „ég leiði“), og hver nema skáldið Baudelaire myndi af stríðni við samtíð sína setja siðgæði hennar í slíkt samhengi? Bókmenntirnar eru og verða helsta tæki mannsins til að komast um stundarsakir undan fargi síns friðlausa vitundarlífs.
Um er að ræða tilraunastofu sem miðar að því að nemendur skrifi frumlegar og snjallar ritgerðir um efni námskeiðsins. Kennarinn mun í upphafi leggja fram tillögu að leslista með bókmenntatextum og fræðilegum ritgerðum um vitundarlíf og sállækningar til lestrar og umræðu sem nemendur endurskoða.

X

Játningar og varnarrit (ABF733F)

Umfjöllunarefnið er: Hvert er viðfangsefni svona texta, játninga og varnarrita, og hver eru einkenni þeirra? Því er eskatólógían svo nátengd játningum? Hvaðan kemur hún? Eðli játningarita er skoðað í sögulegu ljósi og því eru stóru viðmiðin Ágústínus og Rousseau. Aðaláherslan er þó á 20. öldina. Af síðari tíma höfundum verða lesnir: Jón Óskar, Giovanni Papini, Linda Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Birkiland, Þórbergur Þórðarson og Tove Ditlevsen. Auk textabrota eftir fleiri höfunda.

 

X

Hamfarir og vistkreppa (ABF502F)

Í inngangi að bók sinni um endalokakvikmyndir, Visions of the Apocalypse, varpar Wheeler Winston Dixon fram þeirri spurningu hvort okkur „þyrsti í endalokin“, hvort einhvers konar hugfró búi í hugmyndum um algjöra útþurrkun, um yfirvofandi endi alls. Þá yrði loks fullkomnu jafnvægi komið á í hreyfingarleysi dauðans. Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun, með sérstakri áherslu á frásagnir sem snúast um kjarnorkuógnir, plágur og loftslagsbreytingar.
Meðal fræðiverka og skáldsagna sem lesin verða eru: John Gray: Black Mass: Apocalyptic Religion and the Death of Utopia; Elizabeth Kolbert: The Sixth Extinction; Svetlana Alexievich: Voices from Chernobyl: The Oral History of a Nuclear Disaster, en einnig skáldsögurnar: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011) og Don‘t Look Up (2021). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Illska í bókmenntum og kvikmyndum (ABF840F)

„Er illska eitthvað sem þú ert, eða eitthvað sem þú gerir“, segir Bret Easton Ellis í bók sinni American Psycho. Leitast verður við að glíma við slíkar spurningar í námskeiðinu. Þar
verður farið í ýmsar birtingarmyndir illskunnar í bókmenntum og kvikmyndum og snert á efnum eins og siðblindu, andlegu og líkamlegu ofbeldi, kynferðisofbeldi og kúgun á einstaklingum og hópum með hliðsjón af kyni, stétt, trúarbrögðum, kynþætti, stöðu og stjórnmálum.

Farið verður í saumana á því hvað illska er, hvernig hún birtist innan hópa annarsvegar og hinsvegar á milli einstaklinga. Hvernig réttlætir maður illar gjörðir og hvaða áhrif hefur staðfestingarvillan á slíka hegðun? Hvers vegna höfum við svo mikinn áhuga á góðu og illu og hvers vegna fjalla svo margar sögur um siðferðileg viðmið okkar?

Verk sem verða meðal annars skoðuð og greind í námskeiðinu eru Inferno (Dante), Wuthering Heights (Brontë), The Heart of Darkness (Conrad), Macbeth (Shakespeare), Drápa (Gerður Kristný), The Apocalypse Now (Coppola) og Rashomon (Kurosawa). Sjónvarpsþáttaröðin Dahmer (Murphy og Brennan), Þögnin (Vigdís Grímsdóttir), Systu megin (Steinunn Sigurðardóttir) og heimildamyndin Mommy Dead and Dearest (Carr). Stjórnmálamaðurinn Donald Trump verður auk þess tekinn til umfjöllunar. Á meðal fræðibóka sem verða lesnar má nefna Evil. Inside Human Violence and Cruelty (Roy. F. Baumeister).

X

Örforlög – konsept, fagurfræði, gjörningur (ABF604F)

Fjallað verður um örforlög, einkum örforlagasprengju tuttugustu og fyrstu aldar. Hugað verður að aðstæðum í nútímanum sem valda því að æ fleiri örforlög verða til og rýnt í aðferðir sem örforlögin nota til að marka sér sérstöðu á menningarvettvanginum. Örforlögin verða krufin út frá konseptum, fagurfræði og gjörningum þeirra. Til þess verða notuð fræði úr ólíkum áttum, allt frá félagsfræði, yfir til bókmenntafræði og bóksögu. Starfsemi örforlaga, hliðartexti verka, útgáfa sem gjörningur verða til skoðunar og rýnt verður í valin verk í þessu samspili. Aðaláherslan verður á örforlög Íslands, en einnig hinna Norðurlandanna.

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Viðtökufræði (ABF604M)

Öll listaverk eru sprottin af sköpunarferli, en merking þeirra verður ekki ljós fyrr en með öðru ferli sem einnig felur í sér sköpun þótt það sé oftar kennt við skilning og túlkun. Þetta ferli hefur í vaxandi mæli verið kannað út frá hugtakinu viðtökur enda má segja að merking endurnýist á hverjum samfundi verks og viðtakanda. Á þessu námskeiði verður byggt á breiðum skala viðtökufræða. Fjallað verður um viðtökur og áhrif einstakra verka (ljóða, sagna, leikrita, kvikmynda), áhrif sem eru öðrum þræði einstaklingsbundin þó að samskiptin mótist einnig af margflóknu samhengi menningarmótunar sem býr innra með viðtakanda. Slíkt samhengi mótar einnig á sinn hátt endurritun, aðlögun og flokkun verka, til dæmis á vegum gagnrýni, fræðilegrar og sögulegrar umfjöllunar, þýðinga og kvikmyndunar bókmenntaverka. Sum verk lenda í ótrúlegum ferðalögum sem mótast meðal annars af breytilegu gildismati.
Leitast verður við að gefa nemendum færi á mismunandi verkefnum innan viðtökufræða; áherslan getur verið á stökum verkum (áhrifum þeirra og framhaldslífi) eða safni verka einstakra höfunda, en einnig má líta til sögu einstakra bókmennta- eða kvikmyndategunda, eða huga að langlífi eða nýju landnámi ákveðinna viðfangsefna, tjáningarhátta, hugmyndaheima eða strauma. Þótt bókmenntir verði plássfrekar í lesefni námskeiðsins verða dæmi einnig sótt í kvikmyndir og kvikmyndafræðinemum verður gert kleift að vinna verkefni sín á því sviði.

X

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði (ABF441L)

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði

X

Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).

X

Vitundarlíf og sállækningar í bókmenntum (ABF734F)

Þrátt fyrir nýjar uppgötvanir í hugrænum fræðum og taugalíffræði ríkir ekki sátt um hvernig skýra eigi vitund mannsins. Homo sapiens sker sig úr meðal lífvera fyrir flókna táknanotkun og tungumál sem eru endalaus uppspretta yfirfærðrar merkingar. Með innhverfri íhugun má hægja á síflæði hinnar lifandi vitundar en straumurinn stöðvast aldrei alveg. Hugsanir kvikna ósjálfrátt, jafnvel sofandi kallar vitundin fram draumsýnir í litum með tali. Vitund mannsins er háð sögunni (fr. histoire des mentalités), hún setur sig af áráttu í spor annarra (e. theory of mind), greinir (gr. analysis), blekkir (gr. mimesis) og þekkir (gr. anagnorisis) í sífellu. Þetta starf mannshugans er grundvöllur bæði skáldskapar og vísinda. Svo friðlaus vitund getur verið byrði og maðurinn þráir afþreyingu sína. Baudelaire ráðleggur okkur að ölvast í prósaljóðinu „Enivrez-Vous“ (1869), „með víni, skáldskap eða dygðum“ (vertu). Áhrif vímugjafa (þ. á m. geðlyfja) á vitundina eru gamalkunnugt efni í sögum og skáldskap, sem hér er skilinn forngrískum skilningi sem „sálleiðsla“ (ψυχαγωγία; af ψυχή „sál“ og ἄγω „ég leiði“), og hver nema skáldið Baudelaire myndi af stríðni við samtíð sína setja siðgæði hennar í slíkt samhengi? Bókmenntirnar eru og verða helsta tæki mannsins til að komast um stundarsakir undan fargi síns friðlausa vitundarlífs.
Um er að ræða tilraunastofu sem miðar að því að nemendur skrifi frumlegar og snjallar ritgerðir um efni námskeiðsins. Kennarinn mun í upphafi leggja fram tillögu að leslista með bókmenntatextum og fræðilegum ritgerðum um vitundarlíf og sállækningar til lestrar og umræðu sem nemendur endurskoða.

X

Játningar og varnarrit (ABF733F)

Umfjöllunarefnið er: Hvert er viðfangsefni svona texta, játninga og varnarrita, og hver eru einkenni þeirra? Því er eskatólógían svo nátengd játningum? Hvaðan kemur hún? Eðli játningarita er skoðað í sögulegu ljósi og því eru stóru viðmiðin Ágústínus og Rousseau. Aðaláherslan er þó á 20. öldina. Af síðari tíma höfundum verða lesnir: Jón Óskar, Giovanni Papini, Linda Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Birkiland, Þórbergur Þórðarson og Tove Ditlevsen. Auk textabrota eftir fleiri höfunda.

 

X

Hamfarir og vistkreppa (ABF502F)

Í inngangi að bók sinni um endalokakvikmyndir, Visions of the Apocalypse, varpar Wheeler Winston Dixon fram þeirri spurningu hvort okkur „þyrsti í endalokin“, hvort einhvers konar hugfró búi í hugmyndum um algjöra útþurrkun, um yfirvofandi endi alls. Þá yrði loks fullkomnu jafnvægi komið á í hreyfingarleysi dauðans. Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun, með sérstakri áherslu á frásagnir sem snúast um kjarnorkuógnir, plágur og loftslagsbreytingar.
Meðal fræðiverka og skáldsagna sem lesin verða eru: John Gray: Black Mass: Apocalyptic Religion and the Death of Utopia; Elizabeth Kolbert: The Sixth Extinction; Svetlana Alexievich: Voices from Chernobyl: The Oral History of a Nuclear Disaster, en einnig skáldsögurnar: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011) og Don‘t Look Up (2021). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði (ABF441L)

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði

X

Illska í bókmenntum og kvikmyndum (ABF840F)

„Er illska eitthvað sem þú ert, eða eitthvað sem þú gerir“, segir Bret Easton Ellis í bók sinni American Psycho. Leitast verður við að glíma við slíkar spurningar í námskeiðinu. Þar
verður farið í ýmsar birtingarmyndir illskunnar í bókmenntum og kvikmyndum og snert á efnum eins og siðblindu, andlegu og líkamlegu ofbeldi, kynferðisofbeldi og kúgun á einstaklingum og hópum með hliðsjón af kyni, stétt, trúarbrögðum, kynþætti, stöðu og stjórnmálum.

Farið verður í saumana á því hvað illska er, hvernig hún birtist innan hópa annarsvegar og hinsvegar á milli einstaklinga. Hvernig réttlætir maður illar gjörðir og hvaða áhrif hefur staðfestingarvillan á slíka hegðun? Hvers vegna höfum við svo mikinn áhuga á góðu og illu og hvers vegna fjalla svo margar sögur um siðferðileg viðmið okkar?

Verk sem verða meðal annars skoðuð og greind í námskeiðinu eru Inferno (Dante), Wuthering Heights (Brontë), The Heart of Darkness (Conrad), Macbeth (Shakespeare), Drápa (Gerður Kristný), The Apocalypse Now (Coppola) og Rashomon (Kurosawa). Sjónvarpsþáttaröðin Dahmer (Murphy og Brennan), Þögnin (Vigdís Grímsdóttir), Systu megin (Steinunn Sigurðardóttir) og heimildamyndin Mommy Dead and Dearest (Carr). Stjórnmálamaðurinn Donald Trump verður auk þess tekinn til umfjöllunar. Á meðal fræðibóka sem verða lesnar má nefna Evil. Inside Human Violence and Cruelty (Roy. F. Baumeister).

X

Örforlög – konsept, fagurfræði, gjörningur (ABF604F)

Fjallað verður um örforlög, einkum örforlagasprengju tuttugustu og fyrstu aldar. Hugað verður að aðstæðum í nútímanum sem valda því að æ fleiri örforlög verða til og rýnt í aðferðir sem örforlögin nota til að marka sér sérstöðu á menningarvettvanginum. Örforlögin verða krufin út frá konseptum, fagurfræði og gjörningum þeirra. Til þess verða notuð fræði úr ólíkum áttum, allt frá félagsfræði, yfir til bókmenntafræði og bóksögu. Starfsemi örforlaga, hliðartexti verka, útgáfa sem gjörningur verða til skoðunar og rýnt verður í valin verk í þessu samspili. Aðaláherslan verður á örforlög Íslands, en einnig hinna Norðurlandanna.

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Viðtökufræði (ABF604M)

Öll listaverk eru sprottin af sköpunarferli, en merking þeirra verður ekki ljós fyrr en með öðru ferli sem einnig felur í sér sköpun þótt það sé oftar kennt við skilning og túlkun. Þetta ferli hefur í vaxandi mæli verið kannað út frá hugtakinu viðtökur enda má segja að merking endurnýist á hverjum samfundi verks og viðtakanda. Á þessu námskeiði verður byggt á breiðum skala viðtökufræða. Fjallað verður um viðtökur og áhrif einstakra verka (ljóða, sagna, leikrita, kvikmynda), áhrif sem eru öðrum þræði einstaklingsbundin þó að samskiptin mótist einnig af margflóknu samhengi menningarmótunar sem býr innra með viðtakanda. Slíkt samhengi mótar einnig á sinn hátt endurritun, aðlögun og flokkun verka, til dæmis á vegum gagnrýni, fræðilegrar og sögulegrar umfjöllunar, þýðinga og kvikmyndunar bókmenntaverka. Sum verk lenda í ótrúlegum ferðalögum sem mótast meðal annars af breytilegu gildismati.
Leitast verður við að gefa nemendum færi á mismunandi verkefnum innan viðtökufræða; áherslan getur verið á stökum verkum (áhrifum þeirra og framhaldslífi) eða safni verka einstakra höfunda, en einnig má líta til sögu einstakra bókmennta- eða kvikmyndategunda, eða huga að langlífi eða nýju landnámi ákveðinna viðfangsefna, tjáningarhátta, hugmyndaheima eða strauma. Þótt bókmenntir verði plássfrekar í lesefni námskeiðsins verða dæmi einnig sótt í kvikmyndir og kvikmyndafræðinemum verður gert kleift að vinna verkefni sín á því sviði.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kjartan Már Ómarsson
Kjartan Már Ómarsson
Almenn bókmenntafræði

Þegar ég byrjaði í almennri bókmenntafræði hafði ég myndað mér þá skoðun að námið snerist um að lesa fagurbókmenntir allan daginn alla daga, sem maður fær sannarlega möguleika á að gera. Nema í ofanálag lærir maður að lesa upp á nýjan leik, sem gerir að verkum að skrifaður texti opnast manni á nýja og merkingarþrungna vegu sem hefði verið ómögulegt að hugsa sér að óreyndu. Í almennri bókmenntafræði lærir maður jafnframt gagnrýna hugsun og fær í hendurnar hugtaksleg verkfæri sem hafa jafnt notagildi í daglegu lífi og við greiningu bókmenntaverka, því það að sjálfsögðu ekkert utan textans.  Almenna bókmenntafræðin kenndi mér ekki aðeins að lesa bækur heldur alla miðla, allar gjörðir, alla menningu, tilveruna í heild sinni.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.