Skip to main content

Almenn bókmenntafræði

Almenn bókmenntafræði

Hugvísindasvið

Almenn bókmenntafræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í almennri bókmenntafræði er leitast við að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi, doktorsnám eða önnur störf.

Skipulag náms

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Endurritun og umritun bókmenntaarfsins (ABF714F)

Í námskeiðinu verður fjallað um umritanir og endurritanir á klassískum bókmenntum, rætt verður um spennuna milli hámenningar og lágmenningar, auk þess sem glíman við hefðarveldið verður tekin til greiningar. Farið verður í nútímalegar femínískar endurritanir á skáldverkum 19. aldar sem og leikritum Shakespeares og endurúrvinnslu á þeim jafnt í bókmenntum sem og kvikmyndum. Meðal verka sem fjallað verður um eru endurritanir á Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, t.d. í Wide Sargasso Sea; og glíman við hefðarveldið verður skoðuð út frá Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og Höfundi Íslands eftir Hallgrím Helgason. Einnig verður 101 Reykjavík eftir Hallgrím lesin með hliðsjón af Hamlet og farið í ýmsar kvikmyndauppfærslur á verkunum. Meðal leikstjóra sem verða teknir fyrir í námskeiðinu eru Grigori Kozintsev (King Lear, 1971), Peter Brook (King Lear, 1971), Laurence Olivier (Hamlet, 1948), Baltasar Kormákur (101, Reykjavík, 2000), Orson Wells (Jane Eyre, 1944), Susanna White (Jane Eyre, 2006) og Roger Allers (Lion King, 1994).

X

Ísland-Írland: Minni og bókmenntir (ABF729F)

Námskeiðið mun fjalla um margvísleg tengsl og hliðstæður í bókmenntum Íslands og Írlands í gegnum tíðina. Skoðaður verður þáttur minnisins í bókmenntum þessara landa, einkum sögulegu og menningarlegu minni. Litið verður til kenninga um minnið og skáldskapur frá ýmsum tímum skoðaður. Einkum verður litið til nokkurra tímabila: miðalda, 19. aldar, seinni heimsstyrjaldarinnar og hrunsins. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í málstofuformi.

X

Málstofuverkefni: Ísland-Írland: Minni og bókmenntir (ABF730F)

Námskeiðið mun fjalla um margvísleg tengsl og hliðstæður í bókmenntum Íslands og Írlands í gegnum tíðina. Skoðaður verður þáttur minnisins í bókmenntum þessara landa, einkum sögulegu og menningarlegu minni. Litið verður til kenninga um minnið og skáldskapur frá ýmsum tímum skoðaður. Einkum verður litið til nokkurra tímabila: miðalda, 19. aldar, seinni heimsstyrjaldarinnar og hrunsins. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í málstofuformi.

X

Multiculturism: The ‘West’ and the Rest (ABF731F)

Farið verður yfir safn skáldsagna og fræðilegra rita með áherslu á að skoða  fjölmenningu frá mismunandi sjónarhornum (til að mynda út frá eftirlendustefnu, þjóðernishyggju, bókmenntahefðaveldið, kynjun og kynþætti.). Námskeiðið er fræðilegt meistaranámskeið sem rýnir í fjölmenningu með áherslu á Indland sem fjölmenningarsamfélag, tengingu þess við vesturlönd, og fræðilega umfjöllun um það samband. Efnið námskeiðsins samanstendur af bæði gagnrýnum ritum og bókmenntaverkum sem mynda undirstöðu fyrir gagnrýna ritun nemanda námskeiðsins (t.d. umfjöllun um ákveðið bókmenntaverk frá þeim gagnrýnissjónarmiðum sem tekin verða fyrir í námskeiðinu). Námskeiðið veitir nemendum góðan útgangspunkt fyrir frekar rannsóknir í nútíma bókmenntum og fjölmenningu.

X

Ástin í bókmenntum og kvikmyndum (ABF839F)

Í þessu námskeiði verður ástin könnuð í vestrænni menningarsögu, allt frá hirðástum (e. courtly love) miðalda fram að fjöldaframleiddum ástarsögum samtímans. Rætt verður um helstu viðfangsefni ástarinnar, hver er munurinn á birtingarmyndum hennar í hábókmenntum og afþreyingarmenningu, lesin verða ljóð, leikverk og skáldsögur auk þess sem greindar verða þekktar kvikmyndir sem annað hvort tengjast skáldverkunum eða standa sjálfstætt. Meðal skálda sem verða lesin eru Francesco Petrarca, Shakespeare, Daphne du Maurier og F. Scott Fitzgerald og horft á kvikmyndir leikstjóra á borð við Baz Luhrmann, Franco Zeferelly, Roman Polanski, Billy Wilder, Alfred Hitchcock og Noru Ephron. Nemendur hafa jafnframt tækifæri til þess að leita uppi viðfangsefni til að rannsaka og fjalla um í námskeiðinu.

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Átök og ofbeldi í bókmenntum (ABF603M)

Sögur af átökum og ofbeldi – ekki eingöngu stríðs- og hetjusögur – virðast hafa sérstaka formgerð eins og ýmsar aðrar gerðir frásagna, s.s. ævisögur, ástarsögur, ferðasögur, hryllings- og ráðgátubókmenntir. Slík sagnaefni koma reyndar sjaldnast fyrir ein og sér heldur fléttast gjarnan saman við aðra söguþræði og mynda flóknar samsettar sögur. Engu að síður fylgir átakasagan yfirleitt kunnuglegu ferli og flíkar endurteknum söguminnum og áherslum sem geta talist dæmigerð fyrir efnið, s.s. þrætubókarlist ögrana, hótana og heitstrenginga í kjölfar friðrofs, frelsisfyrirheit og tilfinningaæði átaka, fagurfræði vopna, líkamskrafta ásamt lýsingu meiðsla, vítahringur áreita og hefnda, átakasiðgæði (tryggð og svik, áræði og hugleysi, mildi og miskunnarleysi), víxlverkun vonar og örvæntingar, lífsþrá og daður við dauðann, trúarhugmyndir um gæfu og feigð, nýjar hömlur, samfélag og uppgjöf, og loks sársaukafull endurminning, geðræn vandamál og önnur mannleg eftirköst átaka. Námskeiðið er vinnustofa sem mótuð verður í samvinnu við nemendur. Kennari mun leggja til valin bókmenntaverk og fræðirit og leiða umræður en nemendur sjálfir velja efni og aðferðir til frekari greiningar. Námskeiðinu er ætlað að mynda rammann utan um ritgerðarvinnu nemenda.

X

Viðtökufræði (ABF836F)

Öll listaverk eru sprottin af sköpunarferli, en merking þeirra verður ekki ljós fyrr en með öðru ferli sem einnig felur í sér sköpun þótt það sé oftar kennt við skilning og túlkun. Þetta ferli hefur í vaxandi mæli verið kannað út frá hugtakinu viðtökur enda má segja að merking endurnýist á hverjum samfundi verks og viðtakanda. Á þessu námskeiði verður byggt á breiðum skala viðtökufræða. Fjallað verður um viðtökur og áhrif einstakra verka (ljóða, sagna, leikrita, kvikmynda), áhrif sem eru öðrum þræði einstaklingsbundin þó að samskiptin mótist einnig af margflóknu samhengi menningarmótunar sem býr innra með viðtakanda. Slíkt samhengi mótar einnig á sinn hátt endurritun, aðlögun og flokkun verka, til dæmis á vegum gagnrýni, fræðilegrar og sögulegrar umfjöllunar, þýðinga og kvikmyndunar bókmenntaverka. Sum verk lenda í ótrúlegum ferðalögum sem mótast meðal annars af breytilegu gildismati.
Leitast verður við að gefa nemendum færi á mismunandi verkefnum innan viðtökufræða; áherslan getur verið á stökum verkum (áhrifum þeirra og framhaldslífi) eða safni verka einstakra höfunda, en einnig má líta til sögu einstakra bókmennta- eða kvikmyndategunda, eða huga að langlífi eða nýju landnámi ákveðinna viðfangsefna, tjáningarhátta, hugmyndaheima eða strauma. Þótt bókmenntir verði plássfrekar í lesefni námskeiðsins verða dæmi einnig sótt í kvikmyndir og kvikmyndafræðinemum verður gert kleift að vinna verkefni sín á því sviði.

X

Skýjaborgir: Stafrænn nútími í bókmenntum og kvikmyndum (ABF837F)

Menningarvettvangurinn er stafrænn á nýrri öld og knúinn áfram af tæknibyltingum umliðinna áratuga og einokun tröllslegra fyrirtækja. Í námskeiðinu verður rýnt í hvernig framleiðsla, merkingarvirkni og viðtökur kvikmynda og bókmennta hafa breyst í skugga áðurnefndra samfélagshræringa á nýju árþúsundi. Stafræna byltingin olli verufræðilegu rofi í kvikmyndasögunni og í kjölfarið hefur fræðimönnum verið tíðrætt um „dauða kvikmyndarinnar“. Jafnvel þótt þar kunni að vera of hátt reitt til höggs er eðlilegt að spyrjast fyrir um stöðu kvikmyndarinnar á tímum streymisveitunnar, tölvuleikja og Tik Tok. Áríðindi er jafnframt að grennslast fyrir um núverandi stöðu og framtíð bókmennta í „tengdu“ þjóðfélagi þar sem allir eru í „sambandi“. Eiga þær undir högg að sækja á tímum skjámenningar, samtengingar og stafrænna miðla? Er netkindin (e. meme) næsta skref í þróun ljóðsins? Hvernig hafa bókmenntirnar brugðist við víðtækum menningarlegum og samfélagslegum umbreytingum? Þessum spurningum og öðrum verður velt upp í námskeiðinu samhliða því sem fræðitextar á borð við The End of Cinema? A Medium in Crisis in the Digital Age (André Gaudreault, 2015), The Platform Society (José van Dijck, 2018), og Everything and Less: The Novel in the Age of Amazon (Mark McGurl, 2021) verða lesnir í heild eða hluta. Meðal skáldverka sem skoðuð verða í námskeiðinu eru No One is Talking About This (Patricia Lockwood, 2021) og Truflunin (Steinar Bragi, 2020). Kvikmyndir verða jafnframt hluti af námsefninu og má þar nefna Vertigo AI (Chris Peters , 2020), Aldrei snjóar aftur (Małgorzata Szumowska, 2020), P-kynslóðin (Victor Ginzburg, 2011), Weird Science (John Hughes, 1985) og Videodrome (David Cronenberg, 1983).

X

Sögur og dróttkvæði: Egla, Eyrbyggja og Grettla. (ÍSB824F)

Í námskeiðinu verða þessar þrjár sögur lesnar í þaula og reynt að svara eftirfarandi spurningum: Af hverju skiptir máli að persónur sagnanna eru skáld? Hvaða innsýn veitir kveðskapurinn í ætlaðan hugarheim persónanna? Hver eru mismunandi hlutverk ljóðlistar og lausamáls í sögunum? Hefur ljóðlistin áhrif á byggingu og merkingarmyndun sagnanna? Hvernig skildi samtímafólk höfunda sagnanna þær?

X

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði (ABF441L)

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði

X

Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Endurritun og umritun bókmenntaarfsins (ABF714F)

Í námskeiðinu verður fjallað um umritanir og endurritanir á klassískum bókmenntum, rætt verður um spennuna milli hámenningar og lágmenningar, auk þess sem glíman við hefðarveldið verður tekin til greiningar. Farið verður í nútímalegar femínískar endurritanir á skáldverkum 19. aldar sem og leikritum Shakespeares og endurúrvinnslu á þeim jafnt í bókmenntum sem og kvikmyndum. Meðal verka sem fjallað verður um eru endurritanir á Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, t.d. í Wide Sargasso Sea; og glíman við hefðarveldið verður skoðuð út frá Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og Höfundi Íslands eftir Hallgrím Helgason. Einnig verður 101 Reykjavík eftir Hallgrím lesin með hliðsjón af Hamlet og farið í ýmsar kvikmyndauppfærslur á verkunum. Meðal leikstjóra sem verða teknir fyrir í námskeiðinu eru Grigori Kozintsev (King Lear, 1971), Peter Brook (King Lear, 1971), Laurence Olivier (Hamlet, 1948), Baltasar Kormákur (101, Reykjavík, 2000), Orson Wells (Jane Eyre, 1944), Susanna White (Jane Eyre, 2006) og Roger Allers (Lion King, 1994).

X

Ísland-Írland: Minni og bókmenntir (ABF729F)

Námskeiðið mun fjalla um margvísleg tengsl og hliðstæður í bókmenntum Íslands og Írlands í gegnum tíðina. Skoðaður verður þáttur minnisins í bókmenntum þessara landa, einkum sögulegu og menningarlegu minni. Litið verður til kenninga um minnið og skáldskapur frá ýmsum tímum skoðaður. Einkum verður litið til nokkurra tímabila: miðalda, 19. aldar, seinni heimsstyrjaldarinnar og hrunsins. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í málstofuformi.

X

Málstofuverkefni: Ísland-Írland: Minni og bókmenntir (ABF730F)

Námskeiðið mun fjalla um margvísleg tengsl og hliðstæður í bókmenntum Íslands og Írlands í gegnum tíðina. Skoðaður verður þáttur minnisins í bókmenntum þessara landa, einkum sögulegu og menningarlegu minni. Litið verður til kenninga um minnið og skáldskapur frá ýmsum tímum skoðaður. Einkum verður litið til nokkurra tímabila: miðalda, 19. aldar, seinni heimsstyrjaldarinnar og hrunsins. Lesnir verða fræðitextar, bókmenntatextar og aðrir þættir í menningunni kannaðir. Kennsla fer fram í málstofuformi.

X

Multiculturism: The ‘West’ and the Rest (ABF731F)

Farið verður yfir safn skáldsagna og fræðilegra rita með áherslu á að skoða  fjölmenningu frá mismunandi sjónarhornum (til að mynda út frá eftirlendustefnu, þjóðernishyggju, bókmenntahefðaveldið, kynjun og kynþætti.). Námskeiðið er fræðilegt meistaranámskeið sem rýnir í fjölmenningu með áherslu á Indland sem fjölmenningarsamfélag, tengingu þess við vesturlönd, og fræðilega umfjöllun um það samband. Efnið námskeiðsins samanstendur af bæði gagnrýnum ritum og bókmenntaverkum sem mynda undirstöðu fyrir gagnrýna ritun nemanda námskeiðsins (t.d. umfjöllun um ákveðið bókmenntaverk frá þeim gagnrýnissjónarmiðum sem tekin verða fyrir í námskeiðinu). Námskeiðið veitir nemendum góðan útgangspunkt fyrir frekar rannsóknir í nútíma bókmenntum og fjölmenningu.

X

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði (ABF441L)

Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði

X

Ástin í bókmenntum og kvikmyndum (ABF839F)

Í þessu námskeiði verður ástin könnuð í vestrænni menningarsögu, allt frá hirðástum (e. courtly love) miðalda fram að fjöldaframleiddum ástarsögum samtímans. Rætt verður um helstu viðfangsefni ástarinnar, hver er munurinn á birtingarmyndum hennar í hábókmenntum og afþreyingarmenningu, lesin verða ljóð, leikverk og skáldsögur auk þess sem greindar verða þekktar kvikmyndir sem annað hvort tengjast skáldverkunum eða standa sjálfstætt. Meðal skálda sem verða lesin eru Francesco Petrarca, Shakespeare, Daphne du Maurier og F. Scott Fitzgerald og horft á kvikmyndir leikstjóra á borð við Baz Luhrmann, Franco Zeferelly, Roman Polanski, Billy Wilder, Alfred Hitchcock og Noru Ephron. Nemendur hafa jafnframt tækifæri til þess að leita uppi viðfangsefni til að rannsaka og fjalla um í námskeiðinu.

X

Rannsóknarverkefni A (ABF020F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.

X

Rannsóknarverkefni B (ABF024F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.

X

Átök og ofbeldi í bókmenntum (ABF603M)

Sögur af átökum og ofbeldi – ekki eingöngu stríðs- og hetjusögur – virðast hafa sérstaka formgerð eins og ýmsar aðrar gerðir frásagna, s.s. ævisögur, ástarsögur, ferðasögur, hryllings- og ráðgátubókmenntir. Slík sagnaefni koma reyndar sjaldnast fyrir ein og sér heldur fléttast gjarnan saman við aðra söguþræði og mynda flóknar samsettar sögur. Engu að síður fylgir átakasagan yfirleitt kunnuglegu ferli og flíkar endurteknum söguminnum og áherslum sem geta talist dæmigerð fyrir efnið, s.s. þrætubókarlist ögrana, hótana og heitstrenginga í kjölfar friðrofs, frelsisfyrirheit og tilfinningaæði átaka, fagurfræði vopna, líkamskrafta ásamt lýsingu meiðsla, vítahringur áreita og hefnda, átakasiðgæði (tryggð og svik, áræði og hugleysi, mildi og miskunnarleysi), víxlverkun vonar og örvæntingar, lífsþrá og daður við dauðann, trúarhugmyndir um gæfu og feigð, nýjar hömlur, samfélag og uppgjöf, og loks sársaukafull endurminning, geðræn vandamál og önnur mannleg eftirköst átaka. Námskeiðið er vinnustofa sem mótuð verður í samvinnu við nemendur. Kennari mun leggja til valin bókmenntaverk og fræðirit og leiða umræður en nemendur sjálfir velja efni og aðferðir til frekari greiningar. Námskeiðinu er ætlað að mynda rammann utan um ritgerðarvinnu nemenda.

X

Viðtökufræði (ABF836F)

Öll listaverk eru sprottin af sköpunarferli, en merking þeirra verður ekki ljós fyrr en með öðru ferli sem einnig felur í sér sköpun þótt það sé oftar kennt við skilning og túlkun. Þetta ferli hefur í vaxandi mæli verið kannað út frá hugtakinu viðtökur enda má segja að merking endurnýist á hverjum samfundi verks og viðtakanda. Á þessu námskeiði verður byggt á breiðum skala viðtökufræða. Fjallað verður um viðtökur og áhrif einstakra verka (ljóða, sagna, leikrita, kvikmynda), áhrif sem eru öðrum þræði einstaklingsbundin þó að samskiptin mótist einnig af margflóknu samhengi menningarmótunar sem býr innra með viðtakanda. Slíkt samhengi mótar einnig á sinn hátt endurritun, aðlögun og flokkun verka, til dæmis á vegum gagnrýni, fræðilegrar og sögulegrar umfjöllunar, þýðinga og kvikmyndunar bókmenntaverka. Sum verk lenda í ótrúlegum ferðalögum sem mótast meðal annars af breytilegu gildismati.
Leitast verður við að gefa nemendum færi á mismunandi verkefnum innan viðtökufræða; áherslan getur verið á stökum verkum (áhrifum þeirra og framhaldslífi) eða safni verka einstakra höfunda, en einnig má líta til sögu einstakra bókmennta- eða kvikmyndategunda, eða huga að langlífi eða nýju landnámi ákveðinna viðfangsefna, tjáningarhátta, hugmyndaheima eða strauma. Þótt bókmenntir verði plássfrekar í lesefni námskeiðsins verða dæmi einnig sótt í kvikmyndir og kvikmyndafræðinemum verður gert kleift að vinna verkefni sín á því sviði.

X

Skýjaborgir: Stafrænn nútími í bókmenntum og kvikmyndum (ABF837F)

Menningarvettvangurinn er stafrænn á nýrri öld og knúinn áfram af tæknibyltingum umliðinna áratuga og einokun tröllslegra fyrirtækja. Í námskeiðinu verður rýnt í hvernig framleiðsla, merkingarvirkni og viðtökur kvikmynda og bókmennta hafa breyst í skugga áðurnefndra samfélagshræringa á nýju árþúsundi. Stafræna byltingin olli verufræðilegu rofi í kvikmyndasögunni og í kjölfarið hefur fræðimönnum verið tíðrætt um „dauða kvikmyndarinnar“. Jafnvel þótt þar kunni að vera of hátt reitt til höggs er eðlilegt að spyrjast fyrir um stöðu kvikmyndarinnar á tímum streymisveitunnar, tölvuleikja og Tik Tok. Áríðindi er jafnframt að grennslast fyrir um núverandi stöðu og framtíð bókmennta í „tengdu“ þjóðfélagi þar sem allir eru í „sambandi“. Eiga þær undir högg að sækja á tímum skjámenningar, samtengingar og stafrænna miðla? Er netkindin (e. meme) næsta skref í þróun ljóðsins? Hvernig hafa bókmenntirnar brugðist við víðtækum menningarlegum og samfélagslegum umbreytingum? Þessum spurningum og öðrum verður velt upp í námskeiðinu samhliða því sem fræðitextar á borð við The End of Cinema? A Medium in Crisis in the Digital Age (André Gaudreault, 2015), The Platform Society (José van Dijck, 2018), og Everything and Less: The Novel in the Age of Amazon (Mark McGurl, 2021) verða lesnir í heild eða hluta. Meðal skáldverka sem skoðuð verða í námskeiðinu eru No One is Talking About This (Patricia Lockwood, 2021) og Truflunin (Steinar Bragi, 2020). Kvikmyndir verða jafnframt hluti af námsefninu og má þar nefna Vertigo AI (Chris Peters , 2020), Aldrei snjóar aftur (Małgorzata Szumowska, 2020), P-kynslóðin (Victor Ginzburg, 2011), Weird Science (John Hughes, 1985) og Videodrome (David Cronenberg, 1983).

X

Sögur og dróttkvæði: Egla, Eyrbyggja og Grettla. (ÍSB824F)

Í námskeiðinu verða þessar þrjár sögur lesnar í þaula og reynt að svara eftirfarandi spurningum: Af hverju skiptir máli að persónur sagnanna eru skáld? Hvaða innsýn veitir kveðskapurinn í ætlaðan hugarheim persónanna? Hver eru mismunandi hlutverk ljóðlistar og lausamáls í sögunum? Hefur ljóðlistin áhrif á byggingu og merkingarmyndun sagnanna? Hvernig skildi samtímafólk höfunda sagnanna þær?

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kjartan Már Ómarsson
Kjartan Már Ómarsson
Almenn bókmenntafræði

Þegar ég byrjaði í almennri bókmenntafræði hafði ég myndað mér þá skoðun að námið snerist um að lesa fagurbókmenntir allan daginn alla daga, sem maður fær sannarlega möguleika á að gera. Nema í ofanálag lærir maður að lesa upp á nýjan leik, sem gerir að verkum að skrifaður texti opnast manni á nýja og merkingarþrungna vegu sem hefði verið ómögulegt að hugsa sér að óreyndu. Í almennri bókmenntafræði lærir maður jafnframt gagnrýna hugsun og fær í hendurnar hugtaksleg verkfæri sem hafa jafnt notagildi í daglegu lífi og við greiningu bókmenntaverka, því það að sjálfsögðu ekkert utan textans.  Almenna bókmenntafræðin kenndi mér ekki aðeins að lesa bækur heldur alla miðla, allar gjörðir, alla menningu, tilveruna í heild sinni.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli og þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.