
Fjölmiðlafræði
60 einingar - Aukagrein
Nemendur fá góðan grunn í sígildri fjölmiðlafræði auk þess sem rík áhersla er lögð á hvernig greinin hefur verið að þróast undanfarin ár. Fjölmiðlafræðin er einkar „lifandi“ grein þar sem rannsóknarefnið hefur tekið ótrúlegum stakkaskiptum, einkum með tilkomu samfélagsmiðlanna, sem farið er sérstaklega í.
Dægurmenningarlegar afurðir eins og dægurtónlist (popp og rokk), kvikmyndir, sjónvarp og tölvuleikir eru einnig undir hatti aukagreinarinnar og þá er kennt sérstakt rannsóknarnámskeið þar sem nemendum gefst kostur á að glíma við fjölmiðlafræðileg álitamál upp á eigin spýtur undir handleiðslu kennara.

Um námið
Fjölmiðlafræði er kennd sem 60 eininga aukagrein og sem taka má með annarri aðalgrein til 120 eininga.
Kjarni námsins eru eftirfarandi námskeið:
- Fjölmiðlafræði
- Samfélags- og nýmiðlar
- Fjölmiðlarannsóknir: Álita- og ágreiningsmál

Fjölmiðlafræðinámið á BA stigi nýtist öllum þeim sem áhuga hafa á samfélagslegum áhrifum fjölmiðla í samtímanum. Einnig veitir það góðan undirbúning fyrir nemendur, sem hyggja á meistaranám í félagsfræði eða stjórnmálafræði og hún er kjörin fyrir þau, sem hugleiða meistaranám í fjölmiðlafræði eða blaða- og fréttamennsku.