Fjölmiðlafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Fjölmiðlafræði

Fjölmiðlafræði

60 einingar - Aukagrein

. . .

Nemendur fá innsýn í sígilda fjölmiðlafræði auk þess sem rík áhersla er lögð á hvernig greinin hefur verið að þróast. Fjölmiðlafræðin er einkar „lifandi“ grein þar sem rannsóknarefnið hefur tekið ótrúlegum stakkaskiptum, einkum með tilkomu samfélagsmiðlanna. Þá er og farið sérstaklega í dægurmenningarlegar afurðir eins og dægurtónlist (popp og rokk), kvikmyndir, sjónvarp, tölvuleiki o.s.frv.

Um námið

Fjölmiðlafræði er kennd sem 60 eininga aukagrein og sem taka má með annarri aðalgrein til 120 eininga.

Kjarni námsins eru eftirfarandi námskeið:

  • Fjölmiðlafræði
  • Samfélags- og nýmiðlar
  • Félagsfræði dægurmenningar
  • ​Fjölmiðlarannsóknir: Álita- og ágreiningsmál

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Þeir sem hyggja á félagsvísindalegt fræðagrúsk búa vel að þessu námi, enda lita og móta fjölmiðlarnir marga þætti félagslegra samskipta, menningarframleiðslu, pólitískra stefnumótanna o.s.frv. Fræðin henta þá einstaklega vel hverjum þeim sem hyggur á starf við fjölmiðlana sjálfa.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fjölmiðlar
  • Almannatengsl
  • Net- og tækniðnaður
  • Fræðimennska
  • Sprotastarfsemi og nýsköpun
  • Pólitík og stefnumótun

Félagslíf

Aukagreinin heyrir undir námsbraut í félagsfræði. Nemendafélagið þar kallast Norm og stendur fyrir blómlegu félagslífi.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

Hafðu samband

Umsjónarmaður fjölmiðlafræðinnar er Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt aet@hi.is.

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 101 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

 

Netspjall