Sjálfsumönnun fólks með byrjandi lungnateppu | Háskóli Íslands Skip to main content

Sjálfsumönnun fólks með byrjandi lungnateppu

Helga Jónsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild

Langvinn lungnateppa er umfangsmikið og vangreint heilsufarsvandamál á Íslandi og á alþjóðavísu. Lítill hluti þeirra sem glíma við langvinna lungnateppu veit að hann er með sjúkdóminn og leitar sér ekki aðstoðar fyrr en sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt Eru reykingar helsta orsök sjúkdómsins og reykleysi mikilvægasti þátturinn í að sporna við framgangi hans.

Helga Jónsdóttir

„Langvinn lungnateppa er mjög alvarlegur sjúkdómur og markmið okkar með rannsókninni er að þróa þekkingu um leiðir til að efla möguleika sjúklinga til betra lífs og einkum til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Við leggjum ríka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar.“

Helga Jónsdóttir

Helga Jónsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra fullorðinna í samtengdri stöðu við Háskóla Íslands og Landspítala fer fyrir hópi samstarfsmanna sem vinnur að yfirgripsmikilli rannsókn þar sem lögð er áhersla á að þróa meðferð fyrir einstaklinga með langvinna lungnateppu á frumstigi sjúkdómsins. „Langvinn lungnateppa er mjög alvarlegur sjúkdómur og markmið okkar með rannsókninni er að þróa þekkingu um leiðir til að efla möguleika sjúklinga til betra lífs og einkum til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Við leggjum ríka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar.“

Helsti tilgangur rannsóknarinnar er að meta árangur meðferðar sem ætlað er að efla sjálfsumönnun fólks með langvinna lungnateppu og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felst í samræðum á forsendum samráðs við þátttakendur þar sem leitast er við að efla skilning á heilsufarsvandanum og því sem þátttakendur bera fyrir brjósti og tengist heilsu þeirra. Þátttakendur eru aðstoðaðir við að yfirstíga hindrandir og efla möguleika sína til betra lífs. Hluti þess er reykleysismeðferð og fræðsla. Þátttakendum er raðað tilviljunarkennt í meðferðar- og samanburðarhópa og er meðferðin veitt yfir 6 mánaða tímabil.

„Rannsóknin kemur til vegna áhuga okkar á að ná fyrr en verið hefur til þeirra sem glíma við sjúkdóminn. Við gerum okkur vonir  um að vinna okkar verði til þess að hægt verði að þróa nýja þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins, en sjúkdómurinn er gríðarlega kostnaðarsamur, ekki bara fjárhagslega heldur fer dánartíðnin vaxandi, ekki síst meðal kvenna,“ segir Helga.