Skip to main content

Vísindi á mannamáli í beinu streymi á Stafrænum Háskóladegi

Vísindi á mannamáli í beinu streymi á Stafrænum Háskóladegi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. febrúar 2021 13:00 til 15:30
Hvar 
Nánar 
Viðburðurinn verður sendur út á netinu

Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans. Um er að ræða spjallþátt þar sem ætlunin er að ræða efni í deiglunni, áskoranir samtímans og rannsóknir í víðum skilningi auk þess sem tækifæri gefst til að varpa ljósi á hina hliðina á vísindamönnunum sem ekki blasir alltaf við.

Viðburðurinn er laugardaginn 27. febrúar milli kl. 13 og 15.30 og verður hægt að nálgast streymið hér.

Viðmælendur verða frá öllum fimm fræðasviðum auk þess sem Jón Atli Benediktsson, rektor Háskólans mun sitja fyrir svörum.

Viðmælendur verða auk Jóns Atla, Isabel Alejandra Dias, Silja Bára Ómarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson, Helgi Gunnlaugsson, Urður Njarðvík, Thor Aspelund, Andri Steinþór Björnsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingileif Jónsdóttir, Ármann Jakobsson, Rósa Signý Gísladóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Guðrún Nordal, Kristín Jónsdóttir, Ólafur Páll Jónsson, Berglind Rós Magnúsdóttir, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Magnús Tumi Guðmundsson, Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, Gunnar Þór Hallgrímsson og Halldór Pálmar Halldórsson.

-----

Þessi beina útsending úr Hátíðasal verður samhliða því sem allar námsleiðir í grunnnámi verða kynntar á Stafræna Háskóladeginum. Hann er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi sem verður þann 27. febrúar milli kl. 12 og 16. Sjá nánar á haskoladagurinn.is

Spyrlar verða Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs skólans, og Björn Gíslason kynningar- og vefritsjóri. 

Á milli hverrar viðtalslotu verða sýnd spennandi innslög sem varpa ljósi á mikilvægi upplýsingatækninnar á okkar tímum.

Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans. Um er að ræða spjallþátt þar sem ætlunin er að ræða efni í deiglunni, áskoranir samtímans og rannsóknir í víðum skilningi auk þess sem tækifæri gefst til að varpa ljósi á hina hliðina á vísindamönnunum sem ekki blasir alltaf við.

Vísindi á mannamáli í beinu streymi á Stafrænum Háskóladegi

Dagskrá

13:00 - 13:10
Jón Atli Benediktsson og Isabel Alejandra Dias
13:15 - 13:25
Magnús Tumi Guðmundsson og Urður Njarðvík
13:35 - 13:45
Rósa Signý Gíslasdóttir og Guðrún Nordal
13:50 - 14:05
Silja Bára Ómarsdóttir, Guðmundur Hálfdánarson og Ólafur Páll Jónsson
14:15 - 14:25
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Rögnvaldur Sæmundsson og Thor Aspelund
14:35 - 14:45
Andri Steinþór Björnsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir
14:50 - 15:00
Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Halldór Pálmar Halldórsson og Gunnar Þór Hallgrímsson
15:10 - 15:20
Sigrún Ólafsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir
15:25 - 15:35
Helgi Gunnlaugsson, Ármann Jakobsson og Eyvindur G. Gunnarsson
15:40 - 15:50
Ingileif Jónsdóttir og Kristín Jónsdóttir