Skip to main content

Stjörnu- og norðurljósaskoðun - Með fróðleik í fararnesti

Stjörnu- og norðurljósaskoðun - Með fróðleik í fararnesti - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. janúar 2020 20:00 til 22:30
Hvar 

Skrifstofa Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6.

Nánar 
Brottför: Kl. 20 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

Af hverju eru stjörnur mismunandi á litinn og hvers vegna sjást norðurljósin bara stundum? Sævar Helgi Bragason, stjörnumiðlari frá Háskóla Íslands, svarar spurningum um norðurljósin, stjörnurnar og vetrarbrautina í gönguferð sem helguð er himingeimnum. Nauðsynlegt er að klæða sig vel og gott er að taka með sjónauka, nesti og heitt á brúsa. 2 klst.

Ef ekki viðrar til himinskoðunar þennan dag verður ferðinni frestað þar til góðar aðstæður skapast og það auglýst á fésbók og heimasíðu.

Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.

Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans við nánast hvert fótmál. Göngurnar hafa löngu unnið sér fastan sess en með þeim er aukið við þekkingu fólks, ekki síst ungmenna, á sama tíma og boðið er upp á holla og skemmtilega hreyfingu.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

Sævar Helgi Bragason, stjörnumiðlari frá Háskóla Íslands, svarar öllum spurningum um norðurljósin, stjörnurnar og vetrarbrautina í gönguferð sem helguð er himingeimnum.

Stjörnu- og norðurljósaskoðun - Með fróðleik í fararnesti