Skip to main content

Stafræni háskóladagurinn

Stafræni háskóladagurinn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. febrúar 2021 12:00 til 16:00
Hvar 
Nánar 
Viðburðurinn fer fram á netinu

Háskóli Íslands kynnir grunnnám skólans á Stafræna háskóladeginum laugardaginn 27. febrúar 2021 milli klukkan 12 og 16. 

Á Stafræna háskóladeginum gefst gestum færi á að kynna sér allar námsleiðir í grunnnámi í Háskóla Íslands á opnum fjarfundum þar sem nemendur og kennarar verða reiðubúin að svara spurningum og spjalla um hvaðeina sem snertir námsleiðina. Hver og ein námsleið verður með sinn fjarfund og hægt verður að fara inn á fundina hvenær sem á milli kl. 12 og 16.

Þarna gefst því frábært tækifæri til þess að kynna sér fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands í grunnnámi og eiga gott samtal við þau sem best þekkja hverja námsleið.

Á Stafræna háskóladeginum verður einnig hægt að fara inn á fjarfundi og tala við fulltrúa frá Náms- og starfsráðgjöf, Alþjóðasviði, Nemendaskrá, Stúdentaráði og Félagsstofnun stúdenta sem er sér um Stúdentagarða, leikskóla stúdenta, matsölur og fleira. 

Nánara fyrirkomulag dagsins og slóðir á fjarfundi verða verður kynntar þegar nær dregur.

Stafræni Háskóladagurinn er samvinnuverkefni allra háskóla á Íslandi

Háskóli Íslands kynnir allt grunnnám skólans á stafrænum Háskóladegi laugardaginn 27. febrúar 2021 milli klukkan 12 og 16. 

Stafrænn Háskóladagur