Ráðstefna Þjóðarspegilsins 2023

Ráðstefna Þjóðarspegilsins verður haldin 2. og 3. nóvember 2023
Ráðstefnan er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna. Ráðstefna Þjóðarspegilsins veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði félagsvísinda. Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á félagsvísindum og er þátttakendum og öðrum áhugasömum að kostnaðarlausu.
Meistaranemar eru sérstaklega hvattir til að senda inn ágrip að veggspjaldakynningu.
Mikilvægar dagsetningar:
Kall eftir ágripum: 20. júní – 20. ágúst 2023
Leiðbeiningar um innsend ágrip:
- Stutt lýsing / efnisatriði kynnt til sögunnar
- Markmið / rannsóknarspurning
- Aðferð
- Helstu niðurstöður
- Ályktun / helsti lærdómur
Ágrip má vera á bilinu 170 – 250 orð að lengd
Vanda skal til málfars.
Æskilegt er að hver þáttakandi sem tekur þátt á Þjóðarspeglinum flytji aðeins eitt erindi
Senda skal inn ágrip á því tungumáli og erindið verður flutt (íslensku eða ensku).
Þegar ágrip eru send á ráðstefnuna skal haka við þann efnisflokk sem lýsir ágripi best. Efnisflokkar verða hafðir til hliðsjónar við röðun í málstofur.
Kall eftir sér málstofum: 1. júní – 15. júní 2023
Senda skal umsókn að sér málstofu á netfangið: thjodarspegillinn@hi.is
Upplýsingar sem þurfa að koma fram:
- Ábyrgðaraðili málstofu; nafn, stofnun, staða, netfang, símanúmer
- Titill málstofu (vinsamlegast hafið titil stuttan)
- Lýsing á málstofu
- Rökstuðningur fyrir að málstofan þurfi sér vettvang (t.d. ef um rannsóknarhóp er að ræða o.s.frv.).
Farið verður yfir umsóknir sem berast og ábyrgðaraðila tilkynnt fyrir 20. júní hvort málstofa er samþykkt.
Ráðstefna Þjóðarspegilsins verður haldin 2. og 3. nóvember 2023 á háskólasvæðinu.
