Skip to main content

Patrick Crowley opnar fyrirlestraröð Bókmennta- og listfræðastofnunar

Patrick Crowley opnar fyrirlestraröð Bókmennta- og listfræðastofnunar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. október 2021 12:00 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 8

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Patrick Crowley, forseti tungumála-, bókmennta- og menningardeildar Háskólans í Cork, heldur opnunarfyrirlestur fyrirlestraraðar Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands, í stofu 8 í Veröld þriðjudaginn 12. október kl. 12:00.

Patrick Crowley er prófessor við Háskólann í Cork og hann sérhæfir sig í rannsóknum á nútíma- og samtímamenningu hins frönskumælandi heims. Hann hefur unnið að rannsóknum á fagurfræðilegum formgerðum – aðallega innan bókmenntanna – samhengi og afbyggingu þeirra. Hann hefur gefið út fjölda verka, þar með talið Pierre Michon: The Afterlife of Names, sem kom út árið 2007; Mediterranean Travels: Self and Other from the Ancient World to Contemporary Society, sem hann ritstýrði ásamt Noreen Humble og Silvia Ross; og Postcolonial Poetics: Genre and Form sem hann ritstýrði ásamt Jane Hiddleston, en þær komu báðar út árið 2011. Nánar um Patrick Crowley.

Fagurfræði, andspyrna og nýlenduhyggja

Í þessum fyrirlestri verður sett fram sú kenning að hægt sé að nýta fagurfræði sem aðferðafræði í andspyrnu við nýlenduhyggju og kannað hvaða möguleika slík andspyrna hefur til að móta og hafa áhrif á samtíma okkar. Fjallað verður um skáldsagnaritun og listsköpun sem aðferð til að gera upp nýlenduarfleifð og takast á gagnrýnan hátt á við það pólitíska kerfi sem hún hefur leitt af sér. Meðal annars verður fjallað um skáldsöguna Nejma eftir Kateb Yacine sem kom út á sjálfstæðisbyltingarárum Alsírs (1954–1962).

Anti-colonial aesthetics, temporalities, and Algerian revolutions

This paper is part of a wider publication project that seeks to unsettle the politics of time that has fastened the anticolonial enterprise to the past. Along with my co-editor, Carlos Garrido Castellano, we propose to mobilise and repurpose anticolonial aesthetics and praxis as an ongoing radical creative repertoire with the potential to shape our global contemporaneity. My contribution focuses on a particular national example, that of Algeria and begins with the observation that in the wake of Algeria’s ‘black decade’ of violence in 1990s, references to a star (or nedjma in Arabic) came to be inscribed and contextualised within a diverse range of novels and artistic production. Its function varies but seems in every case to prompt a reflection on Algeria’s revolutionary past and its uncertain present. A range of novelists draw upon the symbolic power of the star and its centrality to a symbolic condensation of the nation and its revolutionary struggle given form by Kateb Yacine in his novel Nedjma (1956) published during the Algerian war of independence (1954-62). In juxtaposing these two periods – the one anticolonial and the other post-colonial – we can reflect on how the aesthetics and creative processes of the earlier period are reworked in order to prompt agency. In this way, such novels suggest that anticolonial aesthetics can serve not only to think about decolonization but about the failures, if not the failure, of the post-colonial state. At the same time, the post-colonial state continues to draw upon that same symbolic reservoir to reassert its political legitimacy and to pacify a radical collective project. How writers and artists rework, resist or appropriate the aesthetics of Algeria’s revolution, creating a dialectic of past and present is central to this paper but also to the recent popular movement, or hirak, what has brought the question of aesthetics and revolutionary temporalities back into the public space.

Patrick Crowley.

Patrick Crowley opnar fyrirlestraröð Bókmennta- og listfræðastofnunar