Skip to main content

Nýsköpun í þágu menntunar

Nýsköpun í þágu menntunar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. maí 2023 13:00 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

þann 25. og 26. maí n.k. verður kastljósinu beint að nýsköpun í þágu formlegrar og óformlegrar menntunar. Fulltrúar skólafólks, fræðasamfélags, frumkvöðla og stefnumótenda munu leitast við að svara spurningum sem gera má ráð fyrir að varpi ljósi á möguleika til þróunar á skóla- og frístundastarfi á komandi árum:

  • Hvernig skilgreinum við nýsköpun í þágu menntunar? Er hún frábrugðin annarri nýsköpun?
  • Hvernig fer nýsköpun í þágu menntunar fram?
  • Hver sinnir nýsköpun í þágu menntunar?

Fimmtudaginn 25. maí kl. 13-16, í salnum Fjara í Stakkahlíð verður haldin gagnvirkur umræðufundur þar sem gestir munu geta tekið þátt í umræðum um þau tækifæri sem eru til staðar og þær áskoranir sem nýsköpun og nýsköpunartengd verkefni í menntun standa frammi fyrir.

Ráðstefnan er haldin af Nýsköpunarstofu menntunar í samstarfi við Samtök menntatæknifyrirtækja og er ætluð öllum þeim sem koma að fræðslu- og uppeldisstarfi, menntarannsóknum, stefnumótun og nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi í þágu menntunar.

Til að staðfesta þátttöku, vinsamlegast skráið ykkur hér.