Málþing til minningar um Jónas Elíasson

Háskólatorg
Litla torg
Vatns- og fráveitufélag Íslands (VAFRÍS) og Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands bjóða til málþings til minningar um Jónas Elíasson, prófessor í straumfræði við Háskóla Íslands og meðstjórnanda VAFRÍS (2012-2014), en Jónas lést fyrr á árinu.
Viðburðurinn er opinn öllum, en þátttakendur eru beðnir að skrá sig fyrir 25. apríl til að áætla megi veitingar.
Dagskrá
Rannsóknasamvinnuverkefni innan Háskólans
Júlíus Sólnes, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, ræðir um þrjú rannsóknarverkefni sem hann vann með Jónasi.
- Tölfræðileg greining á rennslismælingum í Þjórsá við Urriðafoss og Hald.
- Hönnun stálgrindamastra í Búrfellslínu 2 vegna tilboðs Sandblásturs og málmhúðunar á Akureyri í byggingu línunnar.
- Jarðskjálftaáhætta á höfuðborgarsvæðinu (með Ragnari Sigbjörnssyni).
Framlag Jónasar Elíassonar til hagnýtra greininga á sviði straum- og vatnafræði
Sveinn Óli Pálmarsson, framkvæmdastjóri hjá Verkfræðistofunni Vatnaskil
Fátt var Jónasi óviðkomandi og í anda þess setti hann krafta sína í ýmsar rannsóknir og verkefni sem leiddu af sér hagnýtingu þeirra innan verkfræðinnar, sérstaklega á sviði straum- og vatnafræði. Stiklað verður á stóru um sum af þeim verkum, hvernig þau hafa stutt við fagsviðið og þátt þeirra í frekari framþróun.
Aftaka úrkoma á Íslandi: Sögulegar breytingar og spár
Andréa-Giorgio Raphael Massad, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands
Andréa mun sýna ný 1M5 kort fyrir lok aldarinnar fyrir mismunandi sviðsmyndir um hnattræna hlýnun. Hann mun einnig tala um hvernig hnattræn hlýnun hefur breytt árstímabundinni úrkomu, s.s. upphaf snjóbráðar á vorin og hvort úrkoma fellur sem snjór eða regn. Þessar greiningar eru byggðar á endurmati Veðurstofunnar, svokölluðu ICRA gögnum. Erindi Andréa fer fram á ensku.
Tölfræðiaðferðir fyrir hámarksúrkomu á þéttu landfræðilegu neti
Brynjólfur G. Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi við HÍ
Í erindinu verða rannsóknir á Bayesískum tölfræðiaðferðum fyrir hámarksúrkomu kynntar. Sýnt verður hvernig þessum aðferðum hefur verið beitt á gögn frá Bretlandi sem ná til hámarksúrkomu á landfræðilegu neti (5x5 km) og hvernig megi nota þær til að fá mat á leitni hámarksúrkomu yfir tíma fyrir hverja stöð. Að lokum verður fjallað um hvernig megi yfirfæra þessar aðferðir á íslensk gögn um hámarksúrkomu.
Fundarstjóri: Hrund Ó. Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, gjaldkeri VAFRÍS.