Lærum með leiðtogum – Elísabet Margeirsdóttir: 400 kílómetrar af ástríðu og áskorunum | Háskóli Íslands Skip to main content

Lærum með leiðtogum – Elísabet Margeirsdóttir: 400 kílómetrar af ástríðu og áskorunum

Hvenær 
24. október 2018 12:10 til 12:50
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrsti leiðtoginn í fyrirlestraröðinni Lærum með leiðtogum er Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari og aðjúnkt við Menntavísindasvið. Elísabet vann nýverið það stórkostlega afrek að ljúka 400 kílómetra hlaupi í Góbí-eyðimörkinni í Kína á innan við 100 klukkustundum. Hún mun fjalla um hvernig það var að sigrast á áskorun af þessari stærðargráðu og þá þætti sem skipta mestu máli til að ná slíku markmiði.

Um fyrirlestraröðina

Lærum með leiðtogum er heiti á nýrri fyrirlestraröð sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir skólaárið 2018-2019.

Sex leiðtogar munu heimsækja okkur og eru fyrirlestrarnir haldnir að jafnaði á miðvikudögum í hádeginu frá kl. 12.10-12.50 í Bratta.

Allir fyrirlesarar eiga það sameiginlegt að vera leiðtogar og brautryðjendur á ólíkum sviðum samfélagsins. Þau munu segja frá verkefnum sínum og ekki síst miðla sínum persónulega lærdómi af því að takast á við áskoranir. Fyrirlestrarnir munu fjalla um menntun, hreyfingu, andlega líðan, kvikmyndir, jafnrétti og eitraða karlmennsku, markmiðasetningu, samskipti, ímyndunaraflið og samfélagslega þátttöku.

Lærum með leiðtogum hefur það markmið að veita nemendum og starfsfólki Háskólans innblástur, skapa umræður og vera uppspretta lærdóms. Menntavísindasvið býður einum framhaldsskóla á hvern viðburð til að mynda betri tengsl og byggja brýr milli skólastiga.

DAGSKRÁ

24. október

400 kílómetrar af ástríðu og áskorunum

Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari og aðjúnkt við Menntavísindasvið

14. nóvember

KeyWe Að vernda ímyndunarafl og túlkun nemenda Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og stofnandi KeyWe

16. janúar

Hvernig segjum við sögur ungs fólks? Baldvin Z., kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri

23. janúar

Framtíðarleiðtogar  Alda Karen Hjaltalín, framkvæmdastjóri AK Consultancy og fyrirlesari

13. febrúar

Verum #huguð – Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðinemi við Háskóla Íslands og formaður Hugrúnar, geðfræðslufélags háskólanema

6. mars

Leikreglur karlmennskunnar Þorsteinn V. Einarsson, stofnandi og ritstjóri #karlmennskan á samfélagsmiðlum, kennari og fyrrum starfsmaður félagsmiðstöðva

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Fyrirlestrar verða teknir upp og birtir á YouTube-rás Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Verið öll velkomin!

 

Fyrsti leiðtoginn í fyrirlestraröðinni Lærum með leiðtogum er Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari og aðjúnkt við Menntavísindasvið. Elísabet vann nýverið það stórkostlega afrek að ljúka 400 kílómetra hlaupi í Góbí-eyðimörkinni í Kína á innan við 100 klukkustundum. Hún mun fjalla um hvernig það var að sigrast á áskorun af þessari stærðargráðu og þá þætti sem skipta mestu máli við að ná slíku markmiði.

Lærum með leiðtogum – Elísabet Margeirsdóttir: 400 kílómetrar af ástríðu og áskorunum