Skip to main content

Fyrstu stjörnurnar og rannsóknir á hjara veraldar

Fyrstu stjörnurnar og rannsóknir á hjara veraldar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. maí 2024 20:00 til 22:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ágrip:
Hvernig var alheimurinn þegar fyrstu stjörnurnar litu dagsins ljós? Við vitum ósköp lítið um tímabilið í sögu alheimsins sem kalla mætti hina fyrstu dögun. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá eru samt til leiðir til þess að rýna í þetta tímabil. Daufar útvarpsbylgjur sem stafa frá ójónuðu vetni, algengasta frumefninu í alheiminum, gefa vísbendingu um geislun frá fyrstu stjörnunum. Rannsóknir á þessum bylgjum krefjast sérhannaðra útvarpssjónauka sem eru staðsettir í útnárum jarðarinnar til þess að sleppa undan suði af mannavöldum, m.a. frá útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Í þessum fyrirlestri mun Dr. Cynthia Chiang lýsa störfum rannsóknarhópsins sem hún leiðir sem snúa t.d. að hönnun, smíði, og gangsetningu á útvarpssjónaukum á sumum af afskektustu stöðunum á jörðinni, þar á meðal á Axel Heiber eyju í norðurhluta Kanada og Marion eyju sem er mitt á milli Suður Afríku og Suðurskautslandsins. Ekki missa af þessum áhugaverða fyrirlestri um rannsóknir sem gætu svipt hulunni af lítt þekktu tímabili í frumbernsku alheimsins.

Dr. Cynthia Chiang, dósent í eðlisfræði við McGill háskóla í Kanada

Fyrstu stjörnurnar og rannsóknir á hjara veraldar