Skip to main content

Falskar játningar í sakamálum

Falskar játningar í sakamálum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. febrúar 2023 9:00 til 16:00
Hvar 

Lögberg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Embætti ríkissaksóknara og Lagastofnun Háskóla Íslands standa fyrir fræðslufundi um falskar játningar í sakamálum.

Fyrirlesari er Gísli H. Guðjónsson CBE, rannsóknarprófessor við Háskólann í Reykjavík og prófessor emeritus við King´s College í London.

Fundarstjóri er Jón HB Snorrason, saksóknari og aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands.

Á fundinum mun Gísli m.a. fjalla um þróun réttarsálfræðinnar í sögulegu samhengi og áhrif á meðferð sakamála. Þá mun hann fjalla um helstu dómsmálin sem höfðu áhrif til breytinga í Bretlandi, Bandaríkjunum, Noregi og á Íslandi. Þá verða fyrirspurnir og umræður.

Hádegishlé verður á milli klukkan 12:00 til 13:00.

Boðið verður upp á kaffiveitingar fyrir og eftir hádegi.

Fræðslufundurinn verður í Lögbergi, stofu 101

Falskar játningar í sakamálum