Skip to main content

Eyjasögur: Saga Bretlands á tímum Brexit

Eyjasögur: Saga Bretlands á tímum Brexit - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. október 2019 16:00 til 17:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 3. október 2019 mun David Reynolds, prófessor í alþjóðasögu við Cambridge-háskóla, flytja fyrirlestur sem ber heitið  „Eyjasögur: Saga Bretlands á tímum Brexit” (Island Stories: Britain and Its History in the Age of Brexit). Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 16.00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og er öllum opinn. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stendur að fyrirlestrinum í samvinnu við breska sendiráðið í Reykjavík. 

Í fyrirlestrinum fjallar David Reynolds um nýjustu bók sína Island Stories: Britain and its History in the Age of Brexit, sem kemur út 31. október n.k., en þar skoðar hann úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu út frá langtíma sjónarhorni í stað þess að einblína á þær daglegu sviptingar sem einkenna umræðuna um Brexit. Áherslan verður lögð á að greina tvenns konar sögulega þróun sem hefur leitt til sívaxandi togstreitu: annars vegar samband Bretlands við Evrópusambandið og  hins vegar innbyrðis tengsl þeirra landa/svæða sem heyra Bretlandi til. Loks mun Reynolds setja efnið í víðara samhengi með því að víkja að þeim áskorunun, sem þjóðir standa frammi fyrir, þegar þær takast á við fortíð sína.   

David Reynolds er heimsþekktur sagnfræðingur á sviði alþjóðasögu 20. aldar.  Hann er prófessor við Cambridge-háskóla og hefur starfað sem gistiprófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, Science Po í Frakklandi og Nihon-háskóla í Japan. Hann hefur skrifað mikið um heimsstyrjaldirnar tvær og kalda stríðið. Eftir hann liggja 16 fræðibækur sem höfundur eða ritstjóri.  Meðal nýlegra verka hans eru: Transcending the Cold War: Summits, Statecraft, and the Dissolution of Bipolarity in Europe, 1970–1990 (2016) [meðritstjóri:  Kristina Spohr] og The Kremlin Letters: Stalin’s Wartime Correspondence with Churchill and Roosevelt (2018) [meðhöfundur: Vladimir Pechatnov]. Reynolds fékk Wolfson-verðlaunin fyrir bók sína In Command of History: Churchill Fighting and Writing the Second World War (2004) og Hessell-Tiltman verðlaunin fyrir bókina The Long Shadow: The Great War and the Twentieth Century (2013) (sjá https://www.hist.cam.ac.uk/directory/djr17@cam.ac.uk). 

David Reynolds, prófessor í alþjóðasögu við Cambridge-háskóla.

Eyjasögur: Saga Bretlands á tímum Brexit