Skip to main content

Doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild: Arngrímur Vídalín

Doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild: Arngrímur Vídalín - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. nóvember 2017 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi fer fram doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Arngrímur Vídalín doktorsritgerð sína í íslenskum bókmenntum sem nefnist Skuggsjá sjálfsins: Skrímsl, jöðrun og afmennskun í lærdómshefð íslenskra sagnaritara 1100-1550. Andmælendur eru Annette Lassen, rannsóknardósent við Árnasafn í Kaupmannahöfn, og Rudolf Simek, prófessor við Háskólann í Bonn.

Doktorsritgerðin er unnin undir leiðsögn Ármanns Jakobssonar, prófessors í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Aðrir í doktorsnefnd eru Aðalheiður Guðmundsdóttir og Daniel Sävborg.

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, forseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Rannsóknin rekur uppruna hugmynda miðaldafólks um framandi þjóðir á jaðri heimsins, hvernig þeim var beitt í íslenskum alfræði- og sagnaritum til að skrímslisgera hópa sem þóttu óæskilegir. Rannsóknin er framlag til rannsókna á jaðarsetningu og afmennskun, en einnig til íslenskra sjálfsmyndarrannsókna og rannsókna á bókmenningu fyrri alda. Hún er hluti af rannsóknarverkefninu Encounters with the Paranormal sem stýrt hefur verið af Ármanni Jakobssyni.

Doktorsefnið

Arngrímur Vídalín lauk B.A.-prófi í íslensku árið 2010 og Cand. Mag. í norrænum málum og bókmenntum við Árósaháskóla árið 2012. Á námstímanum hlaut hann styrki frá Árnanefnd í Kaupmannahöfn og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Þá kenndi hann eitt misseri við Háskólann í Slesíu í Katowice, Póllandi, auk eins misseris við námsdvöl við Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Hann vinnur nú að bók um Grettis sögu með styrkjum frá Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna og Hagþenki.

Arngrímur Vídalín.