Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfisverkfræði - Tarek A. M. Zaqout

Doktorsvörn í umhverfisverkfræði - Tarek A. M. Zaqout - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. september 2022 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Doktorsefni: Tarek A. M. Zaqout

Heiti ritgerðar: Vatnafræðileg skilvirkni blágrænna ofanvatnslausna í köldu sjávarloftslagi (Hydrologic Performance of Sustainable Urban Drainage Systems in Cold Maritime Climates)

Andmælendur:
Dr. Tone Merete Muthanna, prófessor við NTNU, Noregi
Dr. Ryan Winston, lektor við Ohio State University, Bandaríkjunum

Leiðbeinandi: Dr. Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Ólafur Gestur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
Dr. Johanna Sörensen, dósent við Háskólann í Lundi, Svíþjóð

Doktorsvörn stýrir: Dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar HÍ

Ágrip

Blágrænar ofanvatnslausnir (BGO) eru í auknum mæli innleiddar til þess að draga úr flóðahættu, auka umhverfisgæði og vellíðan í borgum. Gróðurrásir eru algeng útfærsla á BGO, en hafa minnst verið kannaðar í köldu loftslagi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta virkni gróðurrásar í köldu sjávarloftslagi, sem einkennist af tíðum umhleypingum frosts og þíðu, þegar rignirá snjó og snjóbráð á miðjum vetri. Framkvæmdar voru afrennslistilraunir, ísigsmælingar og samfelldar mælingar á jarðvegi og veðurfari yfir tveggja ára tímabil í umhverfisvottaða hverfinu Urriðaholti í Garðabæ. Gróðurrásin miðlaði vatni í jarðveg á öllum árstíðum, en þó með lægri skilvirkni vegna frostmyndunar að vetri. Strjál og gróðurlaus svæði voru næmari en gras fyrir hýfingu og myndun steypufrosts í kjölfar endurtekinna frosts-þíðu kafla. Þétt blöð og samofið rótarkerfi grass hjálpuðu við að viðhalda vatnafræðilegri virkni, með því að auka gleypni yfirborðs og binda jarðveg svo hann aflagist ekki. Hermanir á jarðvegshita gáfu til kynna að dregið hafi úr frosti á síðustu 70 árum, að frosttímabilið hafi styst í átt að mánuðum þar sem mesta rigning mælist á snjó. Þessi þróun samhliða meiri úrkomu á snjó gefur vísbendingu um að hætta á ofanflóðum í þéttbýli geti aukist á næstu áratugum með hlýnandi loftslagi. Að viðhalda grænum svæðum í borg er nauðsynlegt til að auka viðnámsþol og draga úr neikvæðum áhrifum hnattrænnar hlýnunar.

Um doktorsefnið

Tarek Zaqout fæddist í Trípolí í Líbíu en ólst upp í Palestínu. Hann hlaut grunnmenntun í Gazaborg á hernumdu svæði Palestínumanna. Tarek lauk BS-prófi í byggingarverkfræði frá Íslamska Háskólanum í Gaza árið 2014. Að námi loknu starfaði hann í Dubai sem verkfræðingur, með áherslu á byggt umhverfi.

Árið 2015 flutti Tarek til Þýskalands til þess að nema vatnaverkfræði og stjórnun við Háskólann í Stuttgart og lauk þar MS-prófi. Eftir útskrift starfaði hann við verkfræðifyrirtækið diem.baker GbR í Ditzingen.

Tarek hóf doktorsnám í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands í október 2018.


 

Tarek A. M. Zaqout

Doktorsvörn í umhverfisverkfræði - Tarek A. M. Zaqout