Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfisverkfræði - Majid Eskafi

Doktorsvörn í umhverfisverkfræði - Majid Eskafi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. júní 2021 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi:  https://livestream.com/hi/doktorsvornmajideskafi

Doktorsefni: Majid Eskafi

Heiti ritgerðar: Meðhöndlun óvissu í skipulagsgerð fyrir hafnir með greiningu fyrir Hafnir Ísafjarðarbæjar (Framework for Dealing with Uncertainty in the Port Planning Process, an Icelandic Case of the Ports of Isafjordur Network)

Andmælendur:
Dr. Hercules E. Haralambides, prófessor við Erasmus University Rotterdam, Hollandi
Dr. Lóránt Tavasszy, prófessor við Delft University of Technology, Hollandi

Leiðbeinendur: 
Dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands
Dr. Ali Dastgheib, lektor við IHE Delft vatnafræðistofnunina, Hollandi

Einnig í doktorsnefnd
Dr. Poonam Taneja, fræðimaður við Tækniháskólann í Delft, Hollandi
Dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, gestaprófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Doktorsvörn stýrir:
 Dr. Bjarni Bessason, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Ágrip

Hafnir hafa verið að þróast til að fullnægja nýjum og breyttum kröfum hagsmunaaðila. Í þessum síbreytilega heimi eru hafnir þróaðar undir mikilli óvissu. Enn fremur þá leiða óvæntir atburðir, svonefndir svartir svanir, eins og til dæmis efnahagshrunið 2008, snjóflóðið á Flateyri 2020 og COVID-19 faraldurinn, til þess að skipulagsgerð hafna er sérstaklega krefjandi verkefni. Flækjustig hafnarkerfa og óvissa á löngum líftíma hafna gerir það óumflýjanlegt að taka tillit til óvissu í skipulagsferlinu. Þessi rannsókn setur fram skipulagsramma til að takast á við óvissu, þar á meðal tækifæri og veikleika, í skipulagsferli hafnar. Þessi rannsókn kynnir skipulagða hagsmunagreiningu til að virkja hagsmunaaðila hafna tímanlega í skipulagsferlinu. Þrívíddar ákvörðunaryfirborð byggt á loðinni (e. fuzzy) rökfræði er notað til að bera kennsl á mikilvæga hagsmunaaðila með mismunandi áhrif og hagsmuni. Í kjölfarið er árangur skipulagsins skilgreindur út frá markmiðum hagsmunaaðila og með samtvinnun eldri aðferðar og loðinnar rökfræði. Notuð er aðferð við gerð spár fyrir flæði um höfnina sem tekur tillit til þekkingaróvissu og eykur þannig áreiðanleika niðurstaðna spárinnar. Aðferðin skilgreinir þjóðhagslega áhrifaþætti á afkastagetu hafna með aðferð gagnkvæmra upplýsinga (e. mutual information) og beitir síðan Bayesískri tölfræði til að spá fyrir um afköst hafnarinnar. Árangursríkar aðgerðir eiga að geta nýtt tækifæri og takmarkað veikleika á áætluðum líftíma hafnarinnar, þar sem höfnin getur aðlagast eða þolað duttlunga framtíðarinnar betur. Sá ólínuleiki í að takast á við óvissu með því að beita skipulagsrammanum stuðlar að betra hafnarskipulagi. Skipulagsamminn styður ákvarðanatöku í óvissu umhverfi með því að auðvelda sveigjanlega skipulagsgerð fyrir hafnir. Skipulagsrammanum er beitt á hafnir Ísafjarðar. Helstu niðurstöður benda til þess að óvissan feli aðallega í sér tækifæri til skamms tíma, en til lengri tíma stendur hafnarkerfið frammi fyrir veikleikum.

Um doktorsefnið

Majid Eskafi hóf doktorsnám við Háskóla Íslands í ágúst 2017. Rannsóknir hans beinast að sveigjanlegri og sjálfbærri skipulagsgerð fyrir hafnir. Vettvangur rannsóknarinnar eru Hafnir Ísafjarðarbæjar.

Majid hefur hlotið rannsóknarstyrki frá Ísafjarðarbæ, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Hann hlaut Erasmus+ skiptináms- og starfsnámsstyrki á árunum 2017 og 2018 vegna rannsóknar- og námsheimsóknar til IHE Delft Institute for Water Education í Hollandi þar sem hann kynnti sér skipulagsfræði fyrir hafnir og tengda innviði. Hann hlaut einnig ferðastyrk Háskóla Íslands árið 2019.
Doktorsrannsóknir hans hafa leitt til fimm birtra vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum auk erinda á alþjóðlegum ráðstefnum um skipulagningu hafna og þróun. Hann hefur haldið málstofukynningar og skrifað greinar í dagblöð og tímarit.

Majid Eskafi

Doktorsvörn í umhverfisverkfræði - Majid Eskafi