Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Maartje Oostdijk

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Maartje Oostdijk - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. apríl 2021 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vörninni verður streymt

Doktorsefni: Maartje Oostdijk

Heiti ritgerðar: Fiskveiðistjórnun með framseljanlegum veiðiheimildum: Vistfræðilegur árangur og sanngirni (Fisheries Management under Individual Transferable Quota: Outcomes for Ecology and Equity)

Andmælendur: Dr. Mary Wisz, prófessor við Alþjóðlega siglingaháskólann í Malmö, Svíþjóð
Dr. Henrik Österblom, prófessor við Stockholm Resilience Center, Stokkhólmsháskóla, Svíþjóð

Leiðbeinandi: Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Maria J. Santos, prófessor við Landfræðideild Háskólans í Zürich
Dr. Ingrid Stjernquist, dósent við Landfræðideild Stokkhólmsháskóla
Dr. Peter Schlyter, prófessor við Skipulagsdeild, Blekinge Tækniháskólans í Svíþjóð

Doktorsvörn stýrir: Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands

Um er ræða sameiginlega doktorsgráðu við Háskóla Íslands og Stokkhólmsháskóla.

Ágrip

Lýsing á verkstjórnun fiskveiðiauðlinda skapar vandamál varðandi sameign þar sem eftirlit með hegðun er ekki án vandkvæða og flæði ávinnings frá auðlindinni er óljóst. Innleiðing framseljanlegs kvóta er stjórnunarfyrirkomulag þar sem quasi-eignarétti er úthlutað fyrir umhverfisauðlind, fisk eða hryggleysingja sjávar, sem er hreyfanleg og um ríkir óvissa. Þessi doktorsritgerð fjallar um sjálfbærniáhrif framseljanlegs kvóta sem stjórntæki fiskveiðiauðlinda. Niðurstöðurnar sýna fram á að stjórnunarkerfi fiskveiða sem byggja tækifæri til veiða á kvótum eða úthlutunum til einstaklinga, leiða frekar til minni ofveiði heldur en þau sem hafa ekki þá eiginleika (fræðigrein I). Samt sem áður benti greiningin til þess að lítil tengsl væru á milli tegundatilfærslu og líkinda á minni ofveiði, og engin tengsl á milli lengra tímabils án breytinga á kerfinu og líkinda á ofveiði. Þar að auki sýndi langtímarannsókn fram á að með aðlögunarhönnun væri hægt að gæta jafnvægis milli vistfræðilegra og efnahagslegra markmiða í mikilvægum blönduðum veiðum við Íslandsstrendur (fræðigrein II). Lagðar voru fram tillögur um innleiðingu margs konar stefnubreytinga til þess að draga úr vistfræðilegum áhættum sem snúa að tegundatilfærslum sem byggðar voru á þeim niðurstöðum. Frekari langtímarannsóknir gáfu tilefni til að draga þá ályktun að hröð samþjöppun hafi átt sér stað í þeim mikilvæga geira sem fiskveiði smábáta er á Íslandi, sem gæti hafa leitt til neikvæðra áhrifa á samfélög sem byggist upp á fiskveiðum (fræðigrein III) og að síðan kvótakerfið var innleitt hafi að magn þess kvóta sem höfð voru viðskipti með, haldist að meðaltali um tæplega 60% fyrir þær tegundir sem eru efnahagslega mikilvægastar fyrir íslenska kvótakerfið. Enn fremur benda niðurstöður úr fræðigrein IV til að ef kæmi til trúverðugrar tilkynningar um afturköllun kvóta í framtíðinni gæfi það færi á umbótum á stefnu. Að lokum benda rannsóknir sem fram hafa komið nýlega til þess að frekar megi gæta áhrifa hlýnun jarðar á sjávartegundir umfram aðrar. Í lokakafla ritgerðarinnar benda greiningar til að íslenskur fæðuvefur tekur breytingum undir mismunandi atburðarásum breytinga á jörðinni (fræðigrein V). Þær breytingar á fæðuvefnum munu gagnast einum hóp auðlindanotkenda á meðan aðrir tapa á þeim. Almennt benda niðurstöður greininganna þegar þær eru settar saman til þess að innleiðingar einstaklingskvóta gætu haft í för með sér kosti fyrir sjálfbærni fiskveiðiauðlinda og að hægt væri að jafna út suma af þeim fórnarskiptum sem gerðar hafa verið tilgátur um. Þessi ritgerð dregur upp mynd af frekari rannsóknum sem varpað gætu ljósi á sameignarvandamál í fiskveiðistjórnun.

Um doktorsefnið

Maartje Oostdijk er frá Hollandi. Hún lauk BS-gráðu í líffræði frá Utrecht University og MS-gráðu í umhverfisfræði frá sama skóla. Árið 2016 hóf hún að vinna doktorsverkefni sitt, sem hluti af Marie Curie AdaptEconII rannsóknarteyminu. Maartje býr í Reykjavík.

Maartje Oostdijk

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Maartje Oostdijk