Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Laura Malinauskaite | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Laura Malinauskaite

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Laura Malinauskaite - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. júní 2021 13:00 til 15:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Smellið hér fyrir streymi

Doktorsefni: Laura Malinauskaite

Heiti ritgerðar: Vistkerfisþjónusta hvala á Norðurskautinu: samframleiðsla, mat og stjórnun (Ecosystem services of whales in the Arctic: co-production, valuation and governance)

Andmælendur:
Dr. Vera Hausner, prófessor við deild Norðurskauts og sjávarlíffræði við the Arctic University of Norway í Tromsö, Noregi
Dr. Garry Peterson, prófessor við Stockholm Resilience Centre, Svíþjóð

Leiðbeinandi: Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd: Dr. David Cook, nýdoktor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands
Dr. Helga Ögmundardóttir, lektor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Lawrence Hamilton, prófessor og rannsakandi við Carsey skólann í opinberri stjórnsýslu við University of New Hampshire í Bandaríkjunum.

Doktorsvörn stýrir: Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip

Í þessari doktorsritgerð er gangverk félagslegra vistkerfa á norðurslóðum sem gera mönnum kleift að njóta góðs af vistkerfisþjónustu hvala skoðað. Þetta var gert með því að rýna núverandi stöðu þekkingar á tengdum fræðum, smíði á hugmyndalíkönum, tveimur frumrannsóknum á efnahagslegu og félags-menningarlegu gildi vistkerfisþjónustu hvala og mati á stjórnhæfni vistkerfisþjónustu hvala. Niðurstöðurnar benda til margvíslegs ávinnings fyrir velferð manna og tengdra efnahags-, félags-, menningar- og lífeðlislegra gilda frá vistkerfum í hafi, sem tengd eru vistkerfisþjónustu hvala í þeim samfélögum á Grænlandi, Íslandi og Noregi sem valin voru sem tilvik rannsóknarinnar. Ávinning frá vistkerfisþjónustu hvala má meðal annars sjá hvað varðar ferðaþjónustu, fræðslu, menningarlega sjálfsmynd, samfélagslega samheldni, hvalveiðar í bæði atvinnuskyni og fyrir frumbyggja, eflingu líffræðilegs fjölbreytileika, regluverk tengt vistkerfinu, innblástur fyrir listsköpun og tilvistargildi. Tilviksrannsóknirnar sýna að samfélagið í heild sinni nýtur ávinningsins með því að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna og með góðri, marglaga stjórnun í gegnum formleg og óformleg samskipti. Greining á vistkerfisþjónustu hvala varpaði ljósi á félagsvistfræðilegt flækjustig sem undirstrikar mikilvægi þess að íhuga samhengið og margvísleg gildi vistkerfisþjónustu í stjórnun auðlinda hafsins á norðurslóðum. Þessi greining gaf einnig til kynna nauðsyn þess að rannsaka félags- og vistfræðileg fyrirbæri saman sem hluta af þróunarkerfi jarðarinnar. Í kjölfar þessara athugana voru hugmyndalíkön þróuð þar sem þættir úr vistkerfisþjónustu, samframleiðsla þeirra og gagnvirkar stjórnunar- og stjórnhæfnikenningar voru samþættar. Niðurstöður á mati á stjórnhæfni sýndu fram á hátt flækjustig og gangverk tengd vistkerfisþjónustu hvala, hæfni aðila til að stjórna sér sjálfir og þörf fyrir sveigjanleg stjórnkerfi. Gildi aðferðafræðinnar og þeirra hugmyndalíkana sem þróuð voru í þessari rannsókn nær út fyrir norðurslóðir og er hægt að beita á aðrar náttúruauðlindir.

Um doktorsefnið

Laura Malinauskaite er fædd og uppalin í höfuðborg Litháens, Vilníus. Hún er með BA-gráðu í heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði frá University of Stirling í Skotlandi og meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Laura brennur fyrir umhverfis- og jafnréttismálum og hefur lagt áherslu á þau málefni í námi sínu. Önnur áhugamál hennar eru tungumál, listir, ferðalög, útivist og jóga, sem hún kennir í hlutastarfi.

Laura Malinauskaite

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Laura Malinauskaite