Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Claudiu Eduard Nedelciu

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Claudiu Eduard Nedelciu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. febrúar 2021 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vörninni verður streymt

Doktorsefni: Claudiu Eduard Nedelciu

Heiti ritgerðar: Alheims aðfangakeðja fosfórs: Áhrif á sjálfbærni 21. aldarinnar (Global Phosphorus supply chain dynamics: Sustainability implications for the 21st century)

Andmælendur:
Dr. Birgit Kopainsky, prófessor við Háskólann í Bergen, Noregi
Dr. Pål Börjesson, prófessor við Háskólann í Lundi, Svíþjóð

Leiðbeinandi: Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Ingrid Stjernquist, fræðimaður við Háskólann í Stokkhólmi, Svíþjóð
Dr. Harald Ulrik Sverdrup, prófessor við Norway Inland University of Applied Sciences

Doktorsvörn stýrir: Dr. Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun og deildarforseti Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands

Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi.

Ágrip

Fosfór er nauðsynlegt en um leið óútskiptanlegt næringarefni fyrir landbúnað og gegnir því lykilhlutverki hvað alþjóðlegt fæðuöryggi varðar. Flestir fosfatáburðir eru framleiddir úr fosfatríku bergi, sem er endanlegt steinefni og er námugrafið og frekar unnið með miklum umhverfis- og félagslegum kostnaði. Engu að síður umbreytir núverandi fosfóraðfangskeðja þessari dýrmætu auðlind í aðalmengunarefni vatnsbóla.

Rannsóknirnar sem kynntar eru í þessari ritgerð lúta að sjálfbærniáskorunum núverandi línulegrar fosfórkeðju og fjalla um afleiðingar þeirra. Helstu aðferðir sem notaðar voru í þessari rannsókn voru greining fræðirita, endurskoðun á tilviksrannsóknum, skipulögð viðtöl við hagaðila úr fosfórgeiranum, greining hagaðila, kerfisgreining og kvik kerfislíkanagerð.

Fjórar lykilniðurstöður komu fram í þessu verkefni. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að loka fosfórbirgiskeðjulykkjunni í stað þess að einbeita sér einungis að lausnum til að hreinsa upp mengunina. Í öðru lagi, hvað varðar eftirlit, er alþjóðleg fosfór-aðfangskeðja ógagnsæ. Þetta hefur í för með sér alvarlegar áskoranir í að setja fram öfluga stefnu í matvælaöryggi.  Í þriðja lagi eru iðnaðarþróunarsvæði heimsins, þar sem búast má við að mest fólksfjölgun eigi sér stað á næstu áratugum, sífellt viðkvæmari fyrir fosfórskorti. Í fjórða lagi, við óbreytt ferli mun aðfangakeðja fosfórs framleiða mikið magn af eitruðum aukaafurðum, sem munu hafa sífellt neikvæðari áhrif á loftslagið og rýra gæði vatnsbóla. Að lokum, innleiðing lág-inntaks, sjálfbærra landbúnaðarkerfa, svo sem vistlandbúnaðar (e. agroecology) hefur mest áhrif á að minnka fosfórþörf og draga úr neikvæðum félags- og umhverfisáhrifum fosfóraðfangakeðjunnar.

Um doktorsefnið

Eduard er fæddur árið 1989. Hann er uppalinn í Busteni, litlum fjallabæ í Transsylvaníu-Ölpunum í Rúmeníu. Hann hlaut BSc-gráðu í landfræði frá Coventry University í Bretlandi árið 2012 og MSc-gráðu í umhverfisvísindum og stefnumótun frá Central European University í Búdapest í Ungverjalandi árið 2014.

Milli áranna 2012-2013 og 2014-2015 starfaði Eduard hjá CEEweb fyrir líffræðilegan fjölbreytileika, regnhlífasamtök í Búdapest sem sinna verkefnum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í Mið- og Austur-Evrópu.

Árið 2016 hóf hann að vinna doktorsverkefni sitt, sem hluti af Marie Curie AdaptEconII rannsóknarteyminu. Hann er nú varaforseti ERASME Center of Excellence in Sustainability í Clermont-Ferrand, þar sem hann sinnir rannsóknum á kvikum kerfislíkönum og vistlandbúnaði (e. agroecology).

Claudiu Eduard Nedelciu

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Claudiu Eduard Nedelciu