Skip to main content

Doktorsvörn í tölvunarfræði - Ahmed Shiraz Memon

Doktorsvörn í tölvunarfræði - Ahmed Shiraz Memon - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. júní 2021 9:30 til 11:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi:  https://livestream.com/hi/doktorsvornshmedshirazmemon

Doktorsefni: Ahmed Shiraz Memon

Heiti ritgerðar: Samhæfðar aðgangsstýringar að gagna- og reikniinnviðum (Federated Access to Collaborative Compute and Data Infrastructures)

Andmælendur:
Dr. Shukor Bin Abd Razak, dósent og yfirmaður rannsókna við Tækniháskólann í Malasíu
Dr. David Wallom, dósent og aðstoðaryfirmaður við Miðstöð rafrænna vísinda, Oxford-háskóla, Bretlandi.

Leiðbeinandi: Dr. Morris Riedel, formaður rannsóknahóps um háhraða-gagnagreiningar við ofurtölvusetur Rannsóknarmiðstöðvarinnar í Juelich í Þýskalandi og prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði-, og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Matthias Book, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði-, og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.
Dr. Helmut Neukirchen, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði-, og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Doktorsvörn stýrir:  Dr. Rúnar Unnþórsson, prófessor og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands.

Ágrip

Dreifð gögn og reiknistoðkerfi leitast við að gefa þverfaglegum aðilum, jafnt innlendum sem erlendum, aðgengi að gögnum eða reikniþjónustum til nota við vísindarannsóknir. Reikniþjónusturnar eru samhæfðar en jafnframt sjálfstæðar í eðli sínu, dreifðar um fjöldamörg vísindasamfélög. Upplýsingaöryggi og þjónustuleitir eru tvö nauðsynleg hlutverk og undanfari slíkra vísinda samhæfinga. Vegna þess að stoðkerfin innihalda misleit gögn, reiknigetu, eða annarra aðgengilegra þjónustna, þurfa þjónusturnar margar tegundir af auðkenningarleiðum. Enn fremur þurfa notendur að styðjast við auðkenni viðkomandi stofnana ásamt öðrum viðeigandi eigindum til þess að fá aðgang að stoðkerfisþjónustunum. Ef auðkenningarleið þjónustunnar er frábrugðin leið notandans getur hann mögulega ekki fengið aðgang að tilgreindum þjónustum. Þar af leiðandi er þörf fyrir viðbót með skilríkjahliðrun, eigindasamhæfingu, stigfrjálsu trausti og heimildarstjórnun. Þar fyrir utan er mikilvægt að virkja þjónustuleitir í dreifðum inniviðum kerfisins. Innskráning í sérþjónustur og fyrirspurnaviðmót hindrar samvirkni stoðkerfanna. Þar af leiðandi er mikilvægt að styðjast við dreift kerfi byggð á staðlaðri skrásetningu og leitarmódeli í stað miðlægrar skrásetningar fyrir samvirkni á milli ólíkra samhæfðra stoðkerfa. 

Þessi doktorsritgerð er rökstudd með ferilsathugun sem notast við innviði þriggja fjölþjóðlegra rannsóknastofnana: reiknistofnun (EGI), gagnaumsýsla (EUDAT), og samfélagsinnviði til styrktar tungumálarannsóknum (CLARIN). Framlag ritgerðinnar er EMIR, skráarsafn (e. registry) fyrir European Middleware Initiative (EMI), ómiðlæg þjónustuskrá sem styður bæði stigveldis grannfræði og deilitækni og býður upp á samvinnu í stórtækum innviðum.  Að auki er framlag þessarar ritgerðar einnig B2ACCESS þjónustan sem nothæfir vefselsmódel með skilríkjahliðrun og stigfrjálsu trausti og auðkennisreglustýringum. Að lokum er framlag þessarar ritgerðar einnig samþætt högun innleidd sem þjónustuumgjörð um samtvinnaða margþætta innviði sem brúa EMIR og B2ACCESS til að leyfa þjónustuleit og aðgang í dreifðu sambandsumhverfi.

Um doktorsefnið

Ahmed Shiraz Memon er fæddur 1979 og uppalinn í Karachi-héraði í Pakistan. Hann hlaut BCS (Hons; 2001) og MCS (2002) gráður í tölvunarfræðum frá SZABIST, í Pakistan, og M.Sc. gráðu í tölvunarfræðum með áherslu á margmiðlun frá Háskólanum í Aachen (RWTH) í Þýskalandi.

Frá 2006 hefur hann starfað á ofurtölvusetri rannsóknarmiðstöðvarinnar í Juelich GmbH, innan deildar gagnavísinda og dreifðra kerfa. Ahmed hóf doktorsnám við Háskóla Íslands 2015.

Ahmed Shiraz Memon

Doktorsvörn í tölvunarfræði - Ahmed Shiraz Memon