Skip to main content

Doktorsvörn í sálfræði - Kristján Helgi Hjartarson

Doktorsvörn í sálfræði - Kristján Helgi Hjartarson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. júní 2022 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 23. júní ver Kristján Helgi Hjartarson doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Sjálfvirkni þunglyndisþanka í daglegu lífi. Rannsóknir á vanabundnu eðli þunglyndisþanka í úrtökum háskólanema og fólks með endurtekið þunglyndi. Innsýn úr snjallsímamælingum. The Automaticity of Depressive Rumination. A Test of the Habitual Nature of Ruminative Thinking in Clinical and Non-clinical Samples. Insights From an Ecological Momentary Assessment Perspective.

Andmælendur eru dr. Edward Watkins, prófessor við Háskólann í Exeter, Bretlandi, og dr. Ernst Koster, prófessor við Ghent University í Belgíu.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor. Aðrir í doktorsnefnd voru Ívar Snorrason, klínískur rannsakandi, og Laura F. Bringmann, aðstoðarprófessor við University of Groningen.

Urður Njarðvík, prófessor og deildarforseti Sálfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.

Vörninni verður streymt: https://livestream.com/hi/doktorsvornkristjanhelgihjartarson

Ágrip

Þunglyndi (major depression) er algengasta geðröskunin og í dag talin vera helsta orsökin fyrir örorku á heimsvísu. Þunglyndisþankar eru flokkur neikvæðra hugsana sem fela í sér að dvelja lengi og endurtekið í hugsanlegri merkingu, orsök og afleiðingum eigin tilfinninga og viðbragða. Nýlegar kenningar gera ráð fyrir að þunglyndisþankar séu hugrænn vani sem virkjast sjálfkrafa, án ætlunar eða vitundar, sem viðbragð við versnandi líðan.

Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins var að beita tilraunaverkefnum og nýstárlegri snjallsímamælingu (ecological momentary assessment) til að fanga samspil líðanar og þunglyndisþanka í daglegu lífi fólks. Þrjár rannsóknir voru gerðar til að meta tilgátur um a) áhrif stundar-sveiflna (momentary fluctuations) í neikvæðri líðan á þunglyndisþanka, b) vanabundna eiginleika á samspil líðanar og þunglyndisþanka og c) hvort aukin tilhneiging til þunglyndisþanka í kjölfar vanlíðanar tengist frekari áhættu á þunglyndi.

Helstu niðurstöður sýndu að stundarsveiflur í neikvæðri (hækkaðri) og jákvæðri (lækkaðri) líðan spáðu marktækt fyrir um aukna þunglyndisþanka frá einni stund til þeirrar næstu. Sterkari pörun stundarsveiflna í líðan og þunglyndisþönkum sást hjá þeim sem greindu frá ríkari vanabundnum eiginleikum hugsunar. Nánari athugun sýndi að líðan kveikti einungis á þunglyndisþönkum hjá þátttakendum með fyrri sögu um endurtekið þunglyndi en ekki hjá heilbrigðu fólki með enga fyrri geðsögu. Hjá þátttakendum með fyrri sögu um þunglyndi spáðu vanabundnir eiginleikar hugsunar fyrir um hversu mikið stundarsveiflur í líðan kveiktu á þunglyndisþönkum yfir tíma, og var sérstaklega áberandi hjá þeim sem höfðu sögu um streituvaldandi atburði í æsku. Niðurstöðurnar gefa til kynna að sterkari vanabundin tímapörun á milli líðanar og þunglyndisþanka geti verið næmisþáttur fyrir þunglyndi. Jafnframt að hefðbundnir sjálfsmatskvarðar á tíðni þunglyndisþanka nái ekki utan um samspil líðanar og þunglyndisþanka og því þurfi rannsóknir að leggja ríkari áherslu á aðra eiginleika vanabundinnar hugsunar í rannsóknum áhættuþáttum þunglyndis. Í framtíðinni gætu snjallsímamælingar reynst vel til að prófa tilgátur um vanabundið eðli þunglyndisþanka, sem hingað til hefur tekist illa að leggja prófstein vísindanna á.

English abstract

Major depression is the most common psychiatric disorder, associated with the highest disease burden worldwide when it comes to years lost to disability. Efforts to identify indicators of depression risk have strongly implicated depressive rumination, a negative thinking style characterized by repetitive and passive thoughts about the causes, meanings, and consequences of one's feelings and distress. An increasingly popular theoretical perspective posits that over time depressive rumination becomes a mental habit that is initiated automatically without conscious awareness or intent in response to downward shifts in mood, making it persistent and difficult to control.

The aim of the current research project was to utilize a combination of experimental and novel mobile in-the-moment assessment strategies to better understand the dynamic interplay between mood and ruminative thinking and its habitual characteristics. Three studies were designed to test specific hypotheses involving: a) effects that fluctuations in mood have on subsequent ruminative thinking, b) the degree to which habitual characteristics of negative thinking predict such mood-reactive rumination, and c) whether mood-reactive rumination varies according to the depression-risk spectrum in line with theoretical accounts of depression vulnerability.

The main results showed that momentary fluctuations in negative (increased) and positive (decreased) affect was prospectively associated with greater rumination over time. The degree to which affect triggered a subsequent ruminative response was moderated by habitual characteristics of negative thinking in a theoretically consistent way. Further investigation showed that this pattern of mood-reactive rumination was only observed in formerly depressed participants but not in healthy never-depressed participants. In formerly depressed participants, habitual characteristics of negative thinking were associated with greater mood-reactivity of rumination, particularly among those with a history of early-life stress.

The current thesis suggests ways depression vulnerability may emerge as a dynamic relationship between negative affect and rumination across time, not captured by traditional trait measures of rumination frequency. Ecological momentary assessment may be a valuable measurement paradigm to test predictions derived from habit-accounts of depressive rumination, that have rarely been investigated until now, and might provide new insights into research on depression risk. 

Um doktorsefnið

Kristján Helgi Hjartarson er fæddur árið 1990 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi af hug- og félagsvísindabraut frá Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu árið 2010, BS-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og meistaraprófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2017. Samhliða doktorsnáminu sinnti Kristján kennslu við Háskóla Íslands, en hann starfar nú sem sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns eru Ragnhildur Magnúsdóttir og Sigurður Hjörtur Kristjánsson. Maki Kristjáns er Þórhildur Ólafsdóttir sálfræðingur og eiga þau börnin Hjört Óla, Kristin Hlífar og Ragnar Darra.

 

Krstján Helgi Hjartarson ver doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. júní.

Doktororsvörn í sálfræði - Kristján Helgi Hjartarson