Skip to main content

Doktorsvörn í rafmagns- og tölvuverkfræði: Frosti Pálsson

Doktorsvörn í rafmagns- og tölvuverkfræði: Frosti Pálsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. september 2017 9:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátiðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsvörn í rafmagns- og tölvuverkfræði

Doktorsefni: Frosti Pálsson

Heiti ritgerðar: Myndsambræðsla í fjarkönnun og gæðamat á sambræddum myndum

Andmælendur

Dr. Andrea Garzelli, prófessor í fjarskiptafræði við Upplýsingaverkfæði og stærðfræðideild við Háskólann í Siena, Ítalíu

Paul Scheunders, prófessor við Vision Lab við Háskólann í Antwerp, Belgíu.

Leiðbeinendur: Jóhannes R. Sveinsson og Magnús Örn Úlfarsson, prófessorar við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild við Háskóla Íslands.

Aðrir í doktorsnefnd: Jón Atli Benediktsson, prófessor í Rafmagns- og tölvuverkfræðideild við Háskóla Íslands

Doktorsvörn stýrir: Kristinn Andersen, deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar

Ágrip af rannsókn: Myndsambræðsla í fjarkönnun er erfitt andhverft vandmál þar sem rúmupplausn myndar af hárri rófsupplausn er aukin með því að nota upplýsingar frá mynd af hárri rúmupplausn og lægri rófsupplausn.

Það er gert ráð fyrir að báðar myndir sýni nákvæmlega sama landsvæði. Þannig er vandamálið í eðli sínu að flytja fíngerða eiginleika myndar af hærri rúmupplausn yfir á mynd af lægri rúmupplausn sem hefur verið brúuð upp í stærð hinnar myndarinnar, án þess að skerða gæði rófsupplýsinga upphaflegu myndarinnar.

Þar sem myndsambræðsla er andhverft vandmál er engin háupplausnar samanburðarmynd tiltæk, sem gerir mat á gæðum sambræddu myndarinnar að krefjandi vandamáli.

Um doktorsefnið: Frosti Pálsson lauk BS gráðu í rafmagns og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands 2011 og MS gráðu 2013. Sama ár fékk hann styrk frá Doktorssjóði HÍ. Helstu rannsóknaráhugamál hans eru gagnasambræðsla í fjarkönnun, stafræn merkjafræði og djúpur lærdómur (djúptauganet).

Frosti Pálsson