Doktorsvörn í líffræði -  Charla Jean Basran | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsvörn í líffræði -  Charla Jean Basran

Doktorsvörn í líffræði -  Charla Jean Basran - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. september 2021 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Doktorsefni: Charla Jean Basran

Heiti ritgerðar: Eftirlit með hvölum sem aukaafla og hvernig draga má úr ánetjun þeirra í veiðarfæri, með áherslu á hnúfubaka (Megaptera novaeangliae) við Ísland (Monitoring and mitigating cetacean bycatch and entanglement in fishing gear, with a focus on humpback whales (Megaptera novaeangliae) in Iceland)

Andmælendur: Dr. Arne Bjørge, sérfræðingur við Havforskningsinstituttet, Noregi
Dr. Finn Larsen, sérfræðingur við DTU Aqua, Danmörku

Leiðbeinandi: Dr. Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík 

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Bradley W. Barr, gestakennari við Háskólasetur Vestfjarða
Dr. Steven Campana, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Doktorsvörn stýrir: Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip

Samfara útþenslu iðnaðar og sjávarútvegs á hafsvæðum norðurslóða (kaldtempruðum og heimskautasvæðum) aukast hagsmunaárekstrar milli þessara athafna mannsins og hvala. Markmið þessarar vinnu er að rannsaka ánetjun hvala í veiðarfæri við Ísland, með sérstakri áherslu á ánetjun hnúfubaka þar sem rannsóknir hefur skort. Meðafli/ánetjun í veiðarfærum er alvarleg ógn við hvali og skylduskráning þeirra í afladagbækur gæti haft mjög mikið vísindalegt gildi; en meðafli hvala er talinn mjög vanskráður. Sú ályktun var dregin að meðafli hvala var marktækt vanskráður í afladagbækur næstum allra (7/8) tog-, neta-, króka- og línuveiða sem við náðum að rannsaka í Nýja Sjálandi, Íslandi og Bandaríkjunum samanborið við gögn eftirlitsaðila. Mestur var munurinn (270x meiri) milli skráninga fiskimanna og eftirlitsmanna hvað varðar afla á sóknareiningu í þorskanet við Ísland. Ánetjun stórhvala var að meðaltali einungis 12% af tilkynntum atvikum, sem styður þá hugmynd að þessi atvik séu mest vanskráð. Með greiningu á örum var dregin sú ályktun að minnst 25% íslenskra hnúfubaka hefðu flækst í veiðarfæri og að tíðni slíkrar ánetjunar væri um 2% árlega. Prófaðar voru hljóðfælur sem tæki til að minnka ánetjun og út frá tilraunahljóðsendingum ályktað að hnúfubakar brygðust við hljóðfælum með því að auka marktækt sundhraða og minnka fæðunám við yfirborð sjávar. Þegar hljóðfælurnar voru festar við loðnunætur fóru hnúfubakar eftir sem áður inn í þær neðan frá, en náðu að komast út um hljóðfælulaust op á nótinni. Nafnlausir spurningalistar og viðtöl veittu frekari upplýsingar frá sjónarhóli sjómanna. Í þessum hluta voru hnúfubakar oftast nefndir og loðnunót var algengasta veiðarfærið varðandi ánetjun. Skemmdir á veiðarfærum og annað tjón sjómanna vegna árekstra hvala við veiðarfæri gat numið allt að 55 milljónum króna samkvæmt þessum skýrslum. Þessi vinna leiddi af sér fyrstu kerfisbundnu mælinguna og tölfræðilegan samanburð á vanhöldum í skráningu hvala í afladagbækur, samanborið við skráningar eftirlitsmanna. Þetta heildarmat fiskveiða í einstökum löndum sýnir viðmiðunargögn sem bætt geta skyldubundnar upplýsingar um meðafla, til vísindalegra nota. Að auki voru leiddar fram fyrstu vísindalegu sannanir þess að ánetjun hnúfubaka sé reglubundið fyrirbæri í íslenskum fiskveiðum sem getur haft alvarleg áhrif bæði á hvalina og fiskveiðarnar. Rannsóknirnar leiddu einnig til fyrstu vísbendinga um að hljóðfælur geti verið gagnlegar við að minnka líkur á ánetjun hnúfubaka á fæðuslóð. Tilraunahljóðsendingarnar leiddu í ljós að fæðunám við yfirborð er nýtanlegt sem svarbreyta, en niðurstöður tilraunar með herpinót “in-situ” gáfu til kynna að hnúfubakar kunni að hafa góða stefnuheyrn sem hægt er að rannsaka í gegnum tilraunir með hljóðfælu.

Um doktorsefnið

Charla Jean Basran er frá Bresku Kólumbíu í Kanada. Hún útskrifaðist með BS-gráðu í líffræði frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu árið 2011 eftir að hafa lokið síðustu námsönn sinni í Bamfield Marine Sciences Centre. Áður en Charla hóf mastersnám vann hún við sjávarlíffræði og umhverfisfræðslu hjá sædýrasafni Vancouver-borgar og tók sömuleiðis þátt í rannsóknum, hjá Beam Reach Orca Research Program við Háskólann í Washington, á háhyrningum í útrýmingarhættu. Hún lauk mastersnámi í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða. Þar hóf hún rannsóknir á flækingu hvala í veiðarfærum sem þróaðist áfram yfir í doktorsnám. Til viðbótar við þessar rannsóknir er Charla verkefnastjóri hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík.

 Charla Jean Basran

Doktorsvörn í líffræði -  Charla Jean Basran