Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Zuzana Budková

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Zuzana Budková - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. apríl 2021 12:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 14. apríl ver Zuzana Budkova doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Hlutverk non-coding RNA sameinda og utanfrumupróteina í þroskun og sérhæfingu brjóstkirtilsfruma og í brjóstakrabbameinum. Functional role of non-coding RNAs and extracellular matrix proteins in developmental processes and breast cancer.

Andmælendur eru dr. Yaël Nossent, lektor við Leiden University í Hollandi, og dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður hjá Blóðbankanum.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Þórarinn Guðjónsson og meðleiðbeinendur voru dr. Gunnhildur Ásta Traustadóttir og dr. Bylgja Hilmarsdóttir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Eiríkur Steingrímsson, prófessor, Jón Þór Bergþórsson, lektor og Unnur Þorsteinsdóttir, forstöðumaður hjá ÍE.

Engilbert Sigurðsson, prófessor og forseti Læknadeildar Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 12.00.

Fjöldatakmörkun: Einungis 10 geta verið í salnum á meðan á doktorsvörninni stendur. Vörninni verður streymt: 

https://livestream.com/hi/doktorsvornzuzanabudkova

Ágrip af rannsókn

Bandvefsumbreyting þekjufruma (e. epithelial to mesenchymal transition, EMT) og þekjuvefsumbreyting bandvefsfruma (e. mesenchymal to epithelial transition, MET) eru mikilvægir ferlar í fósturþroska, greinóttri formgerð vefja og í sjúkdómum á borð við krabbamein þar sem þeir hafa verið tengdir við ífarandi vöxt og meinvarpamyndun. Markmið verkefnisins var að rannsaka RNA sameindir sem ekki tjá fyrir próteinum (e. non-coding RNAs) í EMT, MET og í greinóttri formgerð.  Einnig var markmiðið að rannsaka hlutverk utanfrumupróteina í hegðun og svipgerð brjóstakrabbameinsfruma og í nýæðamyndun. Rannsóknarmódelið byggði á brjóstþekjufrumulínunni D492 og dótturlínum hennar. Í verkefninu var sýnt fram á að RNA sameindir frá DLK1-DIO3 genasvæðinu sem ekki tjá fyrir próteinum ásamt microRNA203a hafa hlutverk í greinóttri formgerð og í krabbameinum þar sem þessar RNA sameindir gegna hlutverki í EMT/MET. Jafnframt var sýnt fram á hlutverk  YKL-40 og ECM1 utanfrumupróteinanna í brjóstakrabbameinum, skriði æxlisfruma og í nýæðamyndun.

Abstract

The epithelial-to-mesenchymal transition (EMT) and branching morphogenesis are two seemingly different; however, related, developmental processes occurring in the breast gland. EMT and its reverse process mesenchymal-to-epithelial transition (MET) are important processes during embryogenesis and in diseases, such as cancer, where evidence suggests that they mediate processes such as cell invasion and formation of metastasis. Branching morphogenesis is an essential developmental process that in the breast gland mostly takes place postnatally. Both processes are widely studied due to their importance in multiple fields. However, the involvement of non-coding RNAs in the regulation of gene expression during EMT and branching morphogenesis has recently been appreciated and is a challenging field of study. Increased understanding of branching morphogenesis is essential not only to know how the breast gland develops but also to understand the formation of breast cancer.

The PhD thesis's main research topic is non-coding RNAs and their role in branching morphogenesis and epithelial-to-mesenchymal transition in breast epithelial cells. The goal was to identify non-coding RNAs that govern cellular plasticity in the human mammary gland. The thesis's secondary focus was identifying extracellular matrix proteins contributing to the cellular plasticity and tumorigenic properties of breast epithelial cells. The research was conducted on D492 - derived cell lines. The D492 cell lines represent a highly relevant and useful model to study biological concepts, including EMT, branching morphogenesis, and tumorigenic properties.

Um doktorsefnið

Zuzana Budkova er fædd 21. júní 1988 í Brno í Tékklandi. Hún lauk Bs prófi árið 2012 frá Masaryk Háskólanum í sameindalíffræði og erfðafræði og mastersgráðu frá sama skóla árið 2015. Á námstímanum var hún einnig í 6 mánaða starfsnámi í líffræði við Amazonian Háskólann í Perú. Eftir útskrift, árið 2015 kom hún til Íslands í tveggja mánaða starfsnám við Háskóla Íslands og byrjaði í doktorsnámi sama ár. Foreldrar Zuzana eru Pavel Matyáš and Katarina Matyášová. Zuzana er gift Jan Budka og eiga þau tvö börn, Doubravka Eydísi og Mlada Lóu.

Zuzana Budková ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands miðvikudaginn 14. apríl 2021

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Zuzana Budková