Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Guðrún Dóra Bjarnadóttir

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Guðrún Dóra Bjarnadóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. október 2018 9:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 19. október ver Guðrún Dóra Bjarnadóttir doktorsritgerð sína í líf- og lækna-vísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Notkun methýlfenídats í æð á Íslandi - Algengi notkunar borið saman við önnur örvandi efni. Intravenous use of methylphenidate in Iceland-Prevalence and comparison to other psychostimulants.

Andmælendur eru dr. Kim Wolff, prófessor við King‘s College í London, og dr. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Magnús Haraldsson, dósent við Læknadeild, og með-leiðbeinandi var dr. Andrés Magnússon geðlæknir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Bjarni Össurarson Rafnar aðjunkt, Engilbert Sigurðsson prófessor og Magnús Jóhannsson, prófessor emeritus.

Dr. Ingibjörg Harðardóttir, prófessor og varadeildarforseti við Læknadeild Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 9:00.

Ágrip af rannsókn

Bakgrunnur: Metýlfenídat (MPH) er örvandi lyf og er misnotkun þess vel þekkt. MPH er talið minna ávanabindandi en önnur örvandi efni eins og amfetamín og kókaín en lítið er vitað um tíðni og einkenni misnotkunar þess í æð.

Markmið: Að skoða tíðni og einkenni misnotkunar MPH í æð miðað við önnur örvandi efni og að rannsaka hvort ákveðin lyfjaform MPH séu notuð fremur en önnur. Einnig að skoða hvernig sprautunotendur leysa efnin upp og að mæla magn MPH þegar þau eru tilbúin til notkunar.

Aðferð: Öllum sem voru að hefja fíknimeðferð og höfðu notað vímuefni í æð undanfarna 30 daga var boðin þátttaka. Notast var við hálfstaðlaðan spurningarlista og voru þátttakendur 108. Einnig voru hópur notenda MPH í æð og hópur heilbrigðra fengnir til að leysa fjórar gerðir af MPH lyfja upp og gera þau tilbúin til notkunar í æð. Magn MPH var mælt í upplausnunum.

Niðurstöður: Misnotkun MPH í æð er algeng á Íslandi og höfðu 88% þátttakenda notað það í æð undanfarinn mánuð. Sprautunotendur völdu MPH fremur en önnur vímuefni og meirihluti valdi að nota eitt af langvirkum formum lyfsins, MPH SR. Báðir hópar náðu að leysa upp yfir 50% af stuttverkandi (MPH IR) og langvirku MPH en minna en 20% úr osmotísku formunum MPH OROS og MPH OCR.

Ályktanir: Notkun MPH í æð er algeng á Íslandi og flestir kjósa að nota það fremur en önnur efni. Niðurstöðurnar benda til þess að vel sé hægt að misnota MPH en misnotkunarhætta er mismikil eftir MPH lyfjaformum.

Abstract

Background: Methylphenidate (MPH) is a psychostimulant which has known abuse potential. Subjective effects and consumption patterns of i.v. MPH use has not been investigated.

Aims: To investigate the prevalence and subjective effects of i.v. MPH misuse and to compare it to misuse of other psychostimulants. To investigate how much MPH people who inject drugs (PWID) can disintegrate from different MPH preparations.

MM: All those who had used i.v. substances 30 days before entering addiction treatment were offered to participate. A semi-structured questionnaire was used and a total of 108 participated. Groups of i.v. MPH users and healthy subjects disintegrated MPH from four MPH formulations and the amount of MPH was measured.

Results: A majority of participants (88%) had used i.v. MPH during the previous 30 days. MPH was both the most commonly used and preferred i.v. substance. A majority used and preferred sustained release MPH. Both PWID and non-users disintegrated over 50% from MPH IR and MPH SR but significantly less from the osmotic formulations (<20%).

Conclusions: I.v. MPH misuse is very common among PWID and it is currently the most commonly used and preferred i.v. substance in Iceland. One of the long-acting MPH formulations (MPH SR) was preferred by PWID.

Um doktorsefnið

Guðrún Dóra Bjarnadóttir er fædd árið 1982 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi af stærðfræðibraut Verzlunarskóla Íslands árið 2002 og embættisprófi í læknisfræði frá University of Debrecen í Ungverjalandi árið 2009. Hún lauk sérnámi í geðlækningum árið 2015 og hefur starfað síðan sem geðlæknir á geðdeild Landspítalans. Guðrún Dóra er dóttir Auðar Guðjónsdóttur skurðstofuhjúkrunarfræðings og Bjarna Halldórssonar skipstjóra. Eiginkona Guðrúnar Dóru er Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur og eiga þær drengina Bjarna Frey 4 ára og Gylfa Björn 7 mánaða.

Guðrún Dóra Bjarnadóttir ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 19. október kl. 09:00

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Guðrún Dóra Bjrnadóttir