Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Ása Bryndís Guðmundsdóttir

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Ása Bryndís Guðmundsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. júní 2019 9:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 4. júní ver Ása Bryndís Guðmundsdóttir doktorsritgerð sína í líf- og lækna-vísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif utanfrumufjölsykra Cyanobacterium aponinum úr Bláa Lóninu á ónæmissvör in vitro. Effects of exopolysaccharides from Cyanobacterium aponinum from the Blue Lagoon in Iceland on immune responses in vitro.

Andmælendur eru dr. Anna Smed Sörensen, dósent við Karolinska Háskólann í Svíþjóð, og

Kristján Erlendsson, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.

Umsjónarkennari var dr. Jóna Freysdóttir, prófessor við Læknadeild, og leiðbeinandi var dr. Ingibjörg Harðardóttir, prófessor við Læknadeild.

Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor við Læknadeild og forstöðumaður Ónæmisfræðideildar Landspítala, Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild, og Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.

Dr. Engilbert Sigurðsson, prófessor og forseti Læknadeildar Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 9:00.

Ágrip af rannsókn

Lækningamáttur Bláa Lónsins var uppgötvaður af sórasjúklingum skömmu eftir myndun þess og hafa jákvæð áhrif böðunar í lóninu verið staðfest í klínískum rannsóknum. Enn fremur hefur verið sýnt að böðun í lóninu samhliða ljósameðferð sé árangursríkari en ljósameðferð ein og sér. Þrátt fyrir vinsældir lónsins er lítið vitað um hvernig það hefur áhrif á sóra. Blágrænþörungurinn Cyanobacterium aponinum er ríkjandi lífvera í jarðsjó Bláa Lónsins og framleiðir hann utanfrumufjölsykru (EPS-Ca) sem hann seytir út í umhverfi sitt. Tilgangur verkefnisins var að kanna verkun og verkunarmáta EPS-Ca í frumum sem taka þátt í meingerð sóra.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að EPS-Ca breytir svipgerð angafrumna í bæli-angafrumur sem stuðla að sérhæfingu T frumna yfir í T bælifrumur. Einnig dregur EPS-Ca úr boðefnaseytun og ræsingu örvaðra T frumna. EPS-Ca gæti því dregið úr ræsingu og fjölda T frumna sem halda til í húðinni. EPS-Ca minnkaði einnig seytingu hyrnisfrumna á flakkboðum sem kalla á T frumur til húðarinnar og minnkaði umritun gens sem tjá fyrir próteini sem talið er tengjast meingerð sóra. EPS-Ca virðist því hafa áhrif á allar lykilfrumurnar sem taka þátt í meingerð sóra og virðist áhrifunum miðlað með hindrun á Dectin-1 viðtakanum og Syk boðleiðinni. Niðurstöðurnar benda því til þess að EPS-Ca geti átt þátt í þeim bata sem sórasjúklingar fá við böðun í lóninu og leiða í ljós með hvaða leiðum þeim áhrifum er mögulega miðlað.

Abstract

Regular bathing in the Blue Lagoon in Iceland has been shown to have beneficial effects on the manifestations of psoriasis in clinical studies. Moreover, bathing in the Blue Lagoon in conjunction with UVB treatment gives better results than UVB treatment alone. How these beneficial effects are mediated is still not known. The cyanobacteria Cyanobacterium aponinum is one of the main organisms found in the Blue Lagoon. It produces an exopolysaccharide (EPS-Ca), which is secreted into the lagoon. The objective of the study was to determine the effects of EPS-Ca on immune responses of cells involved in the pathogenesis of psoriasis and how EPS-Ca mediated its effects.

The results show that following an in vitro treatment with EPS-Ca, dendritic cells switch their phenotype towards a regulatory one, which has the potential to induce differentiation of T cells into T regulatory cells at the cost of their differentiation into the disease inducing Th17 cells. In addition, EPS-Ca reduced activation of stimulated T cells, and keratinocyte production of inflammatory chemokines. Furthermore, EPS-Ca also reduced keratinocyte expression of the gene encoding for one of the autoantigens for psoriasis. Interestingly, the effects of EPS-Ca seemed to be mediated by influencing Dectin-1 and the Syk signaling pathway in all the cell types studied. These data indicate that EPS-Ca may contribute to the beneficial effects obtained by psoriasis patients by bathing in the Blue Lagoon and suggests a possible mechanism by which EPS-Ca has its effects.

Um doktorsefnið

Ása Bryndís Guðmundsdóttir lyfjafræðingur er fædd árið 1986. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 2006, BS-prófi í lyfjafræði árið 2009 og MS-prófi í lyfjafræði árið 2011, frá Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Ásamt rannsóknum og kennslu frá 2011 hefur Ása Bryndís unnið að doktorsverkefni sínu í líf- og læknavísindum við Læknadeild HÍ frá árinu 2014. Foreldrar Ásu Bryndísar eru prófessor Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir og Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari. Sambýlismaður Ásu Bryndísar er dr. Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur og eiga þau börnin Bogeyju Sigríði 11 ára og Þorgeir Gunnar 5 ára.

Ása Bryndís Guðmundsdóttir ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þriðjudaginn 4. júní kl. 9:00

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Ása Bryndís Guðmundsdóttir