Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Arndís Sue Ching Löve | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Arndís Sue Ching Löve

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Arndís Sue Ching Löve - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. júní 2021 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 4. júní ver Arndís Sue Ching Löve doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Fíkniefni í frárennsli frá Reykjavík. Estimation of illicit drug use in Reykjavik by wastewater-based epidemiology.

Andmælendur eru dr. Bikram Subedi, lektor við Murray State University í Bandaríkjunum og dr. Jerker Fick, dósent við Háskólann í Umeå í Svíþjóð.

Umsjónarkennari var dr. Magnús Karl Magnússon, prófessor, og leiðbeinandi var dr. Kristín Ólafsdóttir, dósent. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Margrét Þorsteinsdóttir, prófessor, dr. Helga Zoéga, prófessor og dr. Kevin V. Thomas, prófessor.

Engilbert Sigurðsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Vörninni verður streymt: 

https://livestream.com/hi/arndissuechinglove

Ágrip

Misnotkun fíkniefna getur leitt til heilsutjóns og félagslegra afleiðinga sem veldur neikvæðum áhrifum á lýðheilsu. Mikilvægt er að meta umfang fíkniefnaneyslu svo hægt sé að bregðast við á viðeigandi og áhrifaríkan hátt. Mælingar á fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum í frárennslisvatni hafa verið notaðar til þess að meta notkun efnanna þar sem litið er á frárennsli sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Áreiðanlegar niðurstöður eru fengnar á fljótvirkan hátt án þess að inngripum sé beitt. Aðalmarkmið þessarar rannsóknar var að setja upp og gilda greiningaraðferð fyrir fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í frárennsli frá Reykjavík og meta notkun efnanna.

Þróun í notkun fíkniefna og lyfja í Reykjavík var metin frá árinu 2017 til 2020 með reglulegum mælingum á efnunum í frárennsli. Mikil aukning sást sérstaklega í notkun kókaíns fram til ársins 2020 en vísbendingar voru um breytt neyslumynstur fíkniefna á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð. Niðurstöður voru bornar saman við önnur Norðurlönd ásamt öðrum vísum að fíkniefnanotkun eins og haldlögðu magni og gögnum um fíkniefnaakstur. Mögulegt er að ná fram heildstæðari mynd af notkun fíkniefna í Reykjavík með því að sameina niðurstöður sem byggðar eru á mælingum á frárennsli við önnur gögn. Þessi aðferðafræði getur veitt hagsmunaaðilum eins og lögregluyfirvöldum og heilbrigðisstarfsmönnum mikilvægar og skjótfengnar upplýsingar sem nota má í baráttunni gegn fíkniefnavandanum.

English abstract

The misuse of drugs can cause a wide range of health-related harms and is directly linked to a variety of social consequences with negative effects on public health. Detailed information on the use and availability of illicit drugs is crucial to shape effective actions against drug abuse. Wastewater-based epidemiology is a reliable way to estimate the use of illicit drugs and pharmaceuticals at a community level where wastewater is considered a pooled urine sample of a total population. This is a non-intrusive tool which provides objective results in near real-time. The primary aim of this project was to adapt and validate a reliable analytical method for illicit drugs and pharmaceuticals in wastewater from Reykjavik to be able assess its use.

Both temporal and spatial trends in illicit drug use were estimated from 2017 to 2020 by using wastewater-based epidemiology. A large increase was observed in cocaine use up until 2020 but indications on a change in consumption patterns of illicit drugs were seen during the COVID pandemic. Results were compared with other Nordic countries and different indicators of drug use such as seized amounts and driving under the influence cases. By complimenting data by wastewater-based epidemiology and other methods used to assess the use of drugs, a more comprehensive picture of the community drug abuse can be achieved. This could provide stakeholders such as the law enforcement or health care authorities timely, valuable, and useful information in their fight against drug abuse.

Um doktorsefnið

Arndís Sue Ching Löve er fædd í Stokkhólmi þann 17. júlí 1985. Hún lauk stúdentsprófi af Náttúrufræðibraut frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2005 og meistaragráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands 2011. Samhliða doktorsnáminu starfaði Arndís á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands við greiningar á fíkniefnum í lífsýnum. Arndís starfar nú við rannsóknir á líftæknilyfjum hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Foreldrar Arndísar eru Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og dr. Arthur Löve, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Maki Arndísar er Aron Jarl Hillers bifvélavirki og sonur hennar er Þráinn Löve.

Arndís Sue Ching Löve ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 4. júní.

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Arndís Sue Ching Löve