Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. apríl 2018 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal Háskóla

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Diahann Alexandra Maria Atacho ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Frá geni til atferlis - hlutverk Mitf í miðtaugakerfinu. From gene to behavior - determining the role of Mitf in the central nervous system. 

Andmælendur eru dr. Gina Turrigiano, prófessor við Brandeis háskóla, og dr. Karl Ægir Karlsson, prófessor í taugavísindum við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

 

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Pétur Henry Petersen, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. Auk hans sátu í doktorsnefnd Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild, Erna Magnúsdóttir, dósent við sömu deild, Valgerður Andrésdóttir, deildarstjóri og Lionel Larue, prófessor við Marie Curie stofnunina í París.

 

Engilbert Sigurðsson, deildarforseti og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.

 

Ágrip af rannsókn

Umritunarþátturinn MITF er nauðsynlegur fyrir þroskun litfrumna, beinátsfrumna og mastfrumna. Mitf genið er tjáð í glutamatergískum taugafrumum í lyktarklumbu músar svonefndum mítril og ytri brúskfrumum (M/T frumum). Hlutverk Mitf í þessum frumum og almennt í taugakerfinu er óþekkt.

Í rannsókninni voru notaðar mýs með stökkbreytingu í Mitf geninu (Mitfmi-vga9) til að rannsaka hlutverk þeirra í lyktarklumbunni. Í ljós kom að þessar mýs eiga auðveldara með að greina á milli svipaðra lyktarefna en villigerðarmýs. M/T frumur lyktarklumbu úr Mitf stökkbreyttu músunum reyndust ofvirkar og þær skortir svokallaðan kalíum straum af A-gerð. MITF próteinið getur bundist við stýrisvæði nokurra gena sem tákna prótein sem mynda kalíum göng þar með talið Kcnd3 genið. Í Mitf stökkbreyttu músunum verður engin tjáning á Kcnd3/Kv4.3 geninu en það tjáir fyrir undireiningu kalíumganga sem er mikilvæg fyrir kalíum straum af A-gerð. Tap á kalíum straumi af A-gerð eykur líkur á því að boðspenna myndast og í samræmi við það var aukning í taugavirkni í lyktarklumbu stökkbreyttu músanna. Þessi aukna virkni var ekki einskorðuð við M/T frumur lyktarklumbu. Stökkbreyttu mýsnar sýndu einnig fjölgun taugafruma, bæði glutamatergískra og GABAergískra. Ofvirkni taugafruma og aukning í fjölda taugafruma útskýra líklega aukna getu Mitf stökkbreyttu músanna til aðgreina lykt.

Virkni taugafrumna veldur starfrænum breytingum á þeim. Slíkur mótanleiki er grundvöllur fjölbreytileika í taugakerfinu t.d. milli annarra líkra tauganeta. Lyktarklumban er gerð úr fjölda slíkra eininga sem nefnast hnoðrar en hver þeirra skynjar örvun eins lyktarskynsviðtaka. Breytingar á taugafrumum vegna virkni eru annað hvort við taugamótin sjálf eða utan þeirra. Breytingar utan taugamóta hafa almenn áhrif á raförvun taugafrumna. Lítið er vitað um slíkar breytingar og hvernig þeim er stjórnað erfðafræðilega. Samtíma virkjun margra hnoðra lyktarklumbunnar með amyl acetate lykt í villigerðarmúsum leiddi til aukningar í umritun Mitf og Kcnd3 í M/T frumum. Mitf stökkbreyttar mýs sýndu ekki þessa Kcnd3svörun. Aukning í virkni, veldur því Mitf-háðri umritun á Kcnd3. Þar sem Kv4.3 próteinið eykur A-gerðar straum sem aftur minnkar líkur á boðspennu, minnkar næmni hins virkjaða hnoðra. Tilgátan er því sú að hlutverk Mitf í lyktarskyni sé að vernda M/T frumur fyrir ofvirkjun og að draga úr næmni virkjaðra hnoðra. Slík ferli er að grunnurinn að því að lífverur hætta að finna lykt sem sífellt er til staðar í umhverfinu.

  

Um doktorsefnið

Diahann Atacho útskrifaðist með BSc-gráðu í samfélagsfræðum og vísindum með áherslu á sameindalíffræði og sálarfræði frá háskólanum í Maastricht Hollandi árið 2010. Tveimur árum síðar lauk hún MSc-gráðu í læknisfræðilegum taugavísindum frá Charite háskólanum í Berlín. Hún hóf doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2014. Foreldrar Diahann eru Pedro J. Atacho og Suleika B. Fingal Atacho. Diahann, sem er trúlofuð Gísla B. Guðmundssyni, hyggur á frekari rannsóknir í taugavísindum við Lundarháskóla, í samstarfi við dr. Johann Jakobsson.

Diahann Alexandra Maria Atacho ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Frá geni til atferlis - hlutverk Mitf í miðtaugakerfinu. From gene to behavior - determining the role of Mitf in the central nervous system.  Andmælendur eru dr. Gina Turrigiano, prófessor við Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, og dr. Karl Ægir Karlsson, prófessor í taugavísindum við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.   Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Pétur Henry Petersen, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. Auk hans sátu í doktorsnefnd Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild, Erna Magnúsdóttir, dósent við sömu deild, Valgerður Andrésdóttir, deildarstjóri og Lionel Larue, prófessor við Marie Curie stofnunina í París.   Engilbert Sigurðsson, deildarforseti og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.   Ágrip af rannsókn Umritunarþátturinn MITF er nauðsynlegur fyrir þroskun litfrumna, beinátsfrumna og mastfrumna. Mitf genið er tjáð í glutamatergískum taugafrumum í lyktarklumbu músar svonefndum mítril og ytri brúskfrumum (M/T frumum). Hlutverk Mitf í þessum frumum og almennt í taugakerfinu er óþekkt. Í rannsókninni voru notaðar mýs með stökkbreytingu í Mitf geninu (Mitfmi-vga9) til að rannsaka hlutverk þeirra í lyktarklumbunni. Í ljós kom að þessar mýs eiga auðveldara með að greina á milli svipaðra lyktarefna en villigerðarmýs. M/T frumur lyktarklumbu úr Mitf stökkbreyttu músunum reyndust ofvirkar og þær skortir svokallaðan kalíum straum af A-gerð. MITF próteinið getur bundist við stýrisvæði nokurra gena sem tákna prótein sem mynda kalíum göng þar með talið Kcnd3 genið. Í Mitf stökkbreyttu músunum verður engin tjáning á Kcnd3/Kv4.3 geninu en það tjáir fyrir undireiningu kalíumganga sem er mikilvæg fyrir kalíum straum af A-gerð. Tap á kalíum straumi af A-gerð eykur líkur á því að boðspenna myndast og í samræmi við það var aukning í taugavirkni í lyktarklumbu stökkbreyttu músanna. Þessi aukna virkni var ekki einskorðuð við M/T frumur lyktarklumbu. Stökkbreyttu mýsnar sýndu einnig fjölgun taugafruma, bæði glutamatergískra og GABAergískra. Ofvirkni taugafruma og aukning í fjölda taugafruma útskýra líklega aukna getu Mitf stökkbreyttu músanna til aðgreina lykt. Virkni taugafrumna veldur starfrænum breytingum á þeim. Slíkur mótanleiki er grundvöllur fjölbreytileika í taugakerfinu t.d. milli annarra líkra tauganeta. Lyktarklumban er gerð úr fjölda slíkra eininga sem nefnast hnoðrar en hver þeirra skynjar örvun eins lyktarskynsviðtaka. Breytingar á taugafrumum vegna virkni eru annað hvort við taugamótin sjálf eða utan þeirra. Breytingar utan taugamóta hafa almenn áhrif á raförvun taugafrumna. Lítið er vitað um slíkar breytingar og hvernig þeim er stjórnað erfðafræðilega. Samtíma virkjun margra hnoðra lyktarklumbunnar með amyl acetate lykt í villigerðarmúsum leiddi til aukningar í umritun Mitf og Kcnd3 í M/T frumum. Mitf stökkbreyttar mýs sýndu ekki þessa Kcnd3svörun. Aukning í virkni, veldur því Mitf-háðri umritun á Kcnd3. Þar sem Kv4.3 próteinið eykur A-gerðar straum sem aftur minnkar líkur á boðspennu, minnkar næmni hins virkjaða hnoðra. Tilgátan er því sú að hlutverk Mitf í lyktarskyni sé að vernda M/T frumur fyrir ofvirkjun og að draga úr næmni virkjaðra hnoðra. Slík ferli er að grunnurinn að því að lífverur hætta að finna lykt sem sífellt er til staðar í umhverfinu.    Um doktorsefnið Diahann Atacho útskrifaðist með BSc-gráðu í samfélagsfræðum og vísindum með áherslu á sameindalíffræði og sálarfræði frá háskólanum í Maastricht í Hollandi árið 2010. Tveimur árum síðar lauk hún MSc-gráðu í læknisfræðilegum taugavísindum frá Charite háskólanum í Berlín. Hún hóf doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2014. Foreldrar Diahann eru Pedro J. Atacho og Suleika B. Fingal Atacho. Diahann, sem er trúlofuð Gísla B. Guðmundssyni, hyggur á frekari rannsóknir í taugavísindum við Lundarháskóla í samstarfi við dr. Johann Jakobsson.

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum