Skip to main content

Doktorsvörn í læknavísindum - Vilhjálmur Steingrímsson

Doktorsvörn í læknavísindum - Vilhjálmur Steingrímsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. september 2021 9:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 24. september ver Vilhjálmur Steingrímsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið:  Lifun og fylgikvillar í langvinnu eitilfrumuhvítblæði. Survival and complications in patients with chronic lymphocytic leukemia in the pre-ibrutinib era.

Andmælendur eru dr. Carsten U. Niemann, prófessor við Rigshospitalet í Danmörku, og dr. Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Háskóla Íslands.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild. Auk hans sátu í doktorsnefnd Magnús Gottfreðsson, prófessor við Læknadeild, Magnus Björkholm, prófessor við Karolinska Institutet, og Ola Landgren, prófessor við University of Miami.

Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 9.00.

Vörninni verður streymt: 

https://livestream.com/hi/doktorsvornvilhjalmursteingrimsson

Ágrip

Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (CLL) er sjúkdómur sem leggst helst á eldra fólk, meðalaldur þeirra sem greinast er um 72 ár. Fáar rannsóknir hafa metið hvernig fylgikvillar, lifun og dánarorsakir í CLL hafa breyst síðan um aldamót og þær hafa flestar verið smáar í sniðum. Rannsakaðar voru þessar mikilvægu breytingar í lýðgrundaðri rannsókn.

Þýðið var samansett úr sjúklingum sem voru skráðir með CLL samkvæmt sænsku krabbameinsskránni árin 1982-2013. Fyrir hvern CLL sjúkling var af handahófi valinn samanburðareinstaklingur af sama kyni og svipuðum aldri og búsetu. Umframdánartíðnihlutfall (EMRR), áhættuhlutfall (HR) og tilfella-dánarhlutfall (CFR) voru reiknuð með 95% öryggisbilum (95% CI). Byrði fylgisjúkdóma var metin með Charlson fylgisjúkdómaskori (CCI).

Þýðið samanstóð af 13,009 CLL sjúklingum. Samanborið við 1982-1992 var EMRR 0.72 (95% CI 0.66-0.77) árabilið 1993-2002 og 0.53 (0.48-0.58) árabilið 2003-2013. CLL var aðaldánarorsök í 41-44% af þeim sem létust og var óbeint tengt allt að 70% af andlátum. Áhættan af því að deyja úr CLL minnkaði yfir rannsóknartímann (HR 0.78, 95% CI 0.75-0.81 fyrir hver 10 ár). Aukin byrði fylgisjúkdóma var tengd verri horfum m.t.t. CLL (HR 1.35, 95% CI 1.25-1.45 og HR 1.47, 1.37-1.57 fyrir 1 og 2+ CCI stig, í sömu röð).

Nýgengi (IR) innlagna vegna bakteríusýkinga var 15 á 100 sjúklingaár. Algengustu sýkingarnar voru lungnabólgur (IR 10.5), blóðsýking (IR 3.4), og húðsýkingar (IR 1.0). Áhættan af því að leggjast inn vegna bakteríusýkinga minnkaði á rannsóknartímanum (HR 0.87, 0.81-0.94 árin 1992-2002 og HR 0.76, 0.70-0.82 árin 2003- 2013, samanborið við 1982-1992). Alls voru 829 innlagnir vegna tækifærissýkinga í 8,989 sjúklingum sem greindust með CLL árin 1994-2013. Algengasta sýkingin var lungnabólga vegna Pneumocystis jirovecii (IR 4.03 á 1,000 sjúklingaár) og áhættan var einnig mest samanborið við viðmið (IRR 114, 95% CI 58.7-252). Alvarlegar herpes zoster sýkingar voru næstalgengasta sýkingin (IR 2.94). Næst komu sveppasýkingar vegna Candida (IR 1.66) og Aspergillus (IR 1.20) og höfðu þær sýkingar mjög slæmar horfur (CFR 33% og 42%, í sömu röð).

Í stórri lýðgrundaðri rannsókn hefur verið sýnt að lifun CLL sjúklinga hefur aukist undanfarna áratugi. Þegar dánarorsakir voru skoðaðar kom í ljós að það var að stórum hluta vegna bættrar lifunar m.t.t. CLL. Fylgikvillar jukust ekki á rannsóknartímanum, þvert á móti var lægri innlagnatíðni vegna alvarlegra bakteríusýkinga og á því að deyja úr sýkingum.

English abstract

Introduction: Chronic lymphocytic leukemia (CLL) is a disease of the elderly and the median age of newly diagnosed patients is 72 years. To evaluate the effect of the treatment changes that occurred at the turn of the century, we performed a nationwide study on survival, causes of death, and infections in CLL patients.

Methods: Information on CLL patients diagnosed 1982-2013 was obtained from the Swedish Cancer Registry. For each CLL patient, four controls matched for age, sex and place of residence were randomly allocated. Excess mortality rate ratios (EMRR), hazard ratios (HR), incidence rate ratio (IRR), and 60-days case fatality ratio (CFR) with 95% confidence intervals (95% CI) were estimated.

Results: In the Swedish CLL cohort; 13,009 patients; survival increased over time. Compared to the calendar period 1982-1992, the EMRR adjusted for age and sex was 0.72 (95% CI 0.66-0.77) for 1993-2002 and 0.53 (95% CI 0.48-0.58) for 2003-2013. In general, CLL was the primary cause of death in 41-44% of the mortality and CLL was related to nearly 70% of the mortality. Over time, CLL decreased as a cause of death (HR 0.78, 95% CI 0.75-0.81 for 10-year increase in calendar year). Higher Charlson Comorbidity Index (CCI) was associated with increased risk of CLL-related mortality (HR 1.35, 95% CI 1.25-1.45 and HR 1.47, 1.37-1.57 for 1 and 2+ CCI points, respectively).

The incidence rate (IR) of serious bacterial infections in the CLL cohort was 15 admissions per 100 patient years. The most common infections were pneumonia (IR 10.5), septicemia (IR 3.4) and skin infections (IR 1.0. The risk of infections decreased over time (HR 0.87, 0.81-0.94 in 1992-2002 and HR 0.76, 0.70-0.82 in 2003- 2013, compared to 1982-1992). In total, 829 opportunistic infections occurred in 8,989 CLL patients diagnosed 1994-2013. The most common infection was Pneumocystis jirovecii pneumonia (PCP, IR 4.03 per 1,000 patient years), and relative to matched controls, risk of PCP was also highest (IRR 114, 95% CI 58.7-252). Herpes zoster infections were the second most common opportunistic infections (IR 2.94). Finally, fungal infections with Candida and Aspergillus had an incidence of IR 1.66 and IR 1.20, respectively, and were associated with abysmal prognosis (CFR 33% and 42%, respectively).

Conclusions: In these population-based studies we have established that survival improved in CLL patients during the study period. This was largely due to decreased CLL-related mortality. Importantly, admissions and mortality due to infections decreased significantly over time.

Um doktorsefnið

Vilhjálmur Steingrímsson er fæddur í Reykjavík 14. apríl 1985. Hann lauk stúdentsprófi af eðlisfræðideild frá Menntaskólanum í Reykjavík 2005 og BSc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands 2009. Vilhjálmur lauk BSc. gráðu í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2012 og embættisprófi í læknisfræði 2015. Að loknu kandídatsári hóf hann sérnám í almennum lyflækningum á Landspítala og lauk þar þriggja ára námi með MRCP-gráðu 2020. Samhliða námi og starfi sem læknir hefur Vilhjálmur stundað rannsóknarvinnu frá árinu 2011. Foreldrar Vilhjálms eru Linda Rós Michaelsdóttir og Steingrímur Ari Arason. Eiginkona Vilhjálms er Kristrún Gunnarsdóttir hljóðverkfræðingur og eiga þau saman tvo drengi, Óskar Kató og Ugga.

Vilhjálmur Steingrímsson ver doktorsritgerð sína í  læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 24. september.

Doktorsvörn í læknavísindum - Vilhjálmur Steingrímsson