Skip to main content

Doktorsvörn í læknavísindum - Þorsteinn Gunnarsson

Doktorsvörn í læknavísindum - Þorsteinn Gunnarsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. febrúar 2023 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 17. febrúar 2023 ver Þorsteinn Gunnarsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Innæðameðferð við heilaæðagúlum. Endovascular treatment of intracranial aneurysms.

Andmælendur eru dr. Staffan Holmin, prófessor við Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð, og dr. Vitor Mendes Pereira, dósent við University of Toronto, Kanada. Formaður dómnefndar er Martin Ingi Sigurðsson, prófessor.

Dr. Gunnar Guðmundsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Vörninni verður streymt: https://livestream.com/hi/doktorsvornthorarinngunnarsson

Ágrip

Rannsóknir þær sem grunnur doktorsritgerðarinnar byggir á voru gerðar við University of Toronto og McMaster University í Kanada og Emory University í Georgia, Bandaríkjunum.

Heilaæðagúll er staðbundin útvíkkun á slagæð innan höfuðkúpunnar. Flestir heilaæðagúlar valda engum einkennum þar til þeir springa og valda alvarlegri heilablæðingu sem kallast innanskúmsblæðing. Á síðustu 30 árum hafa innæðaaðgerðir (aðgerðir sem gerðar eru í gegnum æðakerfið) þróast hratt. Lítill æðaleggur er þræddur frá nára inn í æðagúlinn sem er fylltur með og mjúkum spírölum (hnoðrum) úr platínu. Upp komu efasemdir um langtímaárangur hnoðrunar og jafnvel þó að áhættan af innæðaaðgerðum sé minni en af opnum skurðaðgerðum eru þær ekki hættulausar.

Í ljósi ofangreindra takmarkana voru kannaðir nýir meðferðarmöguleikar. Rannsakendur könnuðu árangur innæðaaðgerða með hnoðra sem þakinn er geli sem þenst út eftir að hnoðrinn hefur verið lagður í æðagúlinn. Skoðaðir voru fylgikvillar innæðaaðgerða með tilliti til þess hvenær þeir koma upp með það fyrir augum að skoða möguleikann á því að gera hnoðrun að dagaðgerð. Nýrri tækni var lýst til að meðhöndla æðagúla með eCLIPs. Í alþjóðlegri slembiraðaðri, framskyggnri, blindri rannsókn voru bornir saman sjúklingar sem gengust undir hnoðrun og fengu nerinetide, sem er taugavarnalyf (neuroprotective drug), og hins vegar lyfleysu.

Niðurstöður rannsóknanna birtust í sjö vísindagreinum og eru helstu niðurstöðurnar eftirfarandi: Staðfest var öryggi hnoðrunar með HydroCoil®. Rannsókn okkar á fylgikvillum benti til þess að í vissum tilfellum sé hægt að gera hnoðrun að dagaðgerð. Sýnt var fram á að hægt væri að nota eCLIPs til þess að meðhöndla æðagúla í tilraunadýrum og var árangurinn staðfestur með æðamyndum og vefjafræðirannsóknum. Sjúklingar sem gengust undir hnoðrun og fengu nerinetide fengu færri heilablóðföll á segulómun og minni skerðingu á vitrænni getu.

Framangreindar rannsóknir hafa því leitt til aukins skilnings á innæðameðferð heilaæðagúla. Ný aðgerðartækni hefur verið prófuð, henni lýst og leitt til betri árangurs. Auk þess voru taugaverndandi áhrif nýs lyfs sem gefið var við innæðaaðgerðir staðfest.

English abstract

An intracranial aneurysm (IA) is a focal widening of an artery inside the skull. Most IAs are asymptomatic until they present with a bleeding called subarachnoid hemorrhage, a devastating condition with high morbidity and mortality. The majority of IAs are now treated with endovascular (within the blood vessels) techniques. The most common endovascular technique of treating an aneurysm is coiling where soft platinum spirals (coils) are inserted into the sac of the aneurysm through a small tube. Concerns over the safety and long term durability of coiling have emerged.

The overall aim of this thesis was to generate knowledge and study the results of novel techniques and possible management strategies in patients with intracranial aneurysms. The safety and efficacy of a coil covered with hydrogel was evaluated. We also studied the timing of complications during and after coiling. A new endovascular device, eCLIPs, was tested in an animal model. In a international randomized study, we examined the ability of a neuroprotective drug, nerinetide, to reduce the number of strokes during aneurysm treatment. This work, based on seven publications, has lead to improved understanding of the treatment of IAs. It has explored novel management strategies from endovascular techniques to neuroprotective drug treatments demonstrating improved angiographic and clinical outcomes.

Um doktorsefnið

Þorsteinn Gunnarsson er fæddur árið 1967 í Belfast á N-Írlandi. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðideild frá Menntaskólanum í Reykjavík 1987. Þorsteinn lauk BS-prófi í læknisfræði 1992, embættisprófi 1995 og MS-prófi í heilbrigðisvísindum 1997, allt við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann lauk sérnámi í heila- og taugaskurðlækningum frá Háskólasjúkrahúsinu i Linköping í Svíþjóð 2001 og fjögurra ára undirsérgreinanámi í hryggjarskurðlækningum, heilaæðaskurðlækningum og innæðalækningum taugakerfis frá University of Toronto i Kanada. Frá 2007-2017 starfaði Þorsteinn sem heila- og taugaskurðlæknir og dósent við Hamilton Health Sciences og McMaster University í Kanada.  Árið 2017 flutti hann aftur til Svíþjóðar og vinnur nú á heila- og taugaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Linköping. Í mars tekur hann við stöðu forstöðumanns Miðstöðvar krabbameinslækninga barna við Drottning Silvias barnsjukhus í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar Þorsteins eru Gunnar Björnsson hagfræðingur og Aðalheiður Laufey Þorsteinsdóttir. Þorsteinn er kvæntur Paulu Klurfan heila- og taugaskurðlækni. Börn hans eru Gunnar, Steingrímur, Eyvindur, Martin og Mila.

Gunnar Þorsteinsson ver doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 17. febrúar.

Doktorsvörn í læknavísindum - Þorsteinn Gunnarsson