Skip to main content

Doktorsvörn í læknavísindum - Hulda Hjartardóttir

Doktorsvörn í læknavísindum - Hulda Hjartardóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2021 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 28. maí ver Hulda Hjartardóttir doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Ómskoðanir til að meta framgang og snúning fósturhöfuðs í fæðingum frumbyrja. Use of ultrasound to describe descent and rotation of the fetal head in spontaneous nulliparous labors.

Andmælendur eru dr. Vincenzo Berghella, prófessor við Thomas Jefferson University/Hospital í Philadelphia, og dr. Niels Uldbjerg, prófessor við Háskólann í Árósum.

Umsjónarkennari var dr. Þóra Steingrímsdóttir, prófessor og leiðbeinandi var dr. Torbjørn Moe Eggebø, prófessor við NTNU, Noregi. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur og dr. Reynir T. Geirsson, prófessor.

Ingibjörg Harðardóttir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00. Vörninni verður streymt: 

https://livestream.com/hi/doktorsvornhuldahjartardottir

Ágrip af rannsókn

Þær hefðbundnu klínísku skoðanir á kviði og um leggöng sem beitt er til að fylgjast með framgangi fæðingar eru í eðli sínu ónákvæmar. Undanfarin 20 ár hafa ómunaraðferðir, þar sem bæði er skoðað um kvið en einnig frá spangarsvæði, verið þróaðar til að hægt sé meta útvíkkun leghálsins, legu fósturhöfuðsins og hve djúpt það er gengið niður í grindina.

Markmið rannsóknanna sem ritgerðin byggir á var að kanna möguleika ómskoðana til að fylgjast með framgangi fósturhöfuðsins í fæðingu og bera saman við hefðbundnar þreifingar um leggöng. Allar rannsóknirnar voru framskyggnar. Í rannsóknum I-III var rannsóknarhópurinn frumbyrjur í sjálfkrafa sótt eftir fulla meðgöngu (>37 vikur) með einbura í höfuðstöðu. Frá því að virkur fasi fæðingar greindist og þar til konurnar fæddu var ómskoðun bætt við allar klínískar skoðanir. Ómskoðun um spangarsvæði var notuð til að mæla höfuð-spangarfjarlægð (head-perineum distance) og framgangshorn (angle of progression). Lega höfuðsins í grindinni var skoðuð með ómun um kvið og á spangarsvæði. Breytingum á stöðu og legu höfuðs og útvíkkun legháls var lýst og einnig innbyrðis afstöðu þessara þátta og tengslum við stig og lengd fæðingar. Í rannsókn IV mynduðu konur í fæðingu rannsóknarhópinn. Höfuð-spangarmælingar gerðar af læknum og ljósmæðrum með mismunandi reynslu og með tveim mismunandi tækjum voru bornar saman. Konurnar voru beðnar að meta sársauka/óþægindi sem fylgdi skoðuninni. Rannsóknir I-III voru gerðar á Landspítala en rannsókn IV bæði þar og á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi.

Sýnt var fram á að framgangur fósturhöfuðsins í fæðingu fylgdi ákveðnu ferli sem auðvelt var að meta með ómun. Ómskoðanir um spangarsvæði voru áreiðanlegar, nákvæmari en klínískar skoðanir og ollu konunum minni óþægindum. Ómun við innlögn í fæðingu gat að nokkru leyti spáð fyrir um fæðingarmáta og lengd fæðingar.

Abstract

The progress of labor is traditionally assessed clinically with subjective abdominal and vaginal examinations. Until recently no adequate objective tools have been available for this purpose. Ultrasound methods have been suggested as an objective way to follow labor progress but this has not been tested in prospective longitudinal studies.

The overall aim of this thesis was to investigate the patterns of fetal head descent and rotation during labor, using ultrasound methods and comparing the methods to vaginal digital examinations to assess labor progression. All the studies were prospective. In studies I-III primigravid women in spontaneous labor, with a single cephalic fetus at term (>37 weeks) were studied from when the active stage could be diagnosed until delivery. Transperineal ultrasound was used to measure head-perineum distance and angle of progression. Fetal head position was assessed with transabdominal and transperineal ultrasound. Descent, rotation and dilatation patterns were described and how these factors are interrelated and associated with the stages and duration of labor.  In study IV head-perineum distance measurements were done by novel and experienced examiners with two different types of equipment in women in active labor. The level of pain associated with the examination was assessed. All the studies were performed at the labor unit in Landspítali but study IV also in Lund University Hospital in Sweden.

The patterns of fetal head descent and rotation were demonstrated and easily followed with ultrasound. Trans-perineal ultrasound methods were more accurate than clinical examinations and more acceptable to the women. Ultrasound on admission in active labor showed potential in predicting duration of labor and mode of delivery. HPD measurements showed good reproducibility.

Um doktorsefnið

Hulda Hjartardóttir er fædd 30. júlí 1962 á Akureyri. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund í maí 1980 og stundaði fyrst nám í málvísindum við Háskóla Íslands en hóf svo nám í læknisfræði haustið 1982 og lauk cand. med. et chir. prófi í júní 1988. Að loknu kandídatsári á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri stundaði hún sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á Kvennadeild Landspítala 1989-1991 og síðan í Leeds og Bradford í Bretlandi á árunum 1991-1998. Hún lauk bresku sérfræðiprófi í maí 1994 og varð þá meðlimur (MRCOG) í Royal College of Obstetricians and Gynaecologists og síðan fellow (FRCOG) í september 2015. Hún fékk sérfræðileyfi á Íslandi í október 1997 og hóf störf sem sérfræðingur á Kvennadeild Landspítala í september 1998. Frá árinu 2017 hefur hún verið yfirlæknir fæðingateymis. Hulda hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands en einnig leiðbeint BS- og MS-nemum. Hún sat í stjórn Læknafélags Íslands, sem ritari 2000-2004 og síðan varaformaður 2004-2006. Hún var formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna 2010-2012. Foreldrar Huldu eru Hjörtur Pálsson, rithöfundur og prestur, og Steinunn Bjarman, ritari. Hulda er gift Eggert Péturssyni myndlistarmanni og börn þeirra eru Eyvindur, Pétur, Guðrún Inga og Hjörtur Páll.

Hulda Hjartardóttir ver doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 28. maí 2021

Doktorsvörn í læknavísindum - Hulda Hjartardóttir