Doktorsvörn í læknavísindum - Guðbjörg Jónsdóttir | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsvörn í læknavísindum - Guðbjörg Jónsdóttir

Doktorsvörn í læknavísindum - Guðbjörg Jónsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. maí 2021 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 21. maí ver Guðbjörg Jónsdóttir doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Lýðgrunduð rannsókn á þróun annarra krabbameina hjá sjúklingum með mergæxli: Áhættuþættir og áhrif á lifun. Second Malignancies in Patients with Multiple Myeloma: Risk Factors and Impact on Survival.

Andmælendur eru dr. Anette Vangsted, yfirlæknir á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, og dr. Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir á Blóðsjúkdómadeild LSH.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor. Auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Magnús Karl Magnússon, prófessor, dr. Anna Porwit, prófessor, dr. Magnus Björkholm, prófessor og dr. Ola Landgren, prófessor.

Engilbert Sigurðsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Fjöldatakmörkun: Einungis 50 manns geta verið í salnum á meðan á doktorsvörninni stendur.

Vörninni verður streymt: https://livestream.com/hi/doktorsvorngudbjorgjonsdottir

Ágrip

Mergæxli er illkynja sjúkdómur sem einkennist af fjölgun einstofna plasmafrumna í beinmerg. Með tilkomu áhrifaríkari lyfja í meðhöndlun sjúklinga með mergæxli síðastliðna áratugi hefur lifun þeirra stóraukist. Þessi aukna lifun hefur leitt til aukinnar áherslu rannsakenda á langtíma afleiðingum í formi þróun annarra krabbameina. Meginmarkmið doktorsverkefnisins var að kanna áhrif annarra krabbameina á lifun sjúklinga með mergæxli og leitast við að kanna áhættuþætti fyrir þróun þeirra með sérstaka áherslu á bráðahvítblæði og mergmisþroska. Verkefnið var byggt á gögnum frá sænsku krabbameinsskránni.

Rannsóknin leiddi í ljós að meðferðartengdir og erfðafræðilegir þættir eiga mögulega þátt í þróun annarra krabbameina hjá sjúklingum með mergæxli. Að auki var þróun annars krabbameins tengd verri horfum. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að greina áhættuþætti og líffræðilega ferla sem valda þessari þróun.  

English abstract

Multiple myeloma is a malignant disorder characterized by clonal proliferation of plasma cells in the bone marrow. Over the past decades increased access to modern effective therapies has improved survival and clinical outcomes for patients with multiple myeloma. However, improved survival has led to concerns regarding long-term complications such as development of second malignancies. The overall aim of the thesis was to determine the impact of second malignancies on survival and identify risk factors for second malignancy development with focus on patients who develop acute myeloid leukemia and myelodysplastic syndrome using data from the Swedish Cancer Registry.

The results suggest that treatment- and host-related factors might play a role in second malignancy development in patients with multiple myeloma. Additionally, development of second malignancies was associated with inferior survival.  These findings highlight the importance of identification of risk factors as well as biological mechanisms that result in second malignancies in patients with multiple myeloma.

Um doktorsefnið

Guðbjörg Jónsdóttir er fædd í Reykjavík þann 28. júlí 1984. Hún lauk stúdentsprófi af Náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum við Sund árið 2004 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2010. Samhliða doktorsnáminu hefur Guðbjörg starfað sem sérnámslæknir, hún lauk sérnámi í almennum lyflækningum við Háskólasjúkrahúsið í Iowa í Bandaríkjunum árið 2019 og leggur nú stund á sérnám í blóð- og krabbameinslækningum við sama háskólasjúkrahús. Foreldrar Guðbjargar eru Margrét Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur (1956-2019) og Jón Hrafnkelsson læknir. Maki Guðbjargar er Ásgeir Þór Másson læknir og eiga þau börnin Má og Margréti Höllu.

Guðbjörg Jónsdóttir ver doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 21. maí 2021

Doktorsvörn í læknavísindum - Guðbjörg Jónsdóttir