Skip to main content

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Kristín Þórarinsdóttir

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Kristín Þórarinsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. nóvember 2018 12:00 til 15:00
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 27. nóvember ver Kristín Þórarinsdóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Persónumiðaða matstækið Hermes. Þróun og notkun í endurhæfingarhjúkrun. The person-centred assessment tool Hermes. Development and use in rehabilitation nursing

Andmælendur eru dr. Brendan McCormack, prófessor við Queen Margaret University, Skotlandi, og dr. Snæfríður Þóra Egilson, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Umsjónarkennari var dr. Kristín Björnsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild sem einnig var leiðbeinandi ásamt dr. Kristjáni  Kristjánssyni, prófessor við  Jubilee Centre for Character and Virtues, University of Birmingham, Bretlandi. Auk þeirra sat í doktorsnefnd Þóra Jenný Gunnarsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild.

Herdís Sveinsdóttir, prófessor og forseti Hjúkrunarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Norræna húsinu og hefst kl. 12:00.

Ágrip af rannsókn

Meginmarkmið doktorsritgerðarinnar er að lýsa: i) heimspekilegum og fræðilegum hugmyndum og aðferðum sem nýttar voru við þróun persónumiðaðs matstækis í endurhæfingarhjúkrun sem nefnt var Hermes, og ii) innleiðingu og notkun matstækisins í endurhæfingarhjúkrun.

Ritgerðin byggir á þremur rannsóknum. Fyrsta rannsóknin var hugtakagreining á persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu sem byggir á samþættingu  60 eigindlegra rannsókna. Önnur rannsóknin var  þátttökurannsókn en í henni tóku þátt 12 hjúkrunarfræðingar í endurhæfingu og ráðgjafi. Í gegnum rannsóknina var matstækið Hermes, sem byggt  var á fræðilegum og fyrirbærafræðilegum grunni, þróað. Gögnum var safnað með rýnihópum einstaklingsviðtölum og endurskoðun á skráningu á Hermes. Þriðja rannsóknin var vettvangsathugun. Þátttakendur voru 14 sjúklingar með langvinna verki í endurhæfingu og fimm hjúkrunarfræðingar þeirra og var gögnum safnað með þátttökuathugun og hálf-stöðluðum viðtölum.   

Helstu niðurstöður rannsóknanna voru að þróun og notkun Hermes stuðlaði að persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í heilsufarsmati. Rödd sjúklinga kom sterkt fram í matinu sem veitti heildræna sýn á heilsufarsvanda. Þá stuðlaði notkun Hermes að styðjandi tengslum og opinni samræðu með túlkandi ívafi milli sjúklinga og hjúkrunarfræðinga um heilsufarsvanda. Með þessu móti myndaðist skilningur á veikindunum og aðstæðum sjúklinga sem gat verið hjálplegur við að koma til móts við heilsufarsleg áhyggjuefni. Þá auðveldaði Hermes mat á árangri endurhæfingarinnar.

Notkun Hermes getur stuðlað að persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í endurhæfingu. Því er matstækið talið nýtilegt í endurhæfingarhjúkrun. Einnig er mögulegt að matstækið sé gagnlegt á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustu.

Abstract

Methods: This thesis consists of three studies. The first study constitutes a concept analysis of which a person-centred participation in health care which is grounded on an integrative review of 60 qualitative studies. The second study is an action research study, depicting the process through which 12 nurses in rehabilitation and a consultant participated in developing  the tool Hermes, that was theoretically and phenomenologically derived. Data was collected by focus groups, individual interviews and review of the documentation on Hermes. The third study was an ethnographic study in which 14 patients in rehabilitation participated and their five nurses. Data was collected by participant observation and interviews.

The main results of the studies were that Hermes facilitated a person-centred approach to health assessment in nursing rehabilitation. Through the use of tool patients’ perspectives became salient in the assessment and it provided for a holistic perspective of the patients’ health situations. The application of Hermes allowed for the development of a supportive connection and dialogue between nurses and patients that was open and interpretive. This in turn promoted understanding of the patients’ situations which could be helpful in adjusting to health issues of concern. Moreover the use of Hermes promoted the evaluation of the progress of the rehabilitation.

The use of Hermes can facilitate a person-centred approach in rehabilitation and it is regarded as feasible for use in nursing rehabilitation. Moreover, it could have potential relevance for other health-care settings. 

Um doktorsefnið

Kristín Þórarinsdóttir er fædd árið 1960 á Egilsstöðum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1980, BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og MS-námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Manchester í Englandi árið 2002. Kristín hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Einnig hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Bispebjerg Hospital í Kaupmannahöfn. Lengst af hefur Kristín verið lektor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, þar sem hún starfar nú. 

Foreldrar Kristínar eru Guðrún Elísabet Jónsdóttir Kjerúlf og Þórarinn Lárusson. Börn hennar eru Andri Ívarsson og Þorbjörg Ída Ívarsdóttir.

Kristín Þórarinsdóttir ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 27. nóvember kl. 12:00

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Kristín Þórarinsdóttir