Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Jóna Ingibjörg Jónsdóttir | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Jóna Ingibjörg Jónsdóttir

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Jóna Ingibjörg Jónsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. júní 2021 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 16. júní ver Jóna Ingibjörg Jónsdóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Þróun styrkleikamiðaðra meðferðarsamræðna við konur með krabbamein og maka þeirra og prófun á ávinningi af að styrkja aðlögun tengda kynlífi og nánd. Development and effectiveness testing of a strengths-oriented therapeutic conversation on sexual adjustment and intimacy among females with cancer and their partners.

Andmælendur eru dr. Fabie Duhamel, RN, Ph.D., Honorary Professor við hjúkrunarfræðideild University of Montreal í Quebec, Kanada, og Ársæll Már Arnarsson prófessor við  Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild. Auk hennar sátu í doktorsnefnd dr. Helga Jónsdóttir, prófessor, dr. Kristine L. Kwekkeboom, prófessor og dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor.

Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Vörninni verður streymt: https://livestream.com/hi/doktorsvornjonaingibjorgjonsdottir

Ágrip

Vandamál sem tengjast kynlífi og nánd eru algeng hjá konum með krabbamein og geta haft neikvæð áhrif á kynferðislega vellíðan og náið samband. Gott parsamband og stuðningur maka getur hins vegar dregið úr streitu sem tengist breytingum á kynlífi og nánd eftir greiningu og meðferð krabbameins. Markmið doktorsverkefnisins var að lýsa stöðu þekkingar á meðferðarrannsóknum eftir greiningu og meðferð krabbameins sem ætlað er að draga úr kynlífsvanda og efla nánd hjá pörum. Enn fremur var markmiðið að þróa og meta árangur nýrrar styrkleikamiðaðrar stuðningsmeðferðar og fræðslu fyrir pör þar sem konan hefur greinst með krabbamein, í því skyni að efla aðlögun hvað varðar kynlíf og nánd. Rannsóknarsnið í meðferðarrannsókn var fyrir og eftir hálf-tilraunasnið. Meðferðin fólst í þremur 50 mínútna löngum styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum þar sem hjúkrunarfræðingur með sérfræðiþekkingu í kynlífsheilbrigði hitti parið augliti til auglitis.

Niðurstöður úr fyrstu rannsókn sýndu að ekki ríkir einhugur um hvernig best sé að hanna meðferðarrannsóknir fyrir pör. Mikilvægustu niðurstöður úr meðferðarrannsókn tvö voru þær að konur með krabbamein greindu síður frá kynferðislegum áhyggjuefnum eftir styrkleikamiðuðu fræðslu- og stuðningsmeðferðina samanborið við það sem áður var og lýstu engum marktækum áhrifum krabbameinsveikinda yfir tíma á nánd. Í meðferðarrannsókn þrjú greindu konur með krabbamein og makar þeirra frá marktækt meiri gæðum parsambandsins og aukinni fullvissu um áhrif viðhorfa á kynlíf og nánd eftir meðferðina samanborið við það sem áður var. Í heild varpa niðurstöður doktorsrannsóknarinnar ljósi á hvernig megi auka megi gæði meðferðarrannsókna fyrir pör í framtíðinni til að efla klíníska hjúkrun og sýna fram á gagnsemi og ávinning af styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum í því skyni að bæta kynlífsheilbrigði hjá pörum.

English abstract

Problems related to changes in sexuality and intimacy are common among women with cancer, which threatens their sexual well-being and intimate relationships. Good relationship quality and perceived partner support can reduce stress associated with sexual changes in women with cancer. The thesis aimed to describe the characteristics of couple-based intervention studies that address sexuality after cancer (study I) and develop, and test the effectiveness of a novel nurse-managed couple-based strengths oriented intervention for women with diverse types of cancer and their intimate partners (studies II and III). A quasi-experimental single-group pre-post-follow-up design was used. The nurse met the participating couples face to face and engaged in three strengths-oriented therapeutic conversations (CO-SOTC) focusing on addressing changes in sexuality and intimacy after cancer.

Findings from study I suggested a current lack of consensus about how couple-based interventions addressing sexuality after cancer are best structured in terms of content and delivery. The main findings of studies II and III were that women with cancer reported benefits of the intervention with respect to sexual concerns, no significant changes over time were observed related to illness interference on intimacy, and the women with cancer and their intimate partners showed significant improvements in relationship quality and confidence about how their illness beliefs affect sexuality and intimacy. Overall, this doctoral research project offered speculative evidence on how the quality of future couple-based intervention research can be improved to benefit clinical practice. In addition, the findings add new empirical evidence to the very limited pool of couple-based nurse-managed interventions designed to address changes in sexuality and intimacy for women after cancer.

Um doktorsefnið

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 27. október 1960. Jóna Ingibjörg lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og MSEd-prófi í kynfræðslu frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum árið 1988, með áherslu á námskrárgerð í málefnum kynlífsheilbrigðis. Hún var aðalskipuleggjandi fyrstu íslensku landskönnunar á kynhegðun árið 1992 fyrir Landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið. Árið 2000 lauk Jóna Ingibjörg tveggja ára námi í systemískri og psykodynamískri samtalsmeðferð við Grábræðrastofnunina í Kaupmannahöfn og sex árum síðar hlaut hún sérfræðiviðurkenningu í klínískri kynfræði frá Nordic Association of Clinical Sexology (NACS). Jóna Ingibjörg hefur unnið við hjúkrun á Íslandi og í Danmörku en lengst af starfað sjálfsstætt við kynlífsráðgjöf og kynfræðikennslu. Hún er höfundur íslenskrar fræðibókar í kynfræði og borðspils um kynferðismál og hefur í áraraðir stuðlað að þróun kynfræði sem fræðigreinar hérlendis. Undanfarinn áratug hefur hún starfað við kynlífsráðgjöf á Landspítala og frá árinu 2015 verið samhliða í doktorsnámi. Foreldrar Jónu Ingibjargar eru Jón Reynir Eyjólfsson og Sigrún Jónsdóttir. Jóna Ingibjörg er gift Þóri Jóhannssyni tónlistarmanni. Dóttir þeirra er Sólrún Klara, sonur Jónu er Kári Svan Rafnsson.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands miðvikudaginn 16. júní.

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Jóna Ingibjörg Jónsdóttir