Skip to main content

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Ásta Bjarney Pétursdóttir

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Ásta Bjarney Pétursdóttir  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. júní 2020 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 11. júní ver Ásta Bjarney Pétursdóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Vörninni verður streymt:

https://livestream.com/hi/doktorsvornastabjarneypetursdottir

Ritgerðin ber heitið: Styrkleikamiðuð fjölskyldu-stuðningsmeðferð í sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Family Nursing Strengths-Oriented Supportive Interventions in Specialized Palliative Home Care.

Andmælendur eru dr. Carole Robinson,  prófessor emeritus við Faculty of Health and Social Development University of British Columbia, Kanada, og  dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, prófessor og deildarforseti við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild. Auk hennar sátu í doktorsnefnd þau Valgerður Sigurðardóttir, Erna Haraldsdóttir, Mary Kay Rayens og Arna Hauksdóttir.

Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Ágrip af rannsókn

Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að þróa, innleiða og meta árangur íhlutunar sem felur í sér styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður fyrir nána aðstandendur sjúklinga með lífsógnandi krabbamein, auk þess að meta langtímaáhrif á andlega líðan aðstandenda eftir andlát sjúklingsins. Einnig að þróa sértækt innleiðingarferli fyrir hjúkrunarfræðinga sem sinna líknarheimaþjónustu. Aðstandendur sjúklinga með lífsógnandi krabbamein þurfa á sérhæfðum stuðningi að halda, vegna þess álags sem getur fylgt veikindaferlinu og alvarlegum afleiðingum þess. Íhlutun í formi meðferðarsamræðna getur styrkt aðstandendur í að vera betur í stakk búnir til að takast á við aðstæðurnar.

Ritgerðin byggir á fjórum rannsóknum sem voru hálfstaðlaðar tilraunarannsóknir, með og án langtímarannsóknarsniðs. Mælingar voru gerðar eftir íhlutunina. Í rannsóknunum var notuð dreifigreining fyrir endurteknar mælingar (rannsókn I), blönduð líkön (rannsóknir II og III), pöruð t-próf og hugtakagreining (rannsókn IV) við greiningu niðurstaðna.

Aðstandendur upplifðu marktækt meiri stuðning, minni einkenni streitu og umönnunarbyrði eftir íhlutunina (rannsókn I). Einnig marktækt minni einkenni kvíða og sorgarviðbragða eftir íhlutunina samanborið við aðstandendur sem fengu hefðbundna þjónustu (rannsókn II). Marktækar skammtíma- og langtímabreytingar á einkennum streitu og kvíða komu fram eftir íhlutunina hjá aðstandendum fyrir og eftir andlát sjúklingsins (rannsókn III). Einnig komu fram marktækar breytingar á viðhorfum hjúkrunarfræðinga við að veita fjölskyldum í líknarheimaþjónustu sérhæfðan stuðning (rannsókn IV).

Niðurstöður rannsóknanna gefa vísbendingar um hvernig heilbrigðisstarfsfólk getur veitt aðstandendum sjúklinga með lífsógnandi krabbamein aukinn stuðning til að takast á við veikinda- og lífslokaferlið. Auk þess getur fjölskyldumiðuð íhlutun bætt gæði þeirrar þjónustu sem sérhæfð líknarþjónusta veitir fjölskyldum fyrir og eftir lífslok vegna ólæknandi krabbameins. 

Abstract

The overall aim of the study was to develop, implement, and evaluate the effectiveness of a family strengths-oriented therapeutic conversation intervention for family caregivers of patients in the advanced stages of cancer. Also, to evaluate the impact on psychological distress symptoms and grief reactions when provided in the bereavement phase, as well as the long-term effect on these symptoms.

The studies were quasi-experimental design studies with and without a longitudinal-experimental design. Measurements were conducted post-intervention. A repeated-measure analysis of variance (Study I), mixed models for repeated measures (Study II, III), a paired-sample t-test, and a Conventional Content Analysis (CCA) (Study IV) were used to analyze the data.

The family caregivers perceived significant improvement in emotional and cognitive support, decrease in stress symptoms and caregiver burden after receiving the intervention (Study I). Also, significant improvement in the bereaved family caregivers’ levels of anxiety symptoms and differences in grief reactions compared to bereaved family caregivers receiving traditional care (Study II), as well as long-term improvements in levels of stress and anxiety symptoms (Study III). An advanced education and coaching program in a family systems nursing approach was designed and delivered to nurses in the specialized palliative home care unit from where the study was conducted. The implementing of a systematic family nursing approach and the family-oriented intervention within the clinical palliative nursing practice was evaluated. Significant positive change was revealed in the nurses’ attitudes towards including families in their care, after participating in the advanced educational and coaching intervention (Study IV).

The overall results of the studies reveal how family caregivers of patients in the advanced stages of cancer receiving therapeutic conversations show significantly less emotional distress, when dealing with the complicated challenges they face. The results can be used to improve the quality of the services offered by healthcare professionals in specialized palliative home care.

Um doktorsefnið

Ásta Bjarney Pétursdóttir er fædd árið 1955, lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2000, auk þess viðbótarnámi í geðhjúkrun frá sama skóla og MS-prófi í líknarmeðferð og krabbameinum frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Ásta hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur við Landspítalann, lengst af á Líknardeild Landspítalans á Landakoti og hjá Heimahlynningu Landspítalans. Ásta hóf doktorsnám við Háskóla Íslands 2014 undir leiðsögn dr. Erlu Kolbrúnar Svavarsdóttur, prófessors. Ásta er gift Nicolai Jónassyni tæknifræðingi og eiga þau börnin Dagnýju Rós og Bjarna Garðar.

 

 

Ásta Bjarney Pétursdóttir ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 11. júní.

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Ásta Bjarney Pétursdóttir