Skip to main content

Doktorsvörn í heimspeki: William Konchak

Doktorsvörn í heimspeki: William Konchak - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. nóvember 2018 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsvörn fer fram við Sagnfræði- og heimspekideild mánudaginn 19. nóvember næstkomandi. Þá ver William Konchak doktorsritgerð sína í heimspeki sem nefnist Developing a Contemporary Approach to Philosophy as a Way of Life, eða Samtímanálgun á heimspeki sem lífsmáta. Andmælendur verða Samantha Harvey, prófessor við Boise State háskóla í Bandaríkjunum, og Jussi Backman, fræðimaður við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi.

Doktorsritgerðin er unnin undir leiðsögn Björns Þorsteinssonar, prófessors í heimspeki og aðrir í doktorsnefnd eru Svavar Hrafn Svavarsson prófessor og David Greenham frá University of West of England í Bristol.

Steinunn J. Kristjánsdóttir, forseti Sagnfræði- og heimspekideildar, stjórnar athöfninni sem fram fer í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.

Um rannsóknina

Í ritgerðinni er gengið út frá hugmynd Pierre Hadot um heimspeki sem lífsmáta, þ.e. sjálfsþroskaferli sem á sér stað með iðkun þess sem Hadot kallar andlegar æfingar, ásamt kenningasmíð. Rannsóknin beinir sjónum að því hvernig beita megi þessu grundvallarviðhorfi í samtímasamhengi og gerir í því skyni túlkunarfræði Hans-Georgs Gadamer og heimspeki Ralphs Waldo Emerson að viðfangsefni sínu. Skoðað er hvernig hugmyndir þessara hugsuða geta leitt til iðkana sem fela í sér djúpa umbreytingu, s.s. viðhorf Gadamers til samræðu og túlkunar, djúptæk sýn Emersons á náttúru, sjálfið og andlegan þroska, og fagurfræði hugsuðanna beggja. Einnig er athugað hvernig iðkanir og viðhorf úr heimspeki til forna má taka upp og þróa í tengslum við hugsun Gadamers og Emersons og fella þær inn í heimspeki sem lífsmáta í samtímanum.

Doktorsefnið

William Konchak hefur lokið námi í heimspeki frá Háskóla Íslands,  umhverfisstjórnun frá háskólanum í Cambridge og sálfræði frá Institute of Transpersonal Psychology (nú Sofia University). William hefur verið stundakennari í námskeiði um náttúrusiðfræði við Háskóla Íslands. Doktorsrannsóknin naut styrks frá Rannís fyrir tilstuðlan Páls Skúlasonar, fyrrverandi rekstors Háskóla Íslands.

William Konchak.

Doktorsvörn í heimspeki: William Konchak