Skip to main content

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Sigrún Sunna Skúladóttir

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Sigrún Sunna Skúladóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. júní 2022 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 30. júní ver Sigrún Sunna Skúladóttir doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Einkenni mjaðmarbrotahóps meðal eldri einstaklinga í sjálfstæðri búsetu. Characteristics of hip fracture cases among community-dwelling Icelandic older adults.

Andmælendur eru dr. Timo Strandberg, prófessor við háskólann í Oulu, Finnlandi, og dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Leiðbeinendur voru dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor og dr. Alfons Ramel, prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Gunnar Sigurðsson, prófessor emeritus, Laufey Steingrímsdóttir, prófessor emerita, Vilmundur Guðnason forstöðulæknir og Ingibjörg Hjaltadóttir, prófessor.

Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Vörninni verður streymt: https://livestream.com/hi/doktorsviornsigrunsunnaskuladottir

Ágrip

Mjaðmarbrot geta falið í sér verulega skerðingu á heilsu og lífsgæðum. Orsakaþættir eru meðal annars aukið tap á beinmassa, hreyfifærni og vöðvamassa með hækkandi aldri. Áhrifaþættir geta verið  tengsl D-vítamíns við beinþéttni, sem og tengsl hreyfigetu við mjaðmarbrot.

Markmið verkefnis var að kortleggja hvað einkennir aldraða einstaklinga sem mjaðmarbrotna frá þeim sem brotna ekki, úr gögnum Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-Reykjavík).

Niðurstöður úr grein 1: Það sem einkenndi karlmenn sem brotnuðu miðað við þá sem brotnuðu ekki, var marktæk skert hreyfigeta við upphaf rannsóknar, jafnvel eftir leiðréttingu fyrir bæði aldri og beinþéttni. Það sem einkennir konur sem mjaðmarbrotna miðað við þær sem brotnuðu ekki, var marktækt lægri líkamsþyngdarstuðull og minni fitu- og vöðvamassi. Beinstyrkur sem og styrkur D-vítamíns í blóði (serum 25(OH)D) var marktækt lægri (~5 nmol/L) við upphaf rannsóknar hjá báðum kynjum sem brotnuðu.

Grein 2: Ófullnægjandi D-vítamínhagur í blóði við upphaf rannsóknar (<30 nmól/L) borið saman við fullnægjandi hag (≥50 nmól/L) tengdist lægri beinþéttni í lærleggshálsi (femoral neck) hjá bæði körlum og konum óháð aldri og líkamsþyngdarstuðli. Verri D-vítamínhagur var einnig tengdur auknum líkum á mjaðmarbrotum. Eftir leiðréttingu fyrir beinþéttni og hreyfigetu hurfu þessi tengsl hjá körlum en ekki konum, því gæti lægri beinmassi hjá konum tengdur minna rúmmáli beina útskýrt að hluta af hverju hreyfigeta og beinþéttni hafði minna vægi hjá konum en körlum.

Grein 3: Þeir sem neyttu minna en helmings af ráðlögðum dagskammti (einn skammtur ~250 mL) af mjólk eða sýrðum mjólkurvörum á dag voru í meiri áhættu á mjaðmarbrotum miðað við þá sem borðuðu tvo eða fleiri skammta á dag, sem er sá skammtur sem opinberar ráðleggingar leggja til varðandi mjólkurneyslu.

Ályktanir: Mikilvægt er að eldri einstaklingar átti sig á áhrifum sem lág beinþéttni, skortur á D-vítamíni í blóði og mjólkurneyslu undir ráðleggingum (≥2 skammtar á dag) getur haft á aukna áhættu á mjaðmabrotum hjá báðum kynjum.

English abstract

Hip fractures in older adults are strongly associated with reduced health and quality of life. Loss of bone mass, physical function and muscle mass are thought to be main causes of hip fractures at older age. Associations between vitamin D status and bone mineral density (BMD) as hip-fractures and physical function may also be influensing factors.

The aims was to characterize differences between older adults that experience hip fractures compared to those who did not, from AGES-Reykjavik study.

Results: In paper I. Males that experienced hip fractures had significantly poorer measures of physical function, at baseline compared to males that did not experience hip fracturs after age and vBMD adjustment. For female hip fracture cases had lower body mass index, fat- and fat free mass compared to those that did not experience hip fractures after age and vBMD adjustment. However, similarities between both sexes included lower vitamin D status (~5 nmol/L lower concentration of serum 25(OH)D), and lower vBMD among hip fracture cases compared to non-cases.

In paper II was deficient (serum 25(OH)D concentrations <30 nmol/L) compared to sufficient status (≥50 nmol/L) vitamin D was associated with lower vBMD of the femoral neck at baseline in both males and females. Deficient versus sufficient vitamin D status was also significantly associated with higher risk of incident hip fractures. After further adjustment for vBMD and measures of physical function the association became non-significant for males but remained significant for females this suggested that sex specific differences might relate to lower bone mass among females due to smaller bone volume that made the adjustment of vBMD and physical function less influential for females.

In the third and final participants who consumed less than half a potion of milk products per day (one portion ~250 mL) had significantly higher risk of incident hip fractures compared to those consuming ≥2 portions per day, which is the amount that official dietary recommendations advocate.

Conclusions: It is important to inform older adults on Sex specific differences were observed between hip fracture cases and non-cases.. Vitamin D status and consumption of milk and cultured milk products showed a relativey strong and protective association with incendent hip fracturs.

Um doktorsefnið

Sigrún Sunna Skúladóttir er fædd árið 1975 á Selfossi.  Hún útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1996 frá Fjölbrautaskóla Suðurlands,  lauk stúdentsprófi frá sama skóla árið 2002. Sigrún Sunna lauk BS-gráðu í hjúkrunarfræði árið 2008 og MS-gráðu, með áherslu á bráðahjúkrun, frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2014.  Meðfram doktorsnáminu hefur hún sinnt bæði leiðbeiningu BS-nemenda og verið í aðjunktstöðu við Hjúkrunarfræðideild. Einnig hefur hún sinnt stundakennslu við Matvæla- og næringarfræðideild. Foreldrar Sigrúnar Sunnu voru Skúli B. Ágústsson og Ólína M. Steingrímsdóttir, eiginmaður hennar er Halldór Gunnarsson, synir Sigrúnar eru Arnar Jökull og Þröstur Steinn, og stjúpbörn hennar eru Brynjar Logi, Hólmfríður Ásta og Höskuldur Máni.

Sigrún Sunna Skúladótttir ver doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 30. júní.

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Sigrún Sunna Skúladóttir