Skip to main content

Doktorsvörn í eðlisfræði – Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir

Doktorsvörn í eðlisfræði – Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. júní 2022 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi 

Doktorsefni: Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir

Heiti ritgerðar: Regla í óreglu: Seguleiginleikar þunnra myndlausra kóbalthúða og marglaga (The order in disorder: Magnetism in amorphous cobalt-based thin films and heterostructures)

Andmælendur:
Dr. Eric Fullerton, prófessor við University of California San Diego, Bandaríkjunum
Dr. Sarah Thompson, prófessor við University of York, Bretlandi 

Leiðbeinandi: Dr. Friðrik Magnus, prófessor við Raunvísindadeild HÍ

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ
Dr. Björgvin Hjörvarsson, prófessor við Uppsalaháskóla, Svíþjóð

Doktorsvörn stýrir: Dr. Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar HÍ

Ágrip

Í verkefninu er leitast við að auka skilning okkar á seguleiginleikum myndlausra efna. Myndlaus efni skortir langrækna kristaluppbyggingu, en þess í stað geta þau haft stutta eða meðallanga reglubundna uppröðun. Fyrst er sýnt hvernig seguleiginleikar járnseglandi Co breytast með því að mynda melmi með óseglandi AlZr. Það sést að Curie-hitastigið og segulvægið á CoAlZr stjórnast af samsetningunni, og minnkar línulega með auknu AlZr-innihaldi. Vegna óreiðukenndrar uppröðunar á myndlausum efnum er staðbundin dreifing í Co-innihaldi með svæðum af háum og lágum þéttleika Co. Þetta leiðir til svæða á nanó-skala með háu og lágu Curie-hitastigi. Óvænt birtingarmynd sést af þessari dreifingu í efnasamsetningu, sem kemur fram sem keppni milli ólíkrar segulmisáttunar. Með því að mæla hver segulmisáttunin er sem fall af samsetningu, er unnt að skilgreina Co-samsetningardreifingu.

Einnig eru rannsökuð fjöllög af há- og lág-T_c CoAlZr lögum á víxl og tvílögum af TbCo/CoAlZr. Í CoAlZr-fjöllögunum er sýnt að í lág-T_c-laginu er framkallaður ofurmeðseglandi fasi vegna nálægðar við há-T_c-lagið. Þetta segulástand er langreikið og er til staðar við hitastig sem er þrisvar sinnum hærra en innra Curie-hitastig lág-T_c lagsins. Í TbCo/CoAlZr-tvílögunum eru rannsakaðir segulskiptikraftar milli laga með hornrétta og lárétta segulmisáttun miðað við plan sýnisins. Við greinum svæði í CoAlZr-laginu, þar sem spunarnir eru sterkt kúplaðir við TbCo-lagið og hluti spunaáferðar CoAlZr-lagsins liggur þvert á húðina. Þetta svæði hefur svipaða seguleiginleika og TbCo-lagið og verkar því eins og segulgormur. Þessi lagskiptu efni mætti t.d. hagnýta í segulminnum og segulörsveiflum.

Um doktorsefnið

Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir er fædd 1992. Hún hóf B.Sc. nám við Háskóla Íslands 2013 og útskrifaðist árið 2016. Hún hóf meistaranám við Háskólann í Árósum í Danmörku árið 2016 og lauk því 2018, og byrjaði kjölfarið í doktorsnámi við Háskóla Íslands.

Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir

Doktorsvörn í eðlisfræði – Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir