Skip to main content

Doktorsvörn í byggingarverkfræði - Nargessadat Emami

Doktorsvörn í byggingarverkfræði - Nargessadat Emami - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. ágúst 2021 10:00 til 12:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi: https://livestream.com/hi/doktorsvornnargessadatemami

Doktorsefni: Nargessadat Emami

Heiti ritgerðar: Innbyggð umhverfisáhrif af byggðarþróun – Einblínun á byggingar (Embodied Environmental Impact from Built Environment Development – Focus on Buildings)

Andmælendur:
Dr. Andre Stephan, dósent við Kaþólska háskólann í Louvain, Belgíu
Dr. Matti Kuittinen, dósent við Aalto-háskóla, Finnlandi

Leiðbeinandi: Dr. Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Björn Marteinsson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Dr. Seppo Junnila, prófessor við Aalto-háskóla, Finnlandi

Doktorsvörn stýrir: Dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands

Ágrip

Byggingar eru lykilþættir þéttbýlis og samfélags, í samofnu flóknu kerfi. Hefð er fyrir því að umhverfisáhrif vegna losunar sem tengist byggingarefnum hafi ekki verið talin mikilvæg í samanburði við áhrif vegna orkunotkunar þegar kemur að því að draga úr loftslagsáhrifum bygginga. Enn fremur hefur mat á umhverfisáhrifum byggingarefna reynst vandasamt og niðurstöður ekki hafnar yfir vafa. Með því að fylgja aðferðafræði tilvikarannsókna voru gerðar fjórar mismunandi vistferilsgreiningar (LCA) til að fylla þetta skarð.

Niðurstöðurnar sýna að LCA-nálgun getur aukið skilning á innbyrðis vægi nokkurra umhverfisflokka að því er varðar áhrif vegna annars vegar notkunar mismunandi hefðbundinna og hins vegar óhefðbundinna byggingarefna. Annað lykilframlag snýst um hlutdeild flutninga í inniföldum áhrifum, þessi þáttur er iðulega undanskilinn og myndar þannig lítt skilgreindan óvissuþátt.

Full ástæða er þó til að túlka niðurstöðurnar varlega. Fyrsta áhyggjuefnið varðar valinn LCA-gagnagrunn fyrir matið sem getur leitt til mjög mismunandi niðurstaðna í næstum öllum áhrifaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar og eyðing jarðefnaeldsneytis eru einu undantekningarnar (samt með nokkru ósamræmi í þeim líka). Hitt atriðið er tengt óvissuþáttum varðandi inntaksgögnin (val á efni úr gagnagrunni og aðferðinni) sem og óvissu í bindingargetu nokkurra tiltekinna efna (þjappað strá, reyrplötur og viður). Samanburðurinn sýnir að niðurstöður eru mjög háðar þessum óvissuþáttum.

Rannsóknin leiddi í ljós að enn er þörf á mikilli vinnu til að bæta áreiðanleika LCA-verkfæra í byggingargeiranum svo þannig fáist áreiðanlegur og traustvekjandi grunnur til stefnumótunar.

Um doktorsefnið

Narges fæddist 16 febrúar 1987 í Teheran, Íran. Hún er með BSc-gráðu í byggingaverkfræði frá ISEP í Porto, Portúgal árið 2012 og MSc-gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands, með sérgrein í endurnýjanlegri orku – vatnsaflsorku árið 2016. Hún hóf doktorsnám í apríl 2016 við Háskóla Íslands, verkefnið nefndist „Innifalin umhverfisáhrif vegna þróunar í byggðu umhverfi“. Sérgrein hennar er notkun vistferilsgreininga og sjálfbær þróun í byggðu umhverfi. Hún starfar nú hjá Áströlsku rannsóknastofnunni CSIRO, með aðsetur í Canberra. Narges er gift og á þriggja ára dóttur.

Nargessadat Emami

Doktorsvörn í byggingarverkfræði - Nargessadat Emami