Doktorsfyrirlestur í umhverfisfræði - Jani Laine | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsfyrirlestur í umhverfisfræði - Jani Laine

Doktorsfyrirlestur í umhverfisfræði - Jani Laine - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. mars 2021 13:30 til 14:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður haldinn á Teams

Doktorsefni: Jani Laine

Heiti ritgerðar: Mikilvægi orkutengdra aðgerða sveitarfélaga þegar stefnt er að kolefnishlutlausum borgum (The significance of municipal energy related actions when aiming at carbon neutral cities)

Andmælendur voru:
Dr. Laura Saikku, dósent við Finnish Environment Institute (SYKE), Finnlandi
Dr. André Bohne, prófessor við NTNU, Noregi

Leiðbeinandi: Dr. Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis-og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd
Dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands
Dr. Seppo Junnila, prófessor við Aalto-háskóla, Finnlandi

Fyrirlestrinum stýrir: Dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis-og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands

Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu frá Háskóla Íslands og Aalto-háskóla. Vörnin fór fram í Helsinki 5. mars síðastliðinn.

Ágrip

Í þessari ritgerð er fjallað um afleiðingar orkutengdra aðgerða sveitarfélaga við myndun lágkolefnis- og kolefnishlutlausra borga. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna afleiðingar þessara aðgerða innan umfangs 2-3 (samkvæmt GHL viðmiðunarreglunum) og út frá sjónarhorni kerfisáhrifa. Ritgerð þessi telur orkukerfi sveitarfélaga vera orkukerfi sem eru staðsett innan borgarmarkanna eða innan víðari landamæra þar sem sveitarfélög geta haft áhrif með eignarhaldi eða svipuðu fyrirkomulagi. Orkugeirinn nær yfir rafmagn og hitaveitu og undanskilur eldsneyti sem ekki tengist því. Ritgerð þessi samanstendur af fjórum ritrýndum greinum í vísindatímaritum. Í rannsóknunum voru notaðar vistferilsgreiningar sem rannsóknaraðferð til að greina kerfisáhrif, auk einstakra og margþættra tilviksrannsókna sem og hálfskipulagðra viðtala. Finnskar borgir og orkukerfi þeirra voru rannsakaðar. Komist var að því að orkutengdar aðgerðir sveitarfélaga hafa verulega hærra vægi og meiri áhrif þegar kerfismörkin eru víkkuð frá umfangi 1 í GHL viðmiðunarreglunum í umfang 2 og 3. Almennt er hlutverk borga hvað varðar losun á GHL í umfangi 3 verulegt, og enn frekar þegar litið er á áhrif jaðarframleiðslu. Afleiðingarnar eru að ýmist er verulega minni eða meiri losun á GHL, sama hvort upphaflegt markmið sé að draga úr losun GHL. Að skoða áhrif jaðarorkukerfisins er öflug aðferð fyrir borgir til að draga úr losun GHL innan borgarinnar og innan víðari landamæra. Hægt væri að skoða slíkar afleiðingar til að bæta upp losun GHL innan greina sem eiga erfiðara með að grípa til aðgerða til að draga beint úr losun GHL. Enn er litið svo á að notkun og viðurkenning þessara afleiðinga ásamt möguleikum þeirra sé ábótavant í kolefnishlutlausum borgarferlum. Betri skilningur á umfangi kerfisáhrifa 2 og 3 býður upp á mikla möguleika fyrir borgir að draga úr losun GHL innan slíkra marka þegar þær miða að því að ná kolefnishlutleysi í borgum.

Um doktorsefnið

Jani Laine er fæddur 1980 og hóf doktorsnám við Háskóla Íslands 2018. Hann er frumkvöðull og rannsakandi og fyrirtæki hans vinnur að því að þróa kolefnislaust og kolefnishlutlaust húsnæði. Hann rannsakar svipuð viðfangsefni til að bæta nýtingu á kolefnislausu og kolefnishlutlausu umhverfi. Jani býr í Espoo í Finnlandi.

Jani Laine

Doktorsfyrirlestur í umhverfisfræði - Jani Laine