Skip to main content

Doktorsfyrirlestur í frönskum fræðum: Guðrún Kristinsdóttir

Doktorsfyrirlestur í frönskum fræðum: Guðrún Kristinsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. apríl 2022 15:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Guðrún Kristinsdóttir heldur doktorsfyrirlestur við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, þriðjudaginn 26. apríl kl. 15:00.

Guðrún varði doktorsritgerð sína, La guerre civile romaine dans la tragédie française (1550-1650). Analyse poétique et politique, í frönskum fræðum við Universite Sorbonne Nouvelle 20. janúar síðastliðinn. Um var að ræða sameiginlega doktorsgráðu við Sorbonne og Háskóla Íslands. Á íslensku nefnist ritgerðin Rómverska borgarastríðið í frönskum harmleikjum 1550-1650. Skáldskaparfræðileg og pólitísk greining. Hún var unnin undir leiðsögn Ásdísar R. Magnúsdóttur, prófessors við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, og Hélène Merlin-Kajman. 

Guðrún Kristinsdóttir.

Doktorsfyrirlestur í frönskum fræðum: Guðrún Kristinsdóttir