Skip to main content

Börn og unglingar á yfirsnúningi - mikilvægi næringar og svefns fyrir unga Íslendinga

Börn og unglingar á yfirsnúningi - mikilvægi næringar og svefns fyrir unga Íslendinga - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. maí 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild skólans, fjalla um mikilvægi svefns og næringar fyrir börn og ungmenni og innbyrðis tengsl þessara þátta á fræðslufundi í Háskóla Íslands miðvikudaginn 9. maí kl. 12-13. Fundurinn verður í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar og er liður í fundaröð Háskóla Íslands, Háskólinn og samfélagið – Best fyrir börnin.

Bein útsending frá viðburðinum:

Svefn og næring eru tvær af helstu grunnstoðum heilsu ásamt hreyfingu og andlegri vellíðan. Í erindinu sínu mun Ingibjörg fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif fjallar um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna og samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. 

„Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif.

Ingibjörg segir að hollt mataræði og hæfileg neysla næringarefna sé undirstaða vaxtar og þroska barna. „Lélegt næringarástand, of- eða vannæring, getur áhrif á getu barna til að læra og áhrifa gætir því mjög víða í samfélaginu. Aukið framboð á drykkjum sem innihalda ýmis örvandi efni er áhyggjuefni.“

Markmiðið með fundaröðinni Háskólinn og samfélagið – Best fyrir börnin er að dýpka sýn bæði almennings og fagfólks á vandamál og lausnir á mikilvægum samfélagslegum þáttum og styðja fjölskyldur og samfélag í því að tryggja velferð barna og ungmenna. Fyrirlestrarnir í fundaröðinni verða alls sex og þetta er sá fimmti í röðinni.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar á www.hi.is/haskolinnogsamfelagid

Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild skólans, fjalla um mikilvægi svefns og næringar fyrir börn og ungmenni og innbyrðis tengsl þessara þátta á fræðslufundi í Háskóla Íslands miðvikudaginn 9. maí kl. 12-13.

Börn og unglingar á yfirsnúningi - mikilvægi næringar og svefns fyrir unga Íslendinga