Skip to main content

Alþjóðatorgið

Alþjóðatorgið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. nóvember 2021 11:30 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Alþjóðatorgið er hluti af Alþjóðadögum HÍ dagana 2.-5. nóvember

Á Alþjóðatorginu gefst nemendum kostur á að kynna sér skiptinám, starfsþjálfun og sumarnám, auk náms á eigin vegum. 

Fyrrum og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til viðtals á torginu. Svið og deildir háskólans og starfsfólk Alþjóðasviðs verða einnig á staðnum og veita upplýsingar um námsdvöl erlendis.

Starfsfólk háskólans getur kynnt sér möguleika á kennara- og starfsmannaskiptum og öðrum kostum sem bjóðast innan Erasmus+.

Margrét Arnardóttir og Birkir Blær verða á staðnum og lífga upp á stemminguna með harmonikku- og saxófónleik.

Margrét Arnardóttir og Birkir Blær verða á staðnum og lífga upp á stemminguna með harmonikku- og saxófónleik.

Alþjóðatorgið