Skip to main content

Alþjóðadagur á Háskólatorgi

Alþjóðadagur á Háskólatorgi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. nóvember 2017 11:30 til 13:30
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á árlegum Alþjóðadegi Háskóla Íslands gefst nemendum kostur á að kynna sér skiptinám, starfsþjálfun og sumarnám auk náms á eigin vegum. Þá býðst þeim að ræða við íslenska og erlenda skiptinema og fulltrúa frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum. Svið og deildir háskólans verða einnig á staðnum og veita upplýsingar um skiptinám. Starfsfólk háskólans getur kynnt sér möguleika á kennara- og starfsmannaskiptum og öðrum kostum sem bjóðast innan Erasmus+.

Sem fyrr verður lífgað upp á stemninguna með tónlist og dansatriðum. Alejandra P. De Àvila stígur flamenco dans og danshópurinn Hop-trop sýnir Balkan-dansa frá Búlgaríu, Serbíu, Rúmeníu og Grikklandi. Tangórínurnar, Margrét Arnar og Sigrún Harðar, flytja fjölbreytt lög  á harmonikku og fiðlu. Happdrættið verður á sínum stað þar sem nemendur eiga m.a. möguleika á að vinna flugmiða til landa í Evrópu  auk þess sem boðið verður upp á alþjóðlegt matar- og drykkjasmakk.

Eftirtaldir taka þátt í Alþjóðadeginum: Sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Indlands, Japans, Þýskalands, Kanada, Noregs, Póllands, Rússlands og Svíþjóðar, Ræðisskrifstofur Spánar, Færeyja og Ítalíu, Fulbright stofnunin, Skrifstofa alþjóðasamskipta, Upplýsingastofa um nám erlendis, Náms- og starfsráðgjöf, SÍNE, Sendinefnd Evrópusambandsins, Norræna félagið, LÍN, Mennta- og menningarsvið Rannís, Konfúsíusarstofnunin, Tungumálamiðstöðin, AIESEC, ESN Iceland, alþjóðanefnd stúdentaráðs og skiptinemar.

HAPPDRÆTTI

Stúdentar Háskóla Íslands eiga möguleika á glæsilegum vinningum

*Flugmiðar til Evrópu með Icelandair

*Gjafabréf í Bóksölu stúdenta

*Gjafabréf í Stúdentakjallaranum 

Til þess að taka þátt í happdrættinu verður að fylla út miða og skila á Alþjóðadeginum á Háskólatorgi. Miðarnir munu liggja víða á háskólasvæðinu á Alþjóðadaginn og dagana á undan. Athugið að hver nemendi má aðeins skila inn einum miða. Haft verður samband við vinningshafa daginn eftir. 

 

 

Það verður líf og fjör á Háskólatorgi. Alejandra P. De Àvila stígur flamenco dans og danshópurinn Hop-trop sýnir Balkan-dansa. Tangórínurnar, Margrét Arnar og Sigrún Harðar, flytja fjölbreytt lög  á harmonikku og fiðlu. Happdrættið verður á sínum stað þar sem nemendur eiga m.a möguleika á að vinna flugmiða til landa í Evrópu.