Skip to main content

Orðaforðalausnin IceFlash 4K

Orðaforðalausnin IceFlash 4K  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Viltu læra íslensku sem annað mál?

Háskóli Íslands hefur þróað orðaforðalausnina IceFlash 4K en um er að ræða leifturminniskort fyrir einstaklinga með íslensku sem annað mál. Í boði eru eftirfarandi útgáfur; íslenska-enska, íslenska-pólska, íslenska-kínverska og íslenska-úkraínska. Í orðaforðalausninni er að finna 4000 algengust orð á íslensku. Launsin er opin fyrir alla með vísan til CC-BY leyfis og ekki þarf að greiða fyrir notkun hennar. Að baki verkefninu standa Xinda Xu, aðstoðarmaður, Anton Karl Ingason, dósent í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og Rannsóknarstofan Mál og tækni.

Allir sem vilja læra íslensku sem annað mál eru hvattir til að nota IceFlash 4K. Orðaforðalausnin er sett upp í Anki-forriti og hægt er að setja lausnina upp á síma og í tölvu en auk þess er hægt að prenta spjöldin út á pappír. 

Hér að neðan má finna leiðbeiningar fyrir uppsetningu.

IceFlash 4K