Skip to main content

Aurora-bandalagið

Aurora-bandalagið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Aurora-bandalagið, sem byggir á Aurora-háskólanetinu, er samstarf öflugra alhliða rannsóknarháskóla sem leggja ríka áherslu á að efla samfélagslega nýsköpun og gera nemendum betur kleift að takast á við stærstu áskoranir samtímans.Í fyrsta áfanga samstarfsins verður í forgangi að hámarka samfélagsleg áhrif rannsókna, auka fjölbreytni, jafna tækifæri og stuðla að nýsköpun í kennslu og námi með þátttöku nemenda. Það er einstakt tækifæri fyrir Háskóla Íslands að taka þátt í þessu verkefni með Aurora-bandalaginu.

Í upphafi verður áhersla á fjögur meginsvið í samstarfinu:

  • Sjálfbærni og loftslagsbreytingar
  • Stafrænt samfélag og alþjóðleg borgaravitund 
  • Heilsa og vellíðan 
  • Menning: Margbreytileiki og sjálfsmyndir 

Viltu vita meira um starfsemi Aurora-bandalagsins?
Skoðaðu vinnupakkana
Miðlæg vefsíða Aurora-bandalagsins

AA members
Hvernig stuðlar Aurora-bandalagið að sjálfbærni?