Skip to main content

Vestfirska þjóðfræðivefjan

Vefkort sem miðlar þjóðfræði Vestfjarða er í vinnslu hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu. Dálítið af fróðleik er komið á kortið en allt óyfirfarið og það hefur ekki verið opnað formlega. Hugmyndin er að það dekki alla Vestfirði með tíð og tíma. Koma tímar koma ráð.

Vestfirska þjóðfræðivefjan hefur fengið dálítinn stuðning frá Uppbyggingasjóði Vestfjarða sem sjóðurinn á þakkir skyldar fyrir. 

Vefkortið er hugsað til að opna áhugasömum leið til að hagnýta þjóðfræðilega þekkingu í vestfirskri ferðaþjónustu.

Einnig sem hjálpartæki fyrir leiðsögumenn og vestfirsk ferðafyrirtæki sem vilja auka gæði í þjónustu sinni. Á vefnum er m.a. sagt frá þjóðsagnaarfi, sögustöðum, náttúruperlum og öðrum áhugaverðum stöðum, rannsóknum fornleifa, þéttbýlisstöðum, kirkjum, markverðum byggingum og menningarlandslagi, bókmenntum sem tengjast svæðinu og Vestfirðingum.  

Vestfirska þjóðfræðivefjan byggir á margvíslegum eldri rannsóknum og ritum, íslenska sagnagrunninum og annarri kortlagningu vestfirskra sögustaða og bókmennta.

Vefjan byggir einnig á grunnvinnu sem unnin var á vegum Sögusmiðjunnar um og eftir aldamótin 2000 og ljósmyndum frá fyrirtækinu. Jón Jónsson er ritstjóri Vestfirsku þjóðfræðivefjunnar og tekur við athugasemdum í netfanginu jonjonsson@hi.is.